Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. apríl 1993 Tíminn 3 Starfsmenn á Landakotsspítala ævareiðir vegna þess hvernig staðið var að kynningu á sameiningu Borgar- og Landakotsspítala: Sameiningin tryggir hagsmuni yfirmanna „Það er ófyrírgefanlegt að tilkynna blaðamönnum fyrst um þessa yf- iriýsingu. Þetta eru vægast sagt furðuleg samskipti," segir Kristinn Sigurjónsson, formaður starfsmannafélags Landakotsspítala. „Sameiningin er fyrst og fremst gerð til að tryggja hagsmuni ein- stakra yfirmanna og mun leiða til aukinna útgjalda, þegar fram í sækir,“ segir Finnur Ingólfsson alþingismaður. Það var frekar fáliðað á fundi framkvæmdastjóra með starfsliði Landakotsspítala í gær. Þykir það benda til mikillar gremju starfs- manna vegna þess að efnt var til blaðamannafundar í fyrradag, þar sem tilkynnt var um sameiningu spítalans við Borgarspítalann fyrir árslok 1996 áður en rætt var við starfsmenn. „Fólki finnst fram hjá sér gengið, þegar tilkynnt er í blöðum um framtíð þess hjá sjúkrahúsinu," segir Kristinn og bendir á að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem komið sé fram við starfsfólk af fullri van- virðu. „Nú keyrir þó alveg um þverbak að boða fyrst til blaða- mannafundar áður en fyrirhugað- ar breytingar eru kynntar fyrir starfsfólki,“ segir Kristinn. Hann telur að fólk hafi slæma reynslu af orðum og efndum yfir- manna spítalans og telur samein- ingarsamninginn við Borgarspít- alann bera þess augljós merki. Þar vísar hann til þess sem gerðist fyr- ir ári, er St. Jósefssystur sögðu þvert nei við öllum sameiningar- áformum. „Þá héldu allir að nú væri þetta lagt á hilluna," bætir Kristinn við. Hann segir að fyrir nokkrum vi'<- um hafi farið að kvisast orðrómur um að eitthvað stæði til. „f fyrra- dag var svo haldinn blaðamanna- fundur þar sem því er lýst yfir að stefnt skuli að því að barnadeildin flytji og hjúkrunardeild komi aftur til baka. Þetta er alveg þvert á það, sem búið var að tala um fyrir ári síðan, þegar systurnar höfnuðu sameiningaráformum. Það hefur ekkert komið fram um að þær hafi breytt afstöðu sinni. Við vitum ekki hvaða hvatir liggja hér að baki,“ bendir Kristinn á. Kristinn segist hafa haft ávæning af fyrirhuguðum samningum. Hann segist hafa rætt um starfs- mannafund við Loga Guðbrands- son framkvæmdastjóra til að leyfa starfsfólki að fylgjast með því sem færi fram. „Hann vildi ekkert gera með að halda fund fyrr en búið væri að samþykkja málið innan Borgarspítalans. Svo veit ég ekki fyrr en búið er að boða blaða- mannafund og ég hafði ekki hug- mynd um neitt," segir Kristinn. Hann segir að Logi hafi áréttað í síðustu viku á deildarstjórafundi, að haldinn yrði fundur með starfs- mönnum um leið og samþykki forsvarsmanna Borgarspítalans lægi fyrir. Gert til að tryggja hagsmuni yfirmanna „Óskir einstakra yfirmanna á Landakotsspítala hafa í langan tíma miðað í þessa átt. Þetta er fyrst og fremst gert með það i huga að tryggja þeirra eigin hags- muni,“ segir Finnur Ingólfsson al- þingismaður. Finnur segir að það komi sér því ekki á óvart að samningur um sameiningu Borgarspítala og Landakots hafi verið gerður. Finnur telur þó að sameining þessara sjúkrahúsa geti leitt til spamaðar til skamms tíma. „Þegar til lengri tíma er litið, mun þetta ekki leiða til sparnaðar, heldur til hins gagnstæða, þ.e. stórkostlega aukinna útgjalda," bendir hann á. „Tveir jafnstórir spítalar munu fara að keppa um takmarkaða fjár- muni til tækjakaupa, til þess að geta kallað til sín mannafla. Pen- ingunum mun verða varið til kaupa á flóknum og dýrum bún- aði, sem er kannski til staðar á rík- isspítölunum. Það mun kalla á sérfræðinga til að starfa við þessi tæki, sem aftur leiðir til meiri tækjakaupa," segir Finnur og á við hinn nýja sameinaða spítala ann- ars vegar og Landspítalann hins vegar. „Aðalatriðið og það, sem skiptir höfuðmáli, er að ná verkaskipt- ingu milli sjúkrahúsanna í Reykja- vík. Til þess að svo sé, er engin ástæða til að sameina spítalana, heldur fyrst og fremst að tryggja verkaskiptingu á milli þeirra, þannig að sérhæfðri þjónustu sé komið fyrir á ákveðnum stöðum. Þannig er sparnaður tryggður," segir Finnur. -HÞ SUBARU LEGACY WAGON GL 2000 CC, 1 6 VENTLA 5 GÍRA 4WD HÁTT OG LÁGT DRIF VÖKVA- OG VELTISTÝRI OG MARGT FLEIRA STAÐGR.VERÐ 1.919.000.- Ingvar ‘9 Helgason Sævarhöfða 2 síma 91-674000 SUBARU ER FYRSTI FJÖLDAFRAMLEIDDI FÓLKSBÍLLINN MEÐ 4WD. AF ÞEIRRI REYNSLU BÝR SUBARU ENN AÐ, ÞVÍ SUBARU ER í DAG MEÐ EINA FÓLKSBÍLINN SEM FRAMLEIDDUR ER MEÐ SJÁLFSKIPTINGU OG 4WD. REYNSLAN HEFUR MARGSANNAÐ GÆÐI OG ENDINGU SUBARU BIFREIÐA. ÖRYGGI SUBARU í ÓFÆRÐ ÞARF VART AÐ KYNNA. KOMIÐ OG REYNSLUAKIÐ ÞESSUMTRAUSTA EÐALVAGNI FRÁ SUBARU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.