Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 8. apríl 1993
Tíminn 25
Þorsteinn Einarsson.
sinnum breidd fánans að lengd, en
2 1/2 sinnum, ef hún er skáhallt út
frá húsvegg. Stöng, sem myndar
rétt horn við húsvegg, sé tvöföld
breiddin.
c. Á skipum skal stönginni kom-
ið fyrir í skut eða á ásenda aftur af
því siglutré, sem aftast er.
Ef um smáskip eða bát er að
ræða, má draga fánann að hún á
siglutré eða aftasta siglutré, ef
fleiri eru en eitt.
Heimild til að nota fánann
Öllum er heimilt að nota hinn al-
menna þjóðfána, enda sé farið að
lögum og reglum, sem um hann
gilda.
Æskilegt er að almenningur
dragi fána á stöng á fánadögum,
þá daga sem ríkisfáninn er hafður
uppi á opinberum byggingum.
Fánann má nota við öll hátíðleg
tækifæri, jafnt þau sem tengjast
einkalífi sem önnur eða á sorgar-
stundum, þá dreginn í hálfa stöng.
Fánadagar
Æskilegt er að almenningur
dragi fána á stöng eftirtalda daga,
en samkvæmt forsetaúrskurði frá
23. janúar 1991 skal draga fána á
stöng við opinberar stofnanir
þessa daga:
1. Fæðingardag forseta íslands.
2. Nýársdag.
3. Föstudaginn langa.
4. Páskadag.
5. Sumardaginn fyrsta.
6. 1. maí.
7. Hvítasunnudag.
8. Sjómannadaginn.
9. 17. júní.
10. 1. desember.
11. Jóladag.
Alla fyrrgreinda daga skal draga
fána að hún, nema föstudaginn
langa, þá í háífa stöng.
Fánatími
Fána skal eigi draga á stöng fyrr
en klukkan sjö að morgni og skal
hann að jafnaði eigi vera lengur
uppi en til sólarlags og aldrei
lengur en til miðnættis.
Ef flaggað er við útisamkomu,
opinbera athöfn, jarðarför eða
minningarathöfn, má fáni vera
uppi lengur en til sólarlags eða
svo Iengi sem athöfn varir, en þó
aldrei lengur en til miðnættis.
Að því er varðar fána á bátum og
skipum, skal leita leiðbeiningar
hjá Landhelgisgæslu fslands og
Siglingamálastofnun ríkisins.
Fáni dreginn að hún
Þegar draga á fána að hún, er rétt
að halda honum samanbrotnum
undir holhendi. Festingar viti
fram. Venjulega sigurnagli eða
þverspýta að ofan, en lykkja að
neðan. í stað þverspýtu, sigur-
nagla og lykkju er farið að nota
krækjur úr plasti eða málmi. í
stangarhorn fána eru þær festar
og í báða enda fánalínu. Krækjast
þær örugglega og afkrækjast um
sérhannað far á hverri.
Þegar fánalínan hefur verið leyst,
er sá endi hennar, sem vindur ber
lengra frá stönginni, hnýttur með
fánahnút eða kræktur við efri fest-
ingu fánans, en hinn endinn við
lykkjuna að neðan, einnig með
fánahnút eða í stað hnýtingar
kemur kræking. Fáninn er dreg-
inn með jöfnum hraða að hún og
skal efri festing hans falla að hún-
inum. Fánalínan skal vera
strengd.
Fáni dreginn niður
Þegar fáni er dreginn niður, er
það gert með jöfnum, hægum
hraða. Fáninn er leystur af neðri
festingu, tekinn saman undir hol-
hendi og síðan leystur frá efri fest-
ingu. Fánasnúran er jöfnuð,
snúruendar lagðir saman og
hnýttur á þá lykkjuhnútur og
snúran síðan vafin um snerilinn
og fest traustlega.
Fáni dreginn í hálfa stöng
Ef draga á fána í hálfa stöng, er
það gert með þeim hætti, að fán-
inn er fyrst dreginn að hún og síð-
an felldur, svo að 1/3 stangarinnar
sé fyrir ofan efri jaðar fánans.
Við jarðarför eða aðra sorgarat-
höfn skal fáninn dreginn að hún,
þegar henni er lokið, og skal hann
blakta þar uns fánatíma lýkur.
Fáni á líkkistu
Sé líkkista sveipuð þjóðfánanum,
skal krossmarkið vera við höfðalag
og eigi skal Ieggja neitt ofan á fán-
ann. Hvorki má kasta rekum á fán-
ann né láta hann síga niður í gröf.
Fánahylling
Þegar hylla á fána, er hann bor-
inn á hyllingarstað samanbrotinn
og liggjandi á öxl eða handlegg
þess, sem kemur með hann, eða
þaninn milli handgripa fjögurra
til átta manna. Gæta skal þess að
fáninn verði ekki fyrir hnjaski.
Fari fánahylling fram undir ber-
um himni, er fáninn dreginn að
hún. Fari hyllingin fram innan
húss, er æskilegt að fáninn sé bor-
VETTVAN GUR
V-_______________________
inn inn á stöng, sem komið verði
fyrir á hyllingarstað.
Frágangur fána eftir notkun
Þegar ganga skal frá fána eftir
notkun, er hann brotinn í fernt
eftir endilöngu og vafinn upp,
þannig að einungis blái Iiturinn
snúi út. Fáninn skal ávallt geymd-
ur á öruggum stað.
Fáni, sem hefur blotnað, skal eigi
brotinn saman til geymslu fyrr en
hann hefur þornað.
íslenski fáninn með öðrum
þjóðfánum
Að jafnaði eru erlendir þjóðfánar
einungis notaðir hér á landi af op-
inberum fulltrúum erlendra ríkja
eða milliríkjastofnunum. Á milli-
ríkjamótum eða öðrum fjölþjóð-
legum samkomum má hafa uppi
þjóðfána erlendra ríkja ásamt ís-
lenska fánanum.
í röð þjóðfána skal íslenski fán-
inn vera lengst til vinstri séð frá
áhorfanda (eða þegar komið er að
fánastað), en öðrum þjóðfánum
raðað til hægri frá honum í staf-
rófsröð íslenskra heita hlutaðeig-
andi ríkja.
Sé þjóðfánum hvirfilraðað, má ís-
lenski fáninn vera í miðju milli
hinna fánanna.
Leitast skal við að hafa alla fán-
ana af sömu stærð og á jafnháum
stöngum. Ef fánarnir eru á stöng-
um og ekki unnt að draga þá alla
samtímis að hún eða niður, skal
íslenski fáninn dreginn fyrstur að
hún og síðastur niður.
Ekki skal raða merkjum eða fán-
um sveitarfélaga, félaga eða fyrir-
tækja inn á milli þjóðfána. Slíkir
fánar skulu hafðir í röðum eða
þyrpingum aðskildum frá þjóðfán-
um.
Heimilt er, ef heiðra skal við sér-
stakt tækifæri ákveðna erlenda
þjóð eða milliríkjastofnun, t.d.
Sameinuðu þjóðirnar eða Evrópu-
ráðið, að hafa fána slfks aðila milli
íslenska fánans og þess þjóðfána,
sem annars ætti að vera næstur
honum.
Aldrei skal hafa tvo eða fleiri
þjóðfána á sömu stöng. Sé íslenski
fáninn og erlendur þjóðfáni
hengdir á vegg á stöngum, sem
liggja í kross, skal íslenski fáninn
vera til vinstri séð frá áhorfanda
og stöng hans yfir stöng hins fán-
ans.
Ýmsar reglur um fánann
a. Þegar fáni er dreginn á stöng
eða dreginn niður, skal gæta þess
að hann snerti ekki jörð, vatnsyf-
irborð eða gólf.
b. Sé fáni á stöng við altari,
ræðustól eða ræðuborð, Ieiksvið
eða annan sambærilegan stað,
skal hann vera vinstra megin séð
frá áhorfanda. Séu fánarnir tveir,
skulu þeir vera sinn til hvorrar
handar.
Hvorki skal sveipa ræðustól þjóð-
fánanum né hafa hann framan á
ræðustól.
Eigi má nota þjóðfánann til að
sveipa með honum styttu eða ann-
an hlut, sem á að afhjúpa, og aldr-
ei skal nota hann sem borðdúk eða
gólfábreiðu.
Smáfánar
Um borðfána, bílfána og aðra
smáfána fer, að því er varðar liti og
stærðarhlutföll reita og krossa,
samkvæmt almennum reglum um
þjóðfánann, ákvæðum fánalaga og
auglýsingu um fánalit.
Eigi nota aðrir íslenska ríkisfán-
ann á bifreiðum hér á landi en for-
sætisráðherra, forseti sameinaðs
Alþingis og forseti Hæstaréttar,
sem geta notað hann, þegar þeir
ferðast í bifreið í embættiserind-
um.
Fánaveifur, fánaborðar o.fl.
Hinar almennu reglur um þjóð-
fánann gilda ekki um fánaveifur
og fánaborða að öðru leyti en því,
að ætíð skal nota rétta fánaliti.
Breidd hvítu randarinnar skal vera
helmingur af breidd hinnar rauðu.
Öllum er frjálst að nota fánaveif-
ur og fánaborða.
Rísi ágreiningur um gerð eða
notkun á fánaveifum, fánaborðum
eða öðrum fánamerkjum, skal
leita leiðbeininga forsætisráðu-
neytisins.
Vernd fána
f fánalögum segir að enginn
megi óvirða þjóðfánann, hvorki í
orði né verki, og að brot gegn
þessu ákvæði varði sektum, varð-
haldi eða fangelsi.
Hver sem opinberlega smánar er-
lenda þjóð eða erlent ríki, æðsta
ráðamann, þjóðhöfðingja þess,
fána þess eða annað viðurkennt
þjóðarmerki, fána Sameinuðu
þjóðanna eða fána Evrópuráðsins,
skal sæta sektum, varðhaldi eða
fangelsi allt að 6 árum ef miklar
sakir eru.
Um burðarfána
(venjur og reglur)
1. Með burðarfána er átt við þjóð-
fánann á burðarstöng.
í hópgöngum er stærð slíks fána
venjulega annaðhvort 150x208
sentimetrar eða 120x167 sm, en
lengd stangar þrisvar sinnum
breidd fánans. Heimilt er að festa
fánann á stöngina.
2. í hvíldarstöðu skal stangarendi
nema við utanvert táberg hægri
fótar fánaberans.
3. Þegar burðarfána hefur verið
lyft til göngu, skal neðri endi
stangar vera í greip hægri handar
fánaberans, nokkuð frá bolnum,
en olnbogi hægri handleggs hvíla
þétt við bolinn.
4. Þegar burðarfáni er borinn í
fetli, skal fetillinn liggja yfir
vinstri öxl fánaberans og slíðrið
vera við hægri lærhnútu hans.
Sé burðarfáni borinn í höndum,
skal þess gætt að olnbogi hægri
handleggs hvíli þétt við bol fána-
berans, en grip hægri handar um
stangarendann sé nokkuð frá
bolnum.
Stönginni skal hallað lítið eitt
fram. Gæta skal þess að fánann
beri hátt. Sé notaður fetill, ræður
slíðrið hæðinni.
5. Eigi hópgöngufylking að láta í
ljós á ákveðnum stað virðingu
sína fyrir lifandi eða látnum, fella
fánaberar niður stöngina, annað-
hvort þannig að sá handleggur,
sem hefur efra takið, verði lárétt-
ur eða stöngin verði lárétt út frá
axlarhæð fánabera.
6. Hafi hópgöngufylking numið
staðar og eigi að sýna virðingu,
t.d. heiðursgesti eða við leik þjóð-
söngs, fella fánaberar neðri stang-
arenda að jörð og halla stönginni
til hægri.
7. Heilsa má og kveðja með fána-
kveðju, en einungis einn úr hópi
fánabera framkvæmir hana. Er
það gert með þrennu móti:
a. Stöngin er felld fram í lárétta
stöðu í axlarhæð og síðan flutt aft-
ur í burðarstöðu.
b. Stönginni er lyft í seilingarhæð
og snúið til vinstri í lárétta stöðu
og síðan flutt aftur í burðarstöðu.
c. Báðar framangreindar aðferðir
viðhafðar, hvor á eftir annarri.
Fánakveðja fer fram með hægum,
jöfnum hreyfingum.
Meðan fánakveðja fer fram, rétta
aðrir fánaberar úr þeim handlegg,
sem styður fánastöngina, svo að
fáninn hallast fram. Þegar kveðj-
unni lýkur, draga fánaberar stöng-
ina að sér og halla henni til hægri,
sbr. 6. tl.
8. Á samkomu, þar sem fána-
kveðja skal viðhöfð, er rétt að hún
fari fram við setningu og/eða slit
samkomu, en ekki milli dagskrár-
atriða. Burðarfáni er stundum
borinn inn á sýningarsviðið í
tengslum við dagskráratriði eftir
að fánakveðja hefur farið fram og
hefur fánaberi hann þá í hvíldar-
stöðu. Ef eigi er staðið við fánann,
skal honum komið fyrir á virðu-
legum stað á sviðinu.
Þegar fánakveðja er viðhöfð, er
ætlast til að viðstaddir rísi úr sæt-
um.
Höfundur er fyrrum iþróttafulltrúi rík-
isins.
M E N NTAMÁLARÁÐ U N E YTIÐ
Norrænir
starfsmenntunarstyrkir
Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands og
Sviþjóðar veita á námsárinu 1993-94 nokkra
styrki handa Islendingum til náms við fræðslu-
stofnanir i þessum löndum. Styrkirnir eru einkum
ætlaöir til framhaldsnáms eftir iðnskólapróf eða
hliöstæöa menntun, til undirbúnings kennslu í
iðnskólum eða framhaldsnáms iðnskólakennara,
svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er
unnt að afla á (slandi. Fjárhæð styrks í Dan-
mörku er 18.000 d.kr., í Finnlandi 27.000 mörk
og i Sviþjóð 14.000 s.kr. miöað við styrk til heils
skólaárs.
Einnig er gert ráð fyrir að norska menntamála-
ráðuneytið veiti styrki handa Islendingum til
starfsmenntunar þar í landi, eins og undanfarin
ár. Slikir styrkir námu 22.800 n.kr. á yfirstand-
andi námsári.
Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu,
Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 7. mai n.k.,
og fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt með-
mælum. Sérstök eyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
6. apríl 1993.
UTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverk-
ffæöings, óskar eftir tilboöum I viögeröir og viðhald á steinsteypu, ásamt
endursteiningu og viögeröum á gluggum og pappalögn á þök stigahúsa
Langholtsskóla.
Helstu magntölur eru:
Endursteypa 100 mJ
Endursteining 460 m* 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11
Endumýjun glers 180 m2
Pappalagnir 30 m2
Verktími: 1. júnf-15. ágúst 1993.
Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavlk,
gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tliboöin verða opnuö á sama staö þriöjudaginn 20. apríl 1993, kl. 14,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
illllllli
Knarrarvogi 2
Fax 91-685119
Súðarvogi 18
Sími 91-685128
kimpEX VARAHLUTIR í FLESTAR
GERÐIR VÉLSLEÐA
YAMAHA VIÐGERÐARÞJÓNUSTA
Vélhjól, vélsleðar, utanborðsmótorar o.fl.