Tíminn - 08.04.1993, Page 2

Tíminn - 08.04.1993, Page 2
2 Tíminn lnqt>.ur.sb's'- Fimmtudagur 8. apríl 1993 Pirringur er meðal krata vegna Hrafns Óánægja er innan beggja stjómarflokkanna með þá ákvörðun menntamála- ráðherra að setja Hrafn Cunnlaugsson í stöðu framkvæmdastjóra Sjón- varps. Miklar líkur em taldar á að þingmenn Alþýðuflokksins greiði fyrir því að þingsályktunartillaga stjóraarandstöðunnar um Hrafnsmálið fái að koma á dagskrá Alþingis. Það kann að þykja sérkennilegt að tímabundin setning manns í stöðu framkvæmdastjóra Sjónvarps skuli verða að stórpólitísku máli. Ástæð- umar eru vafalaust þær að Hrafn Gunnlaugsson er náinn vinur forsæt- isráðherra, hann er mjög umdeildur fyrir störf sín og skömmu fyrir setn- inguna vék útvarpsstjóri honum úr starfi. Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, rökstuddi óánægju alþýðuflokksmanna vegna málsins í umræðum utan dagskrár í vikunni. „Hæstvirtur menntamálaráðherra er vitaskuld þaulvanur stjómmálamað- ur. Það fer ekki hjá því að hann hlaut að gera sér fulla grein fyrir því að eins og mál hefðu þróast þá hlutu morgun- verk laugardagsins að verða mjög um- deild um allt þjóðfélagið. Maður með hans reynslu hlaut að skilja að verkn- aðurinn myndi sæta mikilli gagnrýni sem ekki aðeins myndi beinast að honum einum og hans flokki heldur ríkisstjóminni allri og þar með sam- starfsflokknum líka. Ég skal ekki draga í efa heimild ráð- herrans til að ákveða hina umdeildu og óvæntu ráðningu en miðað við að- draganda málsins og það sem var vita- skuld að vænta þá hefði það verið sjálfsögð kurteisi, svo ekki sé meira sagt, að bera verknaðinn undir sam- starfsaðilann. Það var hins vegar ekki gert. Það er alveg nauðsynlegt að fram komi að hæstvirtur ráðherra leitaði ekki álits nokkurs einasta forystu- manns Alþýðuflokksins. Hann lét eng- an forystumann Alþýðuflokksins vita hvað til stóð og ég átel þessi vinnu- brögð," sagði Össur. Ræða Össurar var rædd á þingflokks- fúndi sjálfstæðismanna sama dag og komu fram óánægjuraddir með hana. Sjónarmið Össurar mun hins vegar njóta fyllsta trausts innan þingflokks Alþýðuflokksins. Sumir forystumenn Alþýðuflokksins em afar óánægðir með að Hrafn skyldi vera settur yfir Sjónvarpið eftir að honum hafði verið vikið úr starfi. Eiður Guðnason umhverfisráðherra reiddist t.d. mjög þegar hann frétti af ráðningu Hrafns, en Eiður starfaði fymim á Sjónvarpinu og sat í útvarps- ráði í mörg ár. Jón Baldvin Hannibals- son, formaður flokksins, er heldur ekki ánægður með hvemig sjálfstæð- ismenn hafa haldið á málinu en sjón- armið hans er hins vegar að reyna að draga sem mest úr þeim skaða sem málið hefur valdið ríkisstjórninni. Flest bendir til að alþýðuflokksmenn muni greiða fyrir því að þingsályktun- artillaga Páls Péturssonar og fleiri um Hrafnsmálið komist á dagskrá þings- ins eftir páska. Minni líkur em hins vegar taldar á að þeir styðji tillöguna efnislega. Innan Sjálfstæðisflokksins em skipt- ar skoðanir um ráðningu Hrafns. Dav- íð og stuðningsmenn hans undrast það fjaðrafok sem ráðningin hefur valdið í fjölmiðlum og á þingi. Þeir em þó margir innan Sjálfstæðis- flokksins sem telja að flokkurinn hefði getað sneitt hjá þeim vandræðum sem mál þetta hefur valdið flokknum. Þeir menn em einnig til innan flokksins sem em ævareiðir yfir ráðningu Hrafns. í heild er ekki talið að þetta mál eitt og sér komi til með að sundra ríkis- stjórnarflokkunum. Málið dregur hins vegar úr tiltrú á heiðarleik ríkisstjóm- arinnar. Á þetta benti Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir í umræðunum á Al- þingi. Hún sagði: „Ég vil segja við sjálfstæðisráðherrana í þessari ríkis- stjóm: Þið skulið aldrei koma framar í þennan sal og tala um að afnema fyrir- greiðslu- og hreppapólitík. Það mun enginn trúa ykkur, því þið fallið á öll- um slíkum prófum." -EÓ Útvarpsráð ræðir um ráðningu Hrafns Gunn- laugssonar til Sjónvarpsins: Krafa um að Hrafn víki Fulltrúar stjómarandstöðu- flokkanna í útvarpsráði skora á Hrafn Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóra Sjónvarpsins, að víkja tímabundið úr starfi framkvæmdastjóra á meðan rannsókn fer fram á fjármála- legum samskiptum hans við Sjónvarpið. Útvarpsráð kom saman til auka- fundar í gær til að ræða ráðningu Hrafns í stöðu framkvæmdastjóra Sjónvarpsins. Útvarpsráð hefur ekki vald til að hnekkja þeirri ákvörðun sem tekin hefur verið í þessu máli. Ráðið ræddi hins veg- ar málið í gær og lagðar voru fram bókanir. í bókun fulltrúa stjórnarandstöð- unnar, Ástu Ragnheiðar Jóhannes- dóttur, Valbórs Hlöðverssonar og Kristínar Á. Árnadóttur er harð- lega mótmælt ráðningu Hrafns í stöðu framkvæmdastjóra Sjón- HJALLAKIRKJA VIGÐ Hjallakirkja í Kópavogi verður vígð við hátíðlega athöfn á páska- frétt frá kirkjunni kemur fram að byggingin hafi gengið vel og til marks um það var hafist handa fyr- ir aðeins tveimur árum. Hjalla- sókn er líklega með yngri sóknum landsins, því hún var stofnuð árið 1987. Þar er sóknarprestur Krist- ján Einar Þorsteinsson. Hann mun þjóna fyrir altari við vígsluna en biskup íslands, herra Ólafur Skúla- son, mun vígja kirkjuna. Kirkjan er 1.100 fermetrar að flatarmáli og verða um 700 fermetrar teknir í notkun nú. Kostnaður er sagður um 100 milljónir króna. -HÞ G.M. Bílaverkstæðið hf. Fosshálsi 27. Sími 672270. Nýtt verkstæði sérhæft í viðgerðum á GM, OPEL og ISUZU bifreiðum. Allar alhliða viðgerðir ásamt vélarstillingum, sjálfskipti og smurþjónustu. Starfsmenn með mikla reynslu og verið þjálfaðir af framleiðendum. Láttu gera við bílinn þinn þar sem þekking og fagmennska fer saman. Opið aila virka daga frá kl. 8:00 til 17:00. Líttu inn, kaffi er á könnunni. GM - OPEL - ISUZU ÞJONUSTA varps og um leið pólitískri íhlutun menntamálaráðherra og Sjálf- stæðisflokksins í innri málefni Ríkisútvarpsins. Jafnframt er lýst ábyrgð á hendur ráðherra fyrir það tjón sem hann hefur valdið Ríkis- útvarpinu með ofbeldisfullri fram- göngu sinni eins og segir í bókun- inni. Skorað er á Alþingi að grípa til ráðstafana sem koma í veg fýrir að ráðherra geti gripið til embætt- isveitinga með slíkum hætti. í bókuninni segir að ráðning Hrafns í stöðu framkvæmdastjóra Sjónvarps sé gróf móðgun við út- varpsstjóra sem taldi Hrafn óhæf- an til verka hjá stofnuninni og vék honum úr starfi. í bókun fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í útvarpsráði eru harm- aðir þeir atburðir sem að undan- fömu hafa valdið ólgu um málefni Ríkisútvarpsins. Enginn dómur er hins vegar felldur um þessa at- burði að öðru leyti en því að þar segir að farið hafi verið að lögum í málinu. í bókun Guðna Guðmundssonar, fulltrúa Alþýðuflokks í útvarps- ráði, segir að hann hafi ekki geð í sér að taka þátt í þeim pólitíska hráskinnaleik sem blásið hafi verið til út af persónu Hrafns Gunn- laugssonar. Guðni segir að ýmis mistök hafi verið gerð í málinu allt frá upphafi. Útvarpsráð þjóni ekki hagsmunum Ríkisútvarpsins með því að taka afstöðu til réttmætis orða og athafna þeirra sem hlut eiga að máli. -EÓ Fjórum starfsmönnum Sjónvarpsins var sagt upp störfum 1. febrúar: Engar frekari uppsagnir í umræðunni um brottvikn- ingu Hrafns Gunnlaugssonar úr stöðu deildarstjóra inn- lendrar dagskrárdeildar hefur komið fram að fjórum starfs- mönnum Sjónvarpsins var sagt upp störfum að kröfu Hrafns skömmu áður en hann kom formlega til starfa. Þessir starfsmenn eru Þór Elís Pálsson dagskrárgerðarmaður og aðstoðardagskrármennirnir Ásta Hrönn Stefánsdóttir, Ingveldur Ólafsdóttir og Bjarni Felix Bjama- son. Flestir starfsmenn Sjónvarpsins reikna með að frekari breytingar verði gerðar á starfsliði Sjónvarps- ins með nýjum framkvæmdastjóra þess. Engar frekari uppsagnir hafa þó enn verið ákveðnar. Viökomuhafnir/Vikudagar Esbjerg.......laugard. Þórshöfn......mánurf. Bergen........ þriöjud. Pórshöfn......miövikud. Seyöisfjöröur.. limmtud. Þórshöfn......töstud. Esbjerg....... SEYÐISFIRÐI - ® 21111 - FAX 21105 _ 22:00 29.05 05 06 12.06 19.06 26.06 03.07 10.07 17.07 24.07 31.07 07.08 14.08 21.08 28.08 10:00 14:00 31.05 07.06 14,06 21.06 28.06 05.07 12.07 19.07 26.07 02.08 09.08 16.08 23.08 30.08 12:00 15:00 01 Ofi 08.06 15.06 22.06 29.06 06.07 13.07 20.07 27.07 03.08 10.08 17.08 24.08 31.08 11:00 15:00 02.06 09.06 16.06 23.06 30.06 07.07 14.07 21.07 28.07 04.08 11.08 18.08 25.08 01.09 07:00 11:00 03.06 10.06 17.06 24.06 01.07 08.07 15.07 22.07 29.07 05.08 12.08 19.08 26.08 02.09 05:00 08:30 04,06 11.06 18.06 25.06 02.07 09.07 16.07 23.07 30.07 06.08 13.08 20.08 27.08 03.09 19:00 - 05.06 12.06 19.06 26.06 03.07 10.07 17.07 24.07 31.07 07.08 14.08 21.08 28.08 04.09 brjár fyrstu erðir ódýran ■ Norræna ferðaskrifstof an hf. sími 91-626362, fax 29450 Laugavegi 3, Reykjavík

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.