Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 8. apríl 1993
Tíminn 19
F erðin til
Las Vegas
Honeymoon in Vegas ★★★
Framleiðandi: Mike Lobeli.
Handrít og leikstjóm: Andrew Bergman.
Aöalhlutverk: Nicholas Cage, Sarah
Jessica Parker, James Caan, Pat Morfta,
John Capodice og Burton Gilliam.
Regnboginn.
Öilum leyfö.
Það væri sjálfsagt sanngjarnt að
hafa Konunginn sjálfan, Elvis Presl-
ey, með þegar aðalleikaramir í Ferð-
inni til Las Vegas eru taldir upp.
Lögin, sem hann gerði fræg á árum
áður, eru fyrirferðarmikil í mynd-
inni í flutningi frægra tónlistar-
manna og jafnframt koma fram í
myndinni ótal Elvis-eftirhermur,
sem eru mjög skondnar. Þetta er
þriðja myndin sem Andrew Berg-
man leikstýrir, en sfðasta myndin
sem hann gerði var The Freshman,
afar vel lukkuð mynd með Matthew
Broderick og Marlon Brando í aðal-
hlutverkum. Hann hefur einnig
skrifað handrit að nokkrum þekkt-
um myndum, eins og Fletch og
Blazing Saddles (með Mel Brooks og
Richard Pryor).
Myndin segir af ævintýrum hins
seinheppna Jack Singer (Cage), sem
ákveður að giftast Betsy (Parker) eft-
ir að hafa látið hana bíða eftir sér í
nokkur ár. Hann er skfthræddur við
hjónabandið, aðallega vegna þess að
móðir hans heitin var ekki mjög
hlynnt þeim. Þau ákveða að gifta sig
í Las Vegas og eyða saman nokkrum
dögum þar í borg. Jack er dálítið fyr-
ir fjárhættuspil og tapar miklum
fjárhæðum í pókerspili við atvinnu-
spilarann Tommy Korman (Caan),
sem heimtar að eiga helgi með Betsy
vegna þess að Jack getur ekki borgað
honum. Betsy er að sjálfsögðu ekki
mjög hrifin, en ákveður þó að bjarga
sínum heittelskaða. Tommy nær
fljótlega að sjarmera Betsy upp úr
skónum og býður henni til Hawaii,
en þá er Jack nóg boðið og hann
ákveður að elta þau og endurheimta
kærustuna. Það er hægara sagt en
gert, því Tommy á vini í öllum flug-
stöðvum sem eru tilbúnir að afvega-
leiða Jack, og til að flækja málin er
Las Vegas á öðrum endanum vegna
heimsmóts Elvis-eftirherma.
Það eru margir góðir brandarar hér
og Bergman hefur hnoðað saman
skemmtilegum farsa. Persónumar
eru mjög skemmtilegar og eftir-
hermumar em frábær hugmynd,
sem unnið er mjög vel úr. Það er
e.t.v. farið heldur hægt yfir sögu í
byrjun, en í seinni hlutanum er
ávallt mikill hraði, sem hæfir efnis-
tökunum mjög vel. Bergman getur
ekki stillt sig um að skjóta nokkrum
hæðnislegum bröndumm að við og
við, eins og þegar Pat Morita (The
Karate Kid) segir einhverja mjög
spekingslega setningu í ætt við þær
sem japanskt fólk er stundum látið
segja í kvikmyndum, en eini gallinn
er bara að spekin mikla kom málun-
um ekki við á nokkum hátt og var
algerlega út í bláinn.
Aðalleikaramir em allir á betri
buxunum og þá sérstaklega Nichol-
as Cage, sem leikur lúðann Jack með
miklum tilþrifum. Fyndnastur er þó
aukaleikarinn Burton Gilliam sem
leikur Roy Bacon, höfuðpaur hinna
hættulega ömurlegu Fljúgandi El-
visa, sem kasta sér í fallhlífum úr
flugvélum í minningu og til dýrðar
Konunginum.
Andrew Bergman er hér með gæða-
afþreyingu, sem ætti að kóma öllum
í gott skap. Ferðin til Las Vegas er
skemmtilegur farsi og enn ein
myndin sem hittir í mark frá Castle
Rock kvikmyndafyrirtækinu, sem er
eitt af þeim litlu í Hollywood, en
spjarar sig samt með miklum ágæt-
um.
Örn Markússon
Nýtt átrúnaðargoð
Hannesar Hólmsteins
Bent var á það nýlega hér í blaðinu
að Hannes Hólmsteinn Gissurarson
stæði einn uppi með frjálshyggjuna,
er félagar hans, Benjamín, Haralz og
Ólafur Bjömsson, væru sem næst
horfnir af leikvelli stjórnmálanna.
Síðan hefir það gerst að Haralz hefir
að því er virðist gengið yfir til
kommúnista á ný. Formaður Al-
þýðubandalagsins, Ólafur Ragnar
Grímsson, reis upp á Alþingi fyrir
nokkrum dögum og lagði til að Har-
alz yrði gerður að einráðum yfir-
manni Seðlabanka íslands, þótt
gamail sé.
Hannes Hólmsteinn leggur nú allt
sitt traust á stefnu Ronalds Reagans
— í sama mund og bandaríska þjóð-
in hefir nafnað þeirri stefnu með
kjöri Clintons í forsetastól. Er Hann-
es tekinn til við að skrifa langhund í
Morgunblaðið um Reagan, eins kon-
ar framhald bókarinnar um Jón Þor-
láksson.
Og margt er Iíkt með skyldum.
Brölt Jóns Þorlákssonar með gengi
íslensku krónunnar upp úr miðjum
3ja áratugnum olli hruni í sjávarút-
vegi á íslandi. Það gerði okkur hér
verr búna að mæta heimskreppunni
miklu, sem hófst með kauphallar-
hruninu í Wall Street 1929. Reagan-
stjórnin bar ábyrgð á svipuðu kaup-
hallarhruni í Wall Street 1987, sem
reyndar er ekki enn séð fyrir endann
á.
Svo segir John Kenneth Galbraith,
einn kunnasti hagfræðingur heims,
í Sunday Times 25/10 ‘87. Galbraith
telur mistök Reagan-stjórnarinnar
stafa af tveim ástæðum eða nýjung-
um aðallega. Hin fyrri var sú stór-
furðulega hugmynd að með mikilli
lækkun skatta mætti ná fram mikl-
um vexti tekna. Hún leiddi til ein-
dæma halla á ríkissjóði og færði
óhemju braskfé í hendur fólks, sem
fór með það á markaðinn. Hin
ástæðan var tilraun stjómarinnar
með mónetarisma Friedmans í byrj-
un 9. áratugarins. Hún olli mjög há-
um vöxtum, mjög háum dollar á
besenaur sicrita
gjaldeyrismörkuðum og niður-
greiddum innflutningi frá Japan,
Kóreu og öðrum löndum. Afleiðing-
in varð viðvarandi viðskiptahalli.
Hann skóp óvissu um markaðinn og
óvissu um dollarann með fyrmefnd-
um afleiðingum.
Ekki fer vel á því að maður, sem
velst til kennslustarfa, reki einhliða
áróður í fjölmiðlum. Fer senn að
skiljast hvers vegna prófessorar við
Háskóla íslands að rektor meðtöld-
um vildu ekki taka við Hannesi
Hólmsteini. Það er ekki einasta að
hann sé utangátta í heimi stjóm-
málanna, heldur líka öfgafullur í af-
stöðu. Hann virðist haldinn þeirri
náttúru — eða ónáttúru — að þurfa
að lofsyngja suma úr hófi fram, en
lasta aðra að sama skapi.
Ríkisstarfsmaður
Innilegar þakkir til allra sem
glöddu mig með heimsóknum,
gjöfum og heillaskeytum og sýndu
mér hlýju og vinarhug í tilefni 90
ára afmœlis míns 2. apríl s. l.
Eymundur Sveinsson
Kirkjuhvoli
Innkaupastofnun Reýkjavlkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverk-
fræöings, óskar eftir tilboöum I viögeröir og viöhald á stelnsteypu, ásamt
endursteiningu og viögeröum á gluggum Melaskóla.
Heistu magntölur eru:
Sprunguviögeröir 250 m
Endursteining 640 m!
Fúaviögeröir karma og pósta 45 m
Endurmálun glugga 1.300 m
Verktíml: 25. maí-25. ágúst 1993.
Útboösgögn verða afhent á skrífstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavlk,
gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tilboöin veröa opnuö á sama stað miövikudaginn 21. aprll 1993 kl.
11,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Framsóknarfélögin í Hafnarfirði
Opiö hús að Hverfisgötu 25 alla þriöjudaga kl. 20.30.
Komiö og fáiö ykkur kaffisopa og spjalliö.
Framsóknarfétögin
Sumarfagnaður
Sumarfagnaöur Framsóknarfélaganna í Reykjavík veröur
haldinn á Hótel Borg miövikudaginn 21. apríl (slðasta vetr-
ardag) og hefst kl. 19.30.
Heiðursgestur: Steingrlmur Hermannsson.
Steingrímur
Kópavogur— Framsóknarvist
Spilum að Digranesvegi 12 fimmtudaginn 8. april kl. 15.00. Góö verölaun og kaffi-
veitingar.
Stjóm Freyju.
Skaftfellingar
Alþingismennimir Jón Helgason og
Guöni Ágústsson veröa til viötals og
ræöa þjóömálin I Kirkjuhvoli, Kirkju-
bæjarklaustri, þriöjudaginn 13. aprll
kl. 21.00.
Guöni
DRATTARVELAR
MAXXUM vélamar þekkja
bændur vel um allt land. Þær gefa
nýja viömiöun I tæknilegum fram-
förum.
Nú koma svo fyrstu MAGNUM vélamar
frá Bandarfkjunum, stórar dráttarvélar I
ræktun og þungatök.
Einnig kynnum viö núna CASE IH 845
XL dráttarvélar. Nýja lipra vinnuhesta, meö
samhæföri hægrihandarskipt-
ingu.
Einnig eigum viö fyririiggjandi
hinarvinsælu CASE IH 395-995 meö XL
eöa L húsi og vendi- eöa mllllglr.
Með þessu úrvall er stuölaö aö hag-
kvæmni I búrekstrinum og óskir bænda
uppfylltar meö dráttarvélum I stærö-
um 47 til 247 hestafla.
Powershuttle
Powarshlft
imm
l ;rUi,tSt" VÉLAR&
hjjtbfr/ ÞJONUSTA HF
r Sími 91 - 68 32 66
ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavikurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverk-
fræðings, óskar eftir tilboöum I smlöi 8 færanlegra kennslustofa ásamt
tengigöngum.
Helstu magntölureru:
Heildarflatarmál kennslustofa 480 m2
Heildarflatarmál tengiganga 80 mz
Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavik,
frá og með fimmtudeginum 15. aprfl, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tilboöin veröa opnuö á sama stað þriöjudaginn 4. mai 1993, kl. 14,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800