Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 26

Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 26
26 Tíminn Fimmtudagur 8. apríl 1993 Vísnaþáttur, 34. þáttur Hesturinn, fegurð hans og gæði hafa oft skapað þau hughrif, sem dugðu til þess að góð staka var kveðin. Þessi vísa er eftir Bjöm Blöndal frá Grímstungu: Á nú hjartað unaðshreim, ekki margt um tárin. Gaf mér bjartan betri heim blessaður svarti klárinn. Ekki veit ég deili á næstu vísu, en hún er sjálfsagt mörgum kunn: Slær til heljar unaðseld angurs éljastrengur. Öls er beljan orðin geld, ei karm selja lengur. Ég hef áður minnst á í þáttum þessum hve líftími stökunnar í munn- legri geymd er langur. Nýlega heyrði ég tvær vísur eftir Daða Magnús- son, sem bjó á Bólstað í Haukadal og víðar. Daði var fæddur á önd- verðri síðustu öld. Vísurnar eru þannig: Farðu að stauta, Mundi minn, mikil þraut er óviljirm. Líkist nauti letinginn, lífsins braut er vandfundin. Fátæktin þó fylgi mér fram að dauðans vaði, enginn þetta á mér sér, eins er kátur Daði. Magnús Gestsson, safnvörður á Laugum, smíðaði skemil og færði að gjöf húsráðendum að Hrútsstöðum í Laxárdal. Þessar hendingar voru brenndar á skemilinn: Megi þessi stœlti stóll styðja veika fætur. Nokkru seinna kom að Hrútsstöðum Þorsteinn Jónasson, áður bóndi að Oddsstöðum í Hrútafirði. Var Þorsteinn beðinn að botna. Þorsteinn hafði vísuna svona: Sporþín geyma hæð og hóll, hlíð og dalsins rætur. Megi þessi stœlti stóll styðja veika fætur. Formaður Alþýðuflokksins lét orð falla um ánægju sína vegna mikils niðurskurðar hjá bændum. Mörgum bændum fannst þetta köld kveðja. Af því tilefni kvað Davíð Guðmundsson, bóndi á Glæsibæ, svo: Flokkur, sem við fjöldagröf fagnar innan tíðar, hendist fram af heljamöf heldur fyrr en síðar. Næsta vísa er eftir Jón S. Bergmann: Hörð þó smíði höldum gjöld harma stríði sœgur, öll um síðir kvölda köld krapahríðardægur. Svo kvað Eiríkur Einarsson frá Hæli: Drúpirþjóð í höndum hers, horfír út í bláinn. Býr á milli báru og skers blessuð frelsisþráin. Fyrir fáum árum fóru félagar í Búnaðarfélagi Bæjarhrepps í Hrúta- firði ásamt mökum í leikhúsferð til Reykjavíkur. Eftir næturdvöl á Hótel Sögu kvartaði einn ferðalanganna um harða dýnu í rúmi sínu. Þá kvað Georg Jón Jónsson, bóndi á Kjörseyri: Þá var lundin létt og ör, leysti stund úr banni. Hlýir fundir, hörkuijör, en hart var undir manni. Eftir fyrsta hagyrðingamótið, sem haldið var á Hveravöllum, kvað Halidór Vigfússon á Keldum: Veislan á Hveravöllum verður oss minnisstæð. Týppið var uppi á öllum alveg í fulla hæð. Kristmundur Jóhannesson Heilsugæslustöð A.-Hún. Blönduósi — Skagaströnd Hjúknjnarfræðingur óskast að Heilsugæslustöðinni á Skagaströnd sem fyrst. Um tímabundið starf er að ræða. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, Heilsugæslu- stöðinni á Blönduósi, í síma 95-24207 eða 95-24359. Asif og Benazir með börnin stn þrjú, ungabarniö Asifa, soninn Bilawal, fjögurra ára, og dótturina Bakhtwar, þriggja ára. Stjórnmálaleiðtoginn og móðirin hefur loksins alla fjölskylduna hjá sér: Benazir Bhutto sinnir margvís- legum skyldum Benazir Bhutto hefur undanfarið búið í Bretlandi, en þar fæddist henni dóttir fyrir skömmu sem skírð var Asifa. Þessi leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Pakistan fékk erfitt gallsteinakast rétt eftir fæðinguna og þurfti að gangast undir uppskurð. Jafnvel þótt frú Bhutto sé óþol- inmóð eftir að geta aftur tekið þátt í baráttunni í heimalandinu, þá nýtur hún þess engu síður að vera með sameinaðri fjölskyldu sinni í friði og ró í London. Þang- að flaug maður hennar Asif strax eftir fæðingu dótturinnar, en hann losnaði úr fangelsi deginum áður. Með honum voru tvö önnur böm þeirra hjóna, sonurinn Bila- war og dóttirin Bakhtawar. „Þetta er í fyrsta skipti í fimm ár sem við höfum getað verið saman sem fjölskylda undir einu þaki í heilan mánuð," sagði Asif, sem sat inni ákærður fyrir morð og spill- ingu, en nú hafa flestar sakir á hann verið felldar niður. Meðan Asif sat í fangelsinu þurfti Benazir að hugsa ein um börnin, sinna stjórnmálastörfum sínum og vikulegum heimsóknum til manns sfns. Þótti henni þetta að vonum erfitt hlutskipti. Óvissan, hins vegar, í stjórnmálum Pakist- ans gerir það að verkum að hjón- in geta aldrei verið örugg um það hvort þau muni verða saman eða í spegli sundruð, eða hvort þau lendi jafn- vel bæði í fangelsi. Benazir sjálf sat inni í fimm ár og svo hafa flestir aðrir f fjölskyldu hennar. í samræmi við hefð í landinu valdi fjölskyldan eiginmann handa Benazir og hafði stúlkan ekki séð tilvonandi mann sinn fyrr en þau voru formlega kynnt. „Þegar ég var kynnt fyrir Asif var ég of taugaóstyrk til að geta horft framan í hann,“ segir Benazir. „Hann hafði sent mér tvo eða þrjá vendi af rauðum rósum, kirsu- berjaöskju og fleira gott. Þá vildi svo til að ég var stungin af bý- flugu. Asif fylgdi mér á sjúkrahús- ið og af því ég hafði alltaf séð um mig sjálf var þetta mjög rómant- ískt. Allt frá þessu fyrsta stefnumóti hefur Asif gefið mér mikla ást og veitt mér mikla vernd," segir Benazir þakklát. Spegill Tímans vill kynna hér skemmtilega lausn á alþekktu vandamáii í tilefni af því aö voriö er komið og sumariö á næsta leiti. Viöa t gömlum göröum má sjá trjákrónur hyija heilu húshlið- arnar og væntanlega glugga þá líka, sem sjást ekki lengur. í stað þess aö fella hin gömlu tré má kannski komast að sam- komulagi viö gróöurinn, eins og hér hefur veriö gert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.