Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 8. apríl 1993 Tíminn 5 Björn S. Stefánsson: Svar almennings Á Alþingi er verið að fjalla um lög um hinn raunverulega EES-samning. Ef þau verða samþykkt, verða þau sem önnur lög að hljóta staðfestingu forseta íslands eða þjóðarinnar. Vigdís Finnbogadóttir vék sér undan því hinn 13. janúar s.l. að vísa staðfestingu laganna um fyrrverandi EES- samning til þjóðarinnar með þeim rökum, að hún óttaðist að þá yrði hún ekki tákn sameinaðrar þjóðar. Hún vfsaði einnig til þess, að færsla emb- ættis hennar væri í mótun. Margir eru sem kunnugt er þeirr- ar skoðunar, að það styrki ekki embættið sem tákn sameinaðrar þjóðar að víkja sér undan því að vísa EES- málinu til þjóðarinnar til staðfestingar, og vilja, að embættið mótist m.a. með tilliti til þeirrar heimildar, sem 26. grein stjómar- skrárinnar veitir forseta til að færa ráðin í tilteknum málum frá ríkis- stjóm til þjóðarinnar. Það er ekki nema von, að kapps- full ríkisstjóm þrýsti fast á forseta, ef til greina kemur að færa úrslit mála frá henni til þjóðarinnar. Skrifstofa forseta og skrifstofa for- sætisráðherra eru undir sama þaki. Það má vera táknrænt fyrir að- stöðu forseta til að halda hlut þjóð- arinnar gegn ríkisstjórn, ef svo ber undir. Eins og víða hefur komið fram, urðu það mörgum vonbrigði, að Vigdís skyldi ekki beita heimild stjórnarskrárinnar í þessu efni í vetur. Með undirskriftasöfnun er almenningi um land allt gefinn kostur á að taka undir yfirlýsingu um, að ekki megi taka frá þjóðinni þann rétt, sem felst í því, að forseti getur vísað staðfestingu laga til hennar, og þess óskað, að sá réttur verði nýttur við lok EES- málsins. Með undirskriftasöfnuninni er ekki verið að ýfast um orðinn hlut, heldur horft fram á við til að gæta stjórnarskrárbundins réttar al- mennings. Mörgum þykir líklegt, ætla ég, að Vigdís vilji nema vilja almennings í málinu og láta for- setaembættið mótast með tilliti til hans. Síðan í janúar hafa rökræður skýrt stöðu forseta í þessu efni; þar má einkum minnast greinaflokks Sigurðar Líndals prófessors. Höfundur er dr. scient um gengur það upp en stundum þótti mér þeir gera of mikið út á þessar vís- anir. En eins og Hugleik er lagið er þetta á heildina litið skemmtileg sýn- ing og aldrei dauður punktur. Það var mikill fjölskyldubragur á frumsýn- ingunni og nánast hlegið að öllu svo vel hefði mátt kortleggja salinn með það fýrir augum að sjá hvar skyld- menni hvers leikara sátu og svo hver var ekki í náðinni hjá sínu fólki. Þess má geta að lokum að Stútungaspilið sem fýlgir miðanum að leikritinu er mjög skemmtilegt og enginn leik- húsgestur ætti að láta hjá líða að reyna sig í því. —Gerður Kristný Gísli Sigurösson, einn ieikenda í Stútungasögu gefur kinnhest. Hugleikur: Stútungasaga Hugleikur er aftur kominn á kreik og sýnir nú Stútungasögu í Tjamarbíói. Leikritið er eftirÁrmann Guðmunds- son, Hjördísi Heiðrúnu Hjartardótt- ur, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Sigrún Valbergsdóttir Ieikstýrir. Stútungasaga er gamanleikrit sem gerist á landnámsöld. Margar persón- ur koma við sögu og meðal þeirra er hann Atli sem vill aðeins vafra um tún og heiðar og tína blóm. Hann vill giftast Jófríði sem á sömu áhugamál og hann en á að giftast Geir bjúgu þvert á móti vilja sínum. Við fylgj- umst með því hvemig Ólöfu konu Haralds gengur við að skrifa Njálu en kálfaskortur tefur skriftimar. Svo er það hann Haki sem gerir fátt annað en að brenna bæi og drepa fólk. Þess vegna verður Hugleikur sífellt að endumýta suma leikarana sem vakna aftur upp frá dauðum og halda áfram að leika í dálítinn tíma áður en þeir eru drepnir aftur. Ásgrímur bóndi kemur við sögu en honum gengur illa að koma Jómnni dóttur sinni út sem er óttalegt skass. Ekki má LEIKLIST v_____________________/ gleyma kvensama biskupnum, Klæng Kortssyni og frillum hans en konum- ar í Stútungasögu em annað hvort frillur eða einhvers konar ófreskar nomir. Noregskonungur birtist svo stökum sinnum en honum gengur illa við að sætta sig við ást konu sinn- ar á íslenskum skáldum. Hugleikur á yfir mörgum ágætum leikumm að skipa og í heistu hlut- verkum em þau Mats Jonsson, Hulda Hákonardóttir, Þorgeir TVyggvason, Sævar Sigtryggsson, Rúnar Lund, Gísli Sigurðsson og Gunnar Gunn- arsson. Leikmyndin er fádæma skemmtileg en einföld. Risastórri bók hefur verið komið fyrir aftast á miðju sviðinu og er flett upp á þeirri leikmynd sem á við hvert atriði. Þar sem einmitt er verið að segja sögu í leikritinu, passar þetta einkar vel. Magnús Þorgríms- son og Ámi Baldvinsson eiga heiður- inn af þessari hugmynd. Tónlistin er eftir þá Þorgeir Tryggvason og Ár- mann Guðmundsson og á hún vel við. Hrefna Hrólfsdóttir sér um bún- inga og virtust mér þeir vera héðan og þaðan. Sumir em ósköp land- námslegir en til dæmis er ein frillan klædd eins og frönsk gleðikona frá síðustu öld. Það fannst mér skjóta heldur skökku við. Höfundar Stútungasögu leika sér mikið með málshætti, ljóð og tilvitn- anir í íslendingasögumar og stund- Stúdentaleikhúsið: B í lakirkj ugarðurinn Stúdentaleikhúsið sýnir nú Bíla- kirkjugarðinn eftir Femando Arrabal á Galdraloftinu í Hafnarstræti í leik- stjóm Jóns St. Kristjánssonar. Þor- varður Helgason þýddi verkið. Þetta er absúrdverk en þau þykja lýsa firringu mannsins og umkomuleysi í nútímaheimi. Bílakirkjugarðurinn er í stíl við önnur verk Arrabals þar sem persónumar em ýmist böðlar eða fómarlömb. Hér er píslarsaga Krists látin gerast í bílakirkjugarði. Emanú er trompetleikari sem leikur fýrir fá- tæklinga á hverri nóttu ásamt tveimur félögum sínum. Þeir eiga það sífellt á hættu að lögreglan handtaki þá fýrir það og það kemur að því að annar fé- laga Emanús svíkur hann með kossi og þá er ekki að spyrja að leikslokum. I helstu hlutverkum em Kristjón Freyr Sveinsson sem leikur Emanú, Magnús Þór Þorbergsson og Reynir Þór Sigurðsson sem leika félaga hans. Elfa Ýr Gylfadóttir leikur gleðikonuna Dilu sem Emanú á vingott við og Rún- ar Reynisson fer með hlutverk Milosar atvinnurekanda Emanús. Leikmyndin er mjög góð en hún er hönnuð af Ei- rúnu Sigurðardóttur. Sigríður Krist- insdóttir sá um búninga sem sömu- leiðis falla vel að verkinu. LEIKLIST __________✓ Það vantar mikið upp á til að Bíla- kirkjugarður Stúdentaleikhússins geti talist skemmtileg sýning. Hún byrjar ágætlega en fljótlega fór mér að leið- ast að fýlgjast með þessum sífelldu hlaupum og eltingaleikjum inn á svið- ið og út af því. Sagan var manni það kunn að það var engin sérstök spenna í gangi. Leikstjórinn hefði átt að reyna að gera þennan hluta örlítið meira spennandi. Bflakirkjugarðurinn er vissulega erfitt verk og manni kemur helst í hug að Stúdentaleikhúsið hafi ætlað sér of mikið þegar það varð fýrir valinu. —Gerður Kristný Skáldið Henning Mankell: Hundurinn sem hljóp upp til stjðmu. Gunnar Stefánsson þýddi. Mál og menning 1992. Sagan er fýrst og fremst úr hugar- heimi Jóels sem er ellefu ára og býr með Samúel pabba, sem er skógar- höggsmaður norður í botnum, en var áður farmaður og fór víða um heimsins höf. Og Samúel pabbi þrá- ir hafið. Jenný mamma er horfin. Hún sem vildi ekki vera hjá þeim. Hún sem einu sinni setti niður í ferðatösku og hvarf með lestinni í suðurátt, þegar þekkir og skilur Samúel pabbi var úti í skógi að vinna. Hann á mömmu sem var með eitt- hvað í sér sem heitir óróleiki. Að eiga enga mömmu er það versta. Hann er hræddur um að Samúel pabbi sé að hverfa. Sara með rauða hattinn er byrjuð að éta hann. Svíkur hann sinn eigin son? En hugarheimur drengsins er vit- anlega tengdur veruleika daganna. HoKmennur Þórir kemur til sögu, 12 ára, dóm- arasonur af aðalsætt. Jóel tekur hann í leynifélagið sitt, en Þórir seg- ir að leynifélag eigi að hræða fólk. Og hlutverkin snúast við, svo að Jó- el finnst að hann sé að verða þjónn Þóris, sem láti hann gera það sem hann vill ekki gera. Jóel finnur að hrekkir þeirra félaga að spilla garði Geirþrúðar neflausu hræða hana ekki og gera hana ekki reiða, heldur hrygga. Og þegar hún spyr: „Hvers vegna?“, kann hann engin svör. Þessi saga verður ekki rakin hér, en hana segir vitur maður sem skilur fólk á öllum aldri. Sara er feit, hún er með of stór brjóst og hún er með exem. En hún býr til góðan mat og hún finnur þegar maður vill ekki láta klappa sér á vangann. Hann getur ekki skilið að Samúel pabbi skuli komast í svona gott skap í hvert sinn sem hún er nærri. En það er erfitt að átta sig á fullorðnu fólki. Það hefur hann lært. Maður skilur bara það fullorðna fólk, sem enn er viturt eins og börn og hagar sér öðruvísi en aðrir. Eins og Símon óveður og Geir- þrúður neflausa. Það er hægt að skilja þau og vera með þeim. Og þó er Símon óveður ruglaður og okkur skilst að hann hafi verið árum saman á geðveikrahæli. En hann vissi að hægt er að velja sér vinda til að hlusta á og unnt er að syngja frá sér slæmar hugsanir. Og það er mjög hagnýt vitneskja. Þetta er ein þeirra sögubóka, sem menn vitkast af að lesa. H.Kr. S Tvær leióir eru hentugar til þess aö verja ungbarn í bíl Látiö barniö annaöhvort liggja i bilstól fyrir ungbörn eöa barnavagni sem festur er meö beltum. yUMFERÐAR RÁÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.