Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 14
14Tíminn
Fimmtudagur 8. apríl 1993
Halldór Blöndal landbúnaðarráöherra veitti þeim Þórði Erni Amarsyni, Áma Guðbjörnssyni og Áma
Kristinssyni sérstök verðlaun fyrír skil á örmerkjum úr veiddum löxum á fundi Veiðimálastofnunar i
gær.
1.500 kr. A MANUÐI OG ÞIÐ FAIÐ
Já, það er ódýrara en margir halda að teppaleggja stigana.
Hér eru dæmi um verð á viðurkenndum teppum sem þola mikið álag.
Dxmi 1:6 íbúða stigahus i Flúðaseli. Dæmi 1:8 ibúða stigahús i Stóragerði.
Staógreiðsluv. Ur. 26.147,- pr. íbúó. M/afborgunum. kr. 27.200,- pr. íbúó. 8 mánaóargr. kr. 3.400,- pr. íbúð. 12 mánaðargr. kr. 2.300,- pr. íbúð. 18 mánaðargr. kr. 1.500,- pr. íbúð. Staðgreiðsluv. |<r. 22.000,- pr. íbúð. M/afborgunum. kr. 23.200,- pr. íbúð. 8 mánaðargr. |<r. 2.900,- pr. íbúð. 12 mánaðargr. |<r. 1.900,- pr. íbúð. 18 mánaðargr. |<r. 1.300,- pr. íbúð.
* Algengt er að útborgun nemi 1/3 af kaupverði og eftirstöðvar greiðist á 6 mánuðum. Sumir
kjósa að greiða með greiðslukorti og dreifa afborgunum á allt að 11 til 18 mánaða greiðslutímabil.
Með þeim hætti getur mánaðargreiðsla á hverja íbúð farið niður í kr. 1.500,- pr. íbúð
Gerum góð staðgreiðslutilboð.
VORTILBOÐTIL I.JÚNÍ
Á vormánuðum bjóðum við sérstakt tilboðsverð á teppum fyrir stigahús.
Við fjarlægjum gömul teppi, mælum upp, sníðum og leggjum ný teppi fljótt og vel.
Við lánum stórar teppaprufur og sendum ráðgjafa á húsfund ef óskað er.
^MR GEro.R Í tugum L(Ta,
TEPPABUÐIN.
TEPPI»FLÍSAR • PARKET • DÚKAR • MOTTUR • GRASTEPPI • VEGGDÚKAR • TEPPAFLÍSAR • GÚMMÍMOTTUR • ÖLL HJÁLPAREFNI
GOLFEFNAMARKAÐUR • SUÐURLANDSBRAUT 26 • SIMI 9 I -68 I 950
Allt að 400
þús. göngu-
seiði merkt
Á hverju ári eru merkt allt að 400
þúsund gönguseiði með örmerkj-
um á vegum Veiðimálastofnunar.
Stofnunin veitir vegleg verðlaun
fyrír innsend merki, þar sem þau
eru mjög nauðsynleg til að kanna
feril físksins. Sveiflur í iaxveiði eru
miklar, en á síðasta sumrí varð aft-
ur aukning í laxveiði.
Þetta kemur m.a. fram í fyrsta
fréttabréfi Veiðimálastofnunar, sem
lá frammi við verkefnakynningu
stofnunarinnar í gær. Þar segir að
eftir lægð í veiði þrjú ár á undan ár-
inu 1992 hafi aftur orðið aukning á
laxveiði. Til marks um það veiddust
41.700 laxar á stöng eða um 10.000
löxum meira en árið áður. Netaveiði
var hins vegar minni, aðallega vegna
þess að ekki var stunduð netaveiði í
Hvítá í Borgarfírði annað árið í röð.
Fram kemur að sveiflur í laxveiði
séu oft miklar á milli ára, einkum
norðanlands, og er það talið stafa af
minni laxgengd í ám. Þá segir að fyr-
ir nokkrum árum hafi byrjað lang-
tíma rannsóknarverkefni til að Ieita
orsaka fyrir þessu. Sagt er að þunga-
miðja þeirra séu rannsóknir í Elliða-
ánum og í Vesturdalsá í Vopnafirði.
Rannsóknin fer þannig fram að
fylgst er árlega með seiðabúskap
ánna og gönguseiðafjöldi á hverju
vori er metinn.
í gær veitti stofnunin í fyrsta skipti
verðlaun fyrir innsend örmerki.
Dregin voru nöfn tíu veiðimanna úr
fjölmennum hópi veiðimanna og
fengu þrír þeirra veiðidaga í góðum
laxveiðiám í verðlaun.
Yfir 10.000
manns notið
meðferðar 3ja
kírópraktora
Kírópraktorar segjast eina sjúk-
dómsgreinandi heilbrígðisstéttin á
íslandi, sem veiti viðurkennda heil-
brigðisþjónustu sem ekki er niður-
greidd af ríkinu.
Sjúkrasjóðir verkalýðsfélaga hafa
hins vegar greitt fyrir meðferð fé-
lagsmanna sinna að hluta eða að
fullu; einnig er nokkuð um að
vinnuveitendur greiði fyrir meðferð
starfsmanna sinna, og tryggingafé-
lög greiða fyrir meðferð í vissum til-
fellum. Þrír kírópraktorar starfa nú
á íslandi. Sá fyrsti hóf störf 1978, en
hinir tveir komu til starfa 1989. Yfír
10.000 íslendingar hafa þegar notið
meðferðar þeirra, flestir af Reykja-
víkursvæðinu. Tilvísunum frá lækn-
um hefúr fjölgað nokkuð á síðustu
árum.
Kírópraktorar á Norðurlöndum
hafa nýlega staðfest formlegt sam-
band sín á milli með stofnun Sam-
bands kírópraktorafélaga á Norður-
löndum. Mun sambandið m.a. vinna
að lagalegri samræmingu varðandi
störf kírópraktora á öllum Norður-
löndunum. í Noregi, Svíþjóð og
Danmörku hafa nýlega verið lögfest
réttindi kírópraktora til þess að
starfa sem sjálfstæð heilbrigðisstétt,
þ.e. án samráðs við lækni. Samband-
ið mun einnig vinna að samræmdri
menntun kírópraktora á háskóla-
stigi, og hafa þeir notið stuðning
Norðurlandaráðs til þess.
í frétt frá Kírópraktorafélagi ís-
lands segir m.a. að fjórar milljónir
Norðurlandabúa hafi notið þjónustu
kírópraktora á síðustu árum. Þar
sem Norðurlandabúar eru alls um
23 milljónir, svarar þetta til þess að
meira en sjötti hver hafi farið til kír-
ópraktors á skömmum tíma. Sam-
svarandi hlutfall fyrir ísland þýddi
að um 45.000 manns færu til kíróp-
raktors á nokkurra ára tímabili.
- HEI
REYKVIKINGAR!
NÚ ER KOMINN TÍMI
NAGLADEKKIN AF
FYRIR SUMARDEKKIN
SUMARDEKKIN Á
GATNAMÁLASTJÓRI