Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 8. apríl 1993
Tíminn 21
AÐ VERNDA
OG ÞJÓNA
JÓLAVIKAN bregður sérstökum blæ á 57. stræti í Man-
hattan, sem er eitt af frægustu búða- og listahverfum
New York-borgar. Allt er uppljómað af kerta- og jóla-
Ijósum, mikill fjöldi fólks safnast saman og menn eru léttir í
lundu, snortnir af helgiblæ fæðingarhátíðarinnar.
Þannig var það hjá Keith Levine og tveimur vina hans,
laugardaginn 28. desember 1991, er þeir keyrðu að gatna-
mótum 57. strætis og 8. breiðgötu. Þeir ræddu framtíð sína,
léttir í lundu, bjartsýnir á komandi tíma.
Teikníng af glæpamanninum Michael Alston.
Keith Levine hafði fulla ástæðu til að
vera bjartsýnn á framtíð sína. Þrátt
íyrir ungan aldur, hann var aðeins 27
ára gamall, hafði hann starfað 7 ár í
lögreglu borgarinnar og hann hafði
nýlega fengið stöðuhækkun vegna
samviskusemi sinnar og greindar.
Hann hafði byrjað feril sinn á götum
borgarinnar, unnið sig hægt en ör-
ugglega upp á við, og nú var búið að
skipa hann yfirmann almannatengsla
lögreglunnar. Hann var ókvæntur, en
hélt miklu sambandi við foreldra sína
og ættingja. Hann hafði frá öndverðu
barist fyrir hlut þeirra er minna mega
sín og kjörorð lögreglunnar í Banda-
ríkjunum, „að vernda og þjóna“, lýsti
skapgerð hans betur en mörg orð. Það
skipti hann ekki máli hvort hann var á
vakt eður ei, réttlætiskennd hans
hiaut alltaf að bjóða honum að gera
það sem honum fannst skylda sín. Það
sannaðist áþreifaniega þennan laugar-
dagsmorgun og mun hróður hans lifa
um ókomna tíð.
Yfirstandandi
bankarán
Keith, sem sat í aftursætinu, benti
vini sínum, sem keyrði, skyndilega á
að nema staðar. Hann fyrirskipaði vin-
um sínum að halda kyrru fyrir í bfln-
um af öryggisástæðum og vék sér síð-
an varlega út úr bflnum. Félagamir
höfðu ekki tekið eftir neinu og þótti
framferði Keiths hið undarlegasta, en
það var fátt sem fór fram hjá árvökul-
um augum hans.
Hann tók á rás í átt að Hanover TVust
bankanum og dró skammbyssu sína
úr slíðri á hlaupunum. Hann kynnti
sig sem lögreglumann fyrir hópi fólks,
sem hafði safnast saman fyrir utan
bankann, og fyrirskipaði fólkinu að
halda kyrru fyrir. Það sem Keith hafði
komið auga á, var yfirstandandi
bankarán.
Stúlkan tekin sem gísl
Um leið og hann kom inn í bankann
gerðu ræningjamir, kona og karl, sér
ljóst að áætlun þeirra hafði farið úr-
skeiðis og lögðu á flótta. Konan hljóp
niður breiðgötuna, en hinn aðilinn,
þeldökkur karlmaður, hljóp niður 9.
götu og hafði á hlaupunum úr bank-
anum hrifsað 3ja ára stúlku úr örm-
um móður sinnar, sem stóð utan við
bankann, og tók hana með sér sem
gísl. Keith hefði getað beitt skotvopni
sínu, en ákvað að leggja ekki líf stúlk-
unnar í hættu og elti manninn án þess
að hleypa af og fyrirskipaði honum að
nema staðar. Hann elti ræningjann
fyrir næsta götuhom, en þá kváðu við
tveir skothvellir og Keith hné niður á
gangstéttina með blóðugt brjóstið,
hæfður tveimur haglaskotum af
stuttu færi. Hins vegar var stúlku-
bamið heilt á húfi og flýttu þeir sér,
sem fyrstir komu á vettvang, að kalla
lögregluna til. Móðir stúlkunnar kom
grátandi og fögnuður hennar var ólýs-
anlegur þegar hún sá að dóttir hennar
var heil á húfi. Keith, hetja dagsins, lá
hins vegar meðvitundarlaus, helsærð-
ur eftir árás bankaræningjans.
Hetjuleg framganga
Andrúmsloftið breyttist skyndilega
úr hátíðleika og glaðværð yfir í vett-
vang hins skelfilega, þar sem æpandi
sírenur og blikkljós neyðarbfla lög-
reglunnar töluðu sínu máli. Vinir
Keiths voru mættir á vettvang og
fylgdust skelfdir með því þegar með-
vitund lögreglumannsins virtist fjara
út. Enginn vissi með vissu hvað hafði
gerst eftir að Keith elti ræningjann
fyrir götuhomið, en talið var að átök
hefðu átt sér stað á milli þeirra, og
sennilega hefði lögreglumaðurinn
bjargað lífi stúlkunnar litlu með
hetjulegri framgöngu sinni.
Allt var gert til að bjarga lífi lögreglu-
mannsins, en það dugði þó ekki. Fjór-
um klukkustundum síðar, eftir að
starfsfólk Bellevue-spítalans hafði gert
það sem í þeirra valdi stóð til að bjarga
lífi hans, lést Keith Levine af völdum
sára sinna.
Það kom í hlut Davids Dinkins borg-
arstjóra að tilkynna foreldmm hans
andlátið og sagði hann m.a.:
„Öll New York-borg stendur með ykk-
ur í sorg ykkar og við getum ekkert
annað en þakkað honum og ykkur fyr-
ir frábæra frammistöðu hans, sem
sennilega hefur bjargað lífi starfsfólks
bankans og viðskiptavina hans, auk
stúlkunnar litlu sem óumdeilanlega
lenti í mikilli lífshættu. Alit kapp
verður lagt á að finna morðingjann,
sem nú hefur valdið dauða eins
fremsta lögreglumanns borgarinnar."
Það er vitaskuld alltof algengt að lög-
reglumenn í Bandaríkjunum séu
myrtir við skyldustörf. Hitt er sérstakt
að þeir leggi líf sitt í hættu þegar þeir
eiga frídaga, en
Keith Levine lifði fyrir réttlætið og
ekkert gat haggað því. Framganga
hans vakti mikla athygli og fjöldi
borgarbúa sameinaðist um að reyna
að finna þann sem framið hafði
óhæfuverkið.
Öryggiskerfi bankans
í molum
Vitni voru yfirheyrð, sem talið var að
gætu gefið einhverjar gagnlegar upp-
lýsingar. Gömul kona sagðist hafa
heyrt 3 eða 4 skothvelli og því var tal-
ið mögulegt að árásarmaðurinn hefði
sjálfur særst. Glæpamennimir tveir
voru sagðir vera blökkumenn, maður
og kona, Karlmaðurinn um þrítugt,
180 cm á hæð, en konan eitthvað
yngri og smávaxin.
I kjölfar rnorðsins var auglýst um
verðlaun úr sérstökum sjóði lögreglu-
manna borgarinnar og 10.000 dölum
heitið fyrir upplýsingar sem myndu
leiða til handtöku glæpamannanna. í
stað þess að jólalögin glymdu í hátöl-
urum verslana og útvarpstækja borg-
arbúa, heyrðust nú lýsingar á afbrota-
mönnunum og hvatningarorð til allra
að reyna að varpa ljósi á glæpinn. Sér-
staklega var lýst eftir vitnum í bank-
anum sjálfum og bráðlega gaf fólk sig
fram. Eftir Iýsingu vitnanna var teikn-
uð andlitsmynd af karlmanninum, og
var hún birt í sjónvarpi auk þess sem
öll dagblöð birtu hana.
Eitt var það í öryggiskerfi bankans
sem olli miklum vonbrigðum. Eins og
lög gera ráð fyrir eru sjónvarpsmynda-
vélar í öllum helstu banka- og pen-
ingastofnunum, en einhverra hluta
vegna hafði bilun leitt til þess að eng-
in upptaka hafði farið fram á meðan á
ráninu stóð. Voru yfirmenn bankans
harðlega gagnrýndir fyrir þetta og því
urðu menn að láta sér nægja teiknaða
mynd, sem mjög misjafnt er hversu
nálægt raunveruleikanum eru. En
þetta var ekki allt Að auki hafði sjálf-
virkur neyðarbúnaður staðið á sér, en
að öllu eðlilegu hefði vopnað lið lög-
reglumanna átt að vera komið á stað-
inn innan örfárra mínútna. Þá hafði
öryggisvörðurinn verið gamall og
hrumur og ekki þess líklegur að geta
veitt nokkra mótstöðu. „Ef öryggis-
málum bankans hefði verið sinnt sem
skyldi, væri Keith Levine sennilega á
lífi í dag,“ sagði fréttastofa í New York,
sem var með ítarlega umfjöllun um
öryggismál í bankastofnunum.
Grunaöur blökkumað•
ur handtekinn
Um kl. 9.30 morguninn eftir barst
vísbending um útigangsmann, sem
hafði heyrst segja að hann hefði orðið
vitni að morðinu. Lögreglan fór til
fundar við hann og hafði fljótlega upp
á honum. Hann reyndi að flýja, er
hann varð þeirra var, en þeim tókst
fljótt að stöðva hann.
Til þess var tekið að athæfi hans
reyndist grunsamlegt, er hann reyndi
að hlaupa undan lögreglunni og þar
sem hann líktist nokkuð þeirri mynd,
sem dregin hafði verið upp af morð-
ingjanum sjálfum, var honum stillt
upp í röð annarra manna og vitni voru
leidd fram til sakbendingar. Allmargir
bentu á hann sem morðingjann.
Hetjan unga, Keith Levine.
Sakaskrá hans var löng. Hann hafði
35 sinnum verið ákærður fýrir ýmiss
konar glæpi og 26 sinnum verið sak-
felldur. Hins vegar var yfirleitt um
minni háttar afbrot að ræða, sem
tengdust eiturlyfjasölu og öðru slíku.
Yfirvöld fyrirskipuðu að leit yrði
haldið áfram og gefin var út sú til-
kynning til fjölmiðla að maðurinn,
sem hefði verið handtekinn, gæti átt
eftir að reynast „mikilvægt vitni" síðar
meir og því yrði hann undir „vemd“
lögreglunnar næstu sólarhringana.
Á meðal þess, sem lögreglan velti
vöngum yfir, var hvað hefði orðið um
morðvopnið, ef sá handtekni væri
hinn seki. Búið var að fi'nkemba svæð-
ið í grennd við staðinn þar sem hann
dvaldist, en engin byssa hafði fundist.
Þá var ekkert vitað um ferðir konunn-
ar, sem einnig hafði tekið þátt í rán-
inu. Það kom í ljós að átök höfðu átt
sér stað á milli Keiths og morðingjans
áður en sá síðamefndi féll íyrir kúlum
morðingjans. Tvö vitni staðfestu það,
en Keith hafði að þeirra sögn ekki
sjálfur beitt skotvopni sínu.
Rannsóknin stíflast
Mánudagurinn 30. desember var
sorgardagur hjá Iögreglunni í New
York. 5.000 lögreglumenn í fullum
einkennisbúningi stóðu heiðursvörð
er Keith Levine var borinn til grafar.
Margir fluttu honum sína hinstu
kveðju og voru menn á sama máli um
að hetjudauði hans hefði verið í sam-
ræmi við fullkomið lífshlaup hans.
Mánuðir liðu og hægjast tók í kring-
um rannsóknina. Hvorki gekk né rak
hvað varðaði vissu Iögreglumannanna
um að hinn handtekni blökkumaður
væri í raun morðinginn. Búið var að
leggja nótt við dag í ieit að morðvopn-
inu, en ekkert kom út úr þeirri leit.
Þrátt fyrir ýmis atriði, svo sem þá
staðreynd að hinn handtekni hafði
sannarlega verið á morðstaðnum og
hafði hegðað sér undarlega þegar lög-
reglan hugðist yfirheyra hann, var
ennþá ekkert sem sannaði sekt hans.
Allmargir þóttust þekkja hann sem
morðingjann, en þó voru þeir fleiri
sem voru ekki vissir. Þá varð ekki sýnt
fram á að hann væri líklegur til að
vera í slagtogi við konu er hann
ástundaði glæpi sína; þvert á móti
báru þeir fáu kunningjar sem hinn
grunaði átti, að það væri vonlaust að
hann skipulegði glæpi án þess að vera
þá einsamall. Því virtist sem stífla væri
komin í rannsóknina.
Ný sönnunargögn
Meira en fjórir mánuðir liðu og þá
komst loksins skriður á málið. Og
þegar hlutirnir Ioks gerðust, þá gerð-
ust þeir hratt. Það var miðvikudaginn
6. maí í fyrra, sem saksóknari gaf út
tilskipun þess efnis að blökkumannin-
um, sem haldið hafði verið í fangelsi í
4 mánuði, yrði sleppt vegna nýrra
sönnunargagna, sem bentu til þess að
rangur maður hefði verið ákærður.
Fallið var frá öllum ákærum á hendur
honum og varð hann að vonum frels-
inu feginn. Hann var beðinn að bera
vitni í málinu, sem hann síðar gerði.
Eftir ítarlega leit rannsóknarlög-
reglumanna höfðu böndin borist að
pari í borginni: Michael Alston, 35 ára
gömlum misindismanni, og kærustu
hans, Michelle Daniels, 25 ára.
Talsmaður saksóknara sagði að sífellt
meiri efi hefði læðst að lögreglunni
um það að sá, sem fyrst hafði verið
handtekinn, væri sá seki. Vopnað rán
og morð í kjölfarið væri ekki verk
annarra en stórglæpamanna. í ljósi
þess hefðu þeir haft samband við út-
sendara sína víðs vegar um bæinn,
menn sem eiga lögreglunni skuld að
gjalda og hægt og rólega fór grunur
að berast að „M-unum tveimur", eins
og þau voru kölluð. Þau voru búin að
vera alræmdir glæpamenn um átta
ára skeið, en mjög erfiðlega hafði
gengið að sanna sekt þeirra fyrir dóm-
stólum.
Eftir að hafa fengið húsleitarheimild
lét lögreglan til skarar skríða og réðst
til inngöngu á heimili þeirra. Húsið
var mannlaust. Hins vegar fannst af-
söguð haglabyssa í fataskáp, nákvæm-
lega eins og sú sem talið var að hefði
orðið Keith Levine að bana. Lögreglan
vaktaði húsið og veitti glæpahjúunum
fyrirsát, er þau komu heim úr bíóferð,
og handtók þau.
Játning konunnar
Skömmu eftir handtökuna og yfir-
heyrslur brotnaði Michelle Daniels
niður og viðurkenndi að vera meðsek í
hinu óhugnanlega ráni, sem leiddi til
morðs á lögregiumanninum. Hún
lagði ríka áherslu á að sjálfri hefði sér
ekki komið til hugar að mannslífum
yrði stefnt í hættu, þegar kærastinn
hennar stakk upp á því að þau rændu
banka. „Þetta átti allt að vera svo ein-
falt,“ snökti hún. „Svo eftir að skaðinn
var skeður, þá vildi ég gefa mig fram,
en Michael hótaði mér þá lífláti og því
þorði ég ekki að gefa mig fram.“
10. desember 1992 var málinu end-
anlega lokið af hálfu rannsóknaraðila
og það tekið fyrir í dómsal.
Michael Alston þrætir enn fyrir að
hafa myrt lögreglumanninn unga,
sem svo hetjulega fómaði sér í þágu
réttvísinnar. Hins vegar eru litlar lík-
ur á að hann sleppi með vægari dóm
en lífstíðarfangelsi. Kærasta hans er
ákærð fyrir tilraun til vopnaðs ráns og
óbeina aðild að morðinu sjálfu, auk
þess sem það verður ekki talið henni
til tekna að það var ekki fyrr en eftir að
hún var handtekin sem hún leysti frá
skjóðunni.
Tuttugu dögum eftir fyrsta dag rétt-
arhaldanna gekk lífið sinn vanagang á
57. stræti í Manhattan. Borgin er ein-
um vemdara sínum færri, en hann
lifði og dó fyrir kjörorð sín: að vemda
og þjóna.
Um leið og hann kom inn í bankann gerðu ræn-
ingjarnir, kona og karl, sér Ijóst að áætlun þeirra
hafði farið úrskeiðis og lögðu á flótta. Konan
hljóp niður breiðgötuna, en hinn aðilinn, þeldökk-
ur karlmaður, hljóp niður 9. götu og hafði á
hlaupunum úr bankanum hrifsað 3ja ára stúlku úr
örmum móður sinnar, sem stóð utan við bank-
ann, og tók hana með sér sem gísl. Keith hefði
getað beitt skotvopni sínu, en ákvað að leggja
ekki líf stúlkunnar í hættu.