Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 8. apríl 1993 Tíminn 13 Stöplarítiö sýnir hvernig mismun- andi greiðsluform hafa þróast í viö- skiptum með fjölbýlishúsaíbúöir f Reykjavík I rösklega þrjú ár í hús- bréfakerfi. Þannig var útborgun í peningum um 77% af veröi á síöasta ársfjóröungi 1989, hvaraflán úr ,gamia kerfinu‘ voru m.a. meötalin I útborgun. Hlutur húsbréfa/frumbréfa varö stærstur, um 27% af verði, sfö- ast á árinu 1990. Þá vekur athygli aö hlutur áhvílandi lána, sem nær ein- göngu eru úr Byggingarsjóöi ríkisins, skuli stööugt fara stækkandi, löngu eftiraö ,gamla kerfinu“ hefur veriö iokaö. Um 93% allra íbúðalána í Reykjavík koma úr eða í gegnum Húsnæðisstofnun: Lán „gamla kerfisins" álíka mikil og öll hús- bréfalánin Hlutfall útborgunar í peningum var komið niður fyrir 39% af meðalsöluverði allra fjölbýlis- húsaíbúða, sem seldar voru í Reykjavík á síðari hluta síðasta árs. Nær allur hinn hluti verðs- ins kom frá eða í gegnum Hús- næðisstofnun með einum eða öðrum hætti, að meðaltali rúm- lega 57% af heildarverði allra seldra íbúða í fjölbýlishúsum. Athygli vekur að yfirtekin áhvfl- andi lán frá Byggingarsjóði rík- isins (úr „gamla kerfinu“) eru nærri því eins stór hluti af verði seldra íbúða eins og húsbréfa- lánin, sem kaupendur fá við íbúðakaupin. Frumbréf húsbréfa voru stærsti hluti lánanna og námu að meðaltali 22,2% af verði seldra fjölbýlishúsa- íbúða á síðasta ársfjórðungi 1992. En áhvflandi lán Byggingarsjóðs ríkisins, sem yfirtekin voru við kaupin, voru aðeins litlu minna hlutfall, eða 20,8% af söluverði að meðaltali. Þriðja umfangsmesta greiðsluformið voru húsbréf, þ.e. húsbréf/verðbréf sem kaupandi hafði tekið við sem hluta af greiðslu fyrir íbúð sem hann hafði selt, yfir- tekið sem áhvflandi lán, keypt á verðbréfamarkaði eða eignast með einhverjum öðrum hætti. Um 14,1% íbúðaverðs voru að meðaltali greidd með slíkum bréfum. Hlutur yfirtekinna lífeyrissjóðslána er orðinn mjög lftill, eða aðeins 2,9% af meðalverði íbúða á síðasta ársijórðungi í fyrra. Önnur áhvíl- andi lán eru sáralítil. Yfirtekin handhafabréf voru um 0,9% af verði og yfirtekin bankalán voru einungis 0,3% af sölu/kaupverði fjölbýlis- húsaíbúða í Reykjavík á síðasta hluta síðasta árs. Hins vegar má benda á, að hugsanlega hefur hluta af peningaútborgun verið aflað með töku lífeyrissjóðslána eða banka- lána, þótt slíkt komist eðlilega ekki inn í kaupsamninga, sem Fcisteigna- mat ríkisins hefur unnið framan- greindar upplýsingar úr. - HEI RAUTT LJOS RAUTT UÓS! Skipting söluverðs í fjölbýli ( Reykjavík ( % af heildarverði ) 4. '89 1. '90 2 '90 a '90 4. '90 1. '91 2 '91 3. '9) 4. '91 f. '92 2 '92 3. '92 4. '92 jgsa Yfirtekin lán |m Frumbréf SSSS Handhafabréf [TD Húsbréf Y//\ útborgun í peningum Norfivestur Sufiaustur FokheR hús eóa lengra komið (eftir samkomulagi) við Miðholt I HafnarfirðL Stærð 242 m2 m/bílskúr, auk þess 120 m2 óuppfyllt rými. Húsið er á tveimur hæðum og möguleiki á tveimur til þremur ibúðum. 6 millj. húsbréfalán og 2 millj. bankalán getur fylgt. Verð 10.2 millj. fokhelt. Ýmis skipti koma til greina, td. leiga á veiðiá, jarðarpartur, litil fasteign, bill o.fl. Frábær staðsetning og mjög gott útsýni. Upplýsingar f síma 91-641771 og 985- 37007. Ert þú að tapa réttindum? Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 1992: Lífeyrissjóður Austurlands Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Lífeyrissjóður framreiðslumanna Lífeyrissjóður Hlífar og Framtíðarinnar Lífeyrissjóðurinn Sameining Lífeyrissjóður Sóknar Lífeyrissjóður Suðurnesja Lífeyrissj. verkafólks í Grindavík Lsj. verkamanna á Hvammstanga Lífeyrissjóður verkstjóra Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga Sameinaði lífeyrissjóðurinn Lífeyrissjóðurinn Björg Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar Lífeyrissjóðurinn Hlíf Lífeyrissjóður matreiðslumanna Lífeyrissjóður sjómanna Lífeyrissj. starfsfólks í veitingahúsum Lífeyrissjóður trésmiða á Akureyri Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lífeyrissjóður verksmiðjufólks Lífeyrissjóður Vestfirðinga Lífeyrissjóður Vesturlands HAFIR ÞU EKKIFENGIÐ YFIRLIT, en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóð- um, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við við- kornandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. maí n.k. Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna: ELLILÍFEYRI MAKALÍFEYRI BARNALÍFEYRI ÖRORKULÍFEYRI Gættu réttar þíns í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjald launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi líf- eyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til af- rit launaseðla fyrir það tímabil, sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega, er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.