Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 23

Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 8. apríl 1993 Tíminn 23 Landbúnaðarráðherra og ferðamálayfirvöld íslands á Equitana, alþjóðlegu hestasýningunni í Essen í Þýskalandi: í Skagafirði. Þá var þar kynning á vegum Flugleiða og Ferðamálaráðs. Talsverður hópur íslendinga var á sýningunni, þeirra á meðal margir þekktustu hestamenn landsins, og var það mál þeirra að þáttur íslands hefði tekist mjög vel að þessu sinni. Vel hefði tekist að gera veg ísienska hestsins mikinn, en auk þess hefði landkynning tekist með prýði. Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri: Veiði og hesta- mennska fyrir erlent ferðafólk Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri var með fslandskynningu á Equit- ana. Hann var spurður hvaða þýð- ingu sýning af þessu tagi hefði fyrir kynningu á íslandi: „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem á Equitana-sýning- una og ég skal viðurkenna að ég hafði ekki allt of mikla trú á þýðingu hennar fyrir ferðaþjónustu á íslandi almennt séð. En eftir að hafa verið hér þá er ég mjög sannfærður um það að hún hefur mikið meiri þýð- ingu fyrir ferðaþjónustu á íslandi al- mennt en ég átti von á. Hér er vitan- lega verið að auglýsa íslenska hest- inn og hestaferðir að vissu marki, en fyrir landið sem heild er það óhemju þýðingarmikið sem hér fer fram. í gær, þegar ég fór hér um og sá sýn- inguna um miðjan dag þegar sýnd voru' hestakyn frá ýmsum löndum, þá var hrifningin gífurleg og augljós þegar íslenski hesturinn sýndi sig inni í höllinni. Það var sem fagnað- aralda færi um 7 þúsund áhorfendur í hvert skipti sem íslenskur hestur kom inn, ekki síst þegar þeim var rennt á skeið.“ — Er ástæða til að leggja meiri áherslu á landkynningu með áherslu á íslenska hestinn og vini hans er- lendis? „Já, ég held að full ástæða sé til þess og ástæða til að taka þátt í sýn- ingum af þessu tagi annarsstaðar. Ég hef lengi verið sannfærður um það að hestamennska á íslandi annars- vegar og hinsvegar veiðimöguleik- arnir — ekki aðeins Iaxveiðar heldur líka siiungsveiðar í 1100 skráðum veiðivötnum. Þetta tvennt á að leggja mikla áherslu á, að mínu áliti, enda hafa tiltölulega fá lönd upp á slíkt að bjóða. Ef til vill ætti að selja íslenska hest- inn meir á þann hátt að fá fólk til ís- lands til að njóta hans þar, en Ieggja minni áherslu á útflutninginn. Eg hef þannig verið að leika mér að þeirri hugsun að hægt væri að selja útlendingum hesta, sem þeir ættu á íslandi, en bændur eða aðrir hesta- menn temdu þá, þjálfuðu og fóðruðu svo eigendurnir gætu komið einu sinni til tvisvar á ári til að ferðast á þeim um ísland. Með þessu móti væri hægt að fá margfalt fyrir þá, móts við það að flytja þá út.“ Birgir kveðst sjá gífurlega mögu- leika í markaðssetningu íslenska hestsins með þessum hætti, enda hljóti að vera hætta á að íslenskt hestakyn, sem ræktað er við allt aðr- ar aðstæður en í eðlilegu umhverfi hestsins hér á íslandi, missi eitthvað af eiginleikum sínum. Steinn Logi Björnsson, svæðis- stjóri Flugleiða í Evrópu: Áhugi fyrir ísl. hestinum augljós „Kynning íslenska hestsins á sýn- ingu eins og þessari hefur mikla þýðingu, þar sem gríðarlegur áhugi er á íslenska hestinum í Þýskalandi og hann finnum við hér. Fjöldi fólks er að velta fyrir sér möguleikum á að fara til íslands til að kynnast hestin- um í sínu rétta umhverfi og til að kynna sér ræktun hans almennt. Slíkir ferðamenn eru líka góðir ferðamenn, því að þeir kaupa alla þjónustu á Islandi og skilja mikil verðmæti eftir. Og það næst til Texti og myndir: Árni Gunnarsson þeirra þar sem, eins og hér, jafn vel og glæsilega er staðið að kynning- unni.“ Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra: „Þessi sýning hefur feikna þýðingu, eins og sést hér á allri uppstillingu; þessum skemmtilegu eftirlíkingum af gamla bóndabænum. Hér hefur verið mjög mikið lagt upp úr upp- setningu og skipulagningu og unnið vel úr hugmyndum. Við sáum þarna víkingaskip, sem er raunverulegt að því leyti að á því hefur verið siglt frá Noregi um ísland og Grænland til Hellulands og Vínlands. í þessum ís- iensku „bæjurn" hittum við fyrir áhugafólk um íslenska hestinn. Hér eru með öðrum orðum í fyrsta sinn Þjóðverjar og íslendingar sem standa sameiginlega að þessari kynningu, sem vekur mikla athygli, ekki hvað síst framlag okkar." — Nú er ekkert of bjart útlit í ís- lenskum landbúnaði, offramleiðsla á kjöti og mjólk. Er hesturinn sá geiri greinarinnar, sem við ættum að huga meira að varðandi nýsköpun? „Eg tel að möguleikar í sambandi við hestamennsku og ferðalög henni tengd séu almennt mjög miklir. Hér í Þýskalandi eru 40 þúsund hestar og heima á íslandi eru 80-90 þúsund hestar, þannig að við sjáum að hér er mjög stór markaður og mikill al- mennur áhugi fyrir hestamennsku. Einnig er mikið talað um þá mögu- leika, sem opnast þegar fyrrum Austurþjóðverjum vex fiskur um hrygg. Ég held að við eigum ekki að van- meta þátt hestamennskunnar, þátt kynbóta í íslenska hestastofninum og leggja okkur þar meira fram en við höfum gert, meðal annars með því að efla rannsóknir og fræðslu- og skólastarf í tengslum við hestinn." — Frammámenn í íslenskum ferðaiðnaði eru sammála um að það sé vænlegt að kynna landið í gegn- um íslenska hestinn. Hvað telur þú? „Þetta er eins og talað út úr mínu hjarta. Ég er þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að flytja út íslenska stóðhesta um tíma og efla íslenska hrossarækt í Þýskalandi. Með þeim hætti hefur tekist að byggja upp mjög sterka hreyfingu í kringum hestinn. Ef við íslendingar stöndum okkur vel, þá verður auðvitað eftir- sóknarverðara fyrir útlendinga að eignast hest frá heimalandinu — ís- lenskan hest frá íslandi. Síðan er næsta skrefið að koma heim til ís- lands og fara um hálendið ríðandi. Það verður draumur þeirra, sem unna íslenska hestinum og íþrótt- inni hestamennsku. Ég hef orðið var við að hér er áhugi fyrir fóðri úr íslensku heyi og það verð, sem ég heyri nefnt, er tæpt mark á kíló. Hvort við verðum sam- keppnisfær við fóðurframleiðslu hér veit ég ekki, en það er fyllilega þess vert að gefa gaum að þeim mögu- leikum sem hér kunna að gefast," sagði Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgöngumálaráðherra, á Equit- ana-sýningunni í Essen. Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra, Vigfús Vigfússon ferðamálafull- trúl I Skagafirðl, og Magnús Slgmundsson fulltrúl Hestasports I Varmahllð I Skagafirðl. Úr mlnjagrlpasölutjaldlnu. Markaðssetning I anda víklngatímabllslns. Að þessu sinni verður þátturinn með nokkuð öðru sniði en venju- lega því lesendum gefst kostur á að spreyta sig á þremur páskaþraut- um. Svör verða birt í næsta laugar- dagsblaði, 17. apríl. NORÐUR A G6 V 74 * Á632 * K6542 SUÐUR * K94 V ÁKD * 854 * ÁD97 Suður opnar á einu grandi, norð- ur hækkar í tvö og suður segir 3 grönd. Vestur spilar út tígulkóngi. Hvernig er best að spila? Páskaþraut 2 NORÐUR ▲ 83 V 954 * 86543 * T54 SUÐUR * ÁDGT9 V G3 * Á * ÁKDG2 Suður er sagnhafi í 4 spöðum án þess að andstæðingarnir skipti sér af sögnum. Vestur spilar út hjsrata- kóng og hjarta í tvígang eftir það. Hvaða áætlun er best? Vísbending: spaðakóngurinn er fjórði. NORÐUR * 763 M G75 * ÁKG82 * Á9 SUÐUR A ÁKD54 V Á8 * D5 * KDG7 Allir; norður gefur Suður spilar 7 grönd eftir einfald- ar sagnir (lt, 4gr. 51 7gr.) Vestur spilar út hjartakóng. NB þetta lítur út fyrir að vera auðvelt og 15 slagir mögulegir á góðum degi en sagnhafi verður að gera ráð fyrir slæmri legu. Hverjir verða ís- landsmeistarar í sveitakeppni? Nú í Dymbilvikunni eigast við átta sveitir sem berjast um íslands- meistaratitilinn í sveitakeppni á Hótel Loftleiðum. Fyrirfram er staða Landsbréfa og VÍB sterk, enda náðu þær sveitir hæsta skor- inu í undankeppninni fyrir hálfum mánuði. Þó er ljóst að ekkert er hægt að bóka fyrirfram og verður væntanlega hart barist. Tíminn mun gera mótinu skil í næsta helg- arblaði. Opið brídgemót í Hveragerði Opna Kam-bars bridgemótið, sem haldið er í tilefhi þrjátíu ára afmæl- is Bridgefélags Hveragerðis, hefst klukkan 10.00, laugardaginn 17. apríl, á Kam-bar, Breiðumörk 2 í Hveragerði. Spilað er um silfurstig í barómeter-tvímenningi, með há- marksþátttöku þrjátíu og tveggja para. Veitt verða peningaverðlaun að upphæð kr. 110.000, með fullri þátttöku auk annarra verðlauna. Mótsgjald er kr. 5.000 á par. Þátt- tökutilkynningar þurfa að berast fyrir 15. apríl og er tekið við skrán- ingu á skrifstofu Bridgesambands íslands í síma 91- 689360 og einnig í í símum 98-34151 og 98-34191 (Þórður). Mótið gæti orðið góð æfing fyrir þá sem ætla sér í íslandsmótið í tví- menningi sem nálgast nú óðfluga. Sumarbridge 1993 Stjórn Bridgesambands íslands hefur ákveðið að leita tilboða í sumarbridge 1993. Sumarbridge hefst að loknu vetrarstarfi félag- anna sem lýkur í vikunni 17.-21. maí nk. Tilboðshafi ræður hve oft verður spilað og hvernig fyrirkomulag verður á spilamennsku. Miðað er við að sumarbridge ljúki í fyrstu viku septembermánaðar. Stjómin áskilur sér rétt til að taka því tilboði sem henni lýst best á eða hafna öllum. Þeir sem áhuga hafa, geta snúið sér til skrifstofu BSÍ og fengið nánari upplýsingar þar. Tilboð verða að hafa borist fyrir þriðjudaginn 4. maí nk. Páskabrídge í Sigtúni Boðið verður upp á páskabridge í húsi BSÍ, Sigtúni 9, á skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum. Um er að ræða eins kvölds tvímenninga og hefst spila- mennska alla dagana kl. 19.00. Allt spilafólk er velkomið og er keppnisgjald kr. 500 á mann. Núverandi heimsmeistarar í bridge. Þeir keppa allir í úrslitum islandsmótsins í sveitakeppni sem nú stend- ur yfir á Hótel LofUeÍðum. Tlmamynd Ami Bjama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.