Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 8. apríl 1993 Tíminn 7 Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrnumaður og „guðfaðir“ Eyjólfs Sverrissonar: HANN KANN AÐ NÝTA SÉR ÞÁ HÆFILEIKA SEM HANN HEFUR“ -Hvemig uppgvötvaðírþú Eyjólf? buöum vlð honum að koma í viku dvöl og upp. Eftir vissan tíma gekk þetta ekkerí »Ég var á þessum tíma að ieika landsleík æfa með líðinu. Eftír það tók stjórnin mjög vel og Eyjólfur var sjálfur svartsýnn. sjálfur á íslandi, en deginum áður hafði ákvörðun um að bjóða Eyjólfl áhugamanna- Það var ekki fyrr en að nýr þjálfari kom að unglingalandsliðiö leíkið gegn Finnum á samning í eitt og hálft ár. hann fékk sénsinn. Haxm féldt tækifæri til Akureyri. Af þeim leik barst sú frétt að ís- -Er það vanaíegt að leikmetm gefí haft að æfa með liðinu þar sem Fritz Walter, sem land hefði unnið 4:0 og Eyjólfur Sverrisson áhrífá val nýrra manna á þennan hútt? er okkar sóknarmaður númer eitt, var skorað öll mörkin. Ég fór aö spyijast fyrir „Það er kannski ekkeri óvenjulegt í þessu meiddur og þeir voru búnir að prófa tvo eða um hver þessi Eyjólfur væri, því ég hafði tilfelli var það þannig að ég var fyrirliði liðs- þrjá leikmenn sem höfðu reynt sig í hans aldrei heyrt talað um þann mann. ins og var á þeim tíma búinn að gera samn- stöðu og það hafði ekki gengið. Ég kom að Ég var þá að ljúka mínum ferii sem at- ing um að ég yrði áfram sem aðstoðarmaður máli við þjálfarann og spurði hvort ekki væri vinnumaður héma útí og hafði áhuga á að hjá Siðinu. rétt að leyfa Eyjólfi að spreyta sig og Giedo miðia einhverjum efniiegum manni heima, -Ertu ánœgður með árxmgur hans? Buckwald, sem er fyririiði Stuttgart núna og sem hefði áhuga á að fara út og hafðl síðan „Eyjólfur kom hingað sem læriingur og þýskur landsliðsmaður, tók í sama streng. samband við mmn menn og efttí það átti að fá eitt og hálft ár til þess að vinna sig Það var þannig fyrir heppni að hann fékk að leika sinn fyrsta leik með liðinu, þvf hann var ekkert inni í myndinni á þessum tíma. Leikurinn var gegn Kðln og Eyjólfur stóð sig mjög vel. Eftir það hefur hann unnið sig jafnt og þétt uppávið hvað varðar knatttækni og hann hefur góðan karakter og það hjálp- ar honum mjög mikið.“ -Hvemig metur þú framtíð hans sem knattspymumanns? „Eyjólfur verður aldrei leikmaöur, sem hægt er að tala um að sé eitthvert „sénf. En hann veit hvaða hæftleikum hann er bú- inn og hefur vit á að nota sér þá til fulln- ustu. Ef menn með miklu meiri hæfileika, hefðu þennan eiginleika sem Eyjólfur hefur, væru þetí komnir miklu lengra. Hann hefur þennan hæfileika að nýta sér það sem hann hefur. Hann býr yfir miklum stökkkrafti, er sívinnandi og gefst aldrei upp. Þetta er ka- rakter sem virkar jákvætt á lið og með slik- an mann innanborðs er Hðsheildin mjög góð. Eyjólfur á ef tfl vill eftir að bæta sig knattspyrnulega með tímanum, en framfar- ir hans hingað til hafa verið mjög miklar." „Hann býr yfir miklum stökkkrafti, er sfvinnandi og gefst aldrei upp," segir „guðfaðirinn" Ásgeir Sigurvinsson m.a. um Eyjólf Sverrisson. að segja nokkurt orð í þýsku? „Þetta gerðist allt saman mjög snöggt. Ég var á þessum tíma við nám í Fjölbrautarskólanum á Sauð- árkróki og rétt náði að ljúka stúd- entsprófinu áður en ég fór út. Konan mín fór með mér og það hjálpaði mér mikið, þá var maður ekki eins mikið einn hér fyrst og annars hefði verið. Þetta var erfitt í byrjun Mað- ur skildi lítið þýskuna, lítið sem ekkert, en þurfti á henni að halda á æfingum. Þegar nýr maður bætist í hópinn líta þeir sem fyrir eru á hann sem keppinaut. Maður er mikið á eigin vegum og eigin ábyrgð og þú þarft ekki síður að vera sterkur sál- fræðilega heldur en líkamlega til þess að takast á við atvinnumennsku af þessu tagi. Þó að menn séu að sparka þig niður á æfingum og hreyta í þig þarftu að vera mjög sterkur fyrir og geta svarað fyrir þig í sömu mynt. Á sínum tíma þá reif ég bara kjaft við þá á íslensku, en svo náttúrlega lærði maður þýskuna og fór að geta notað hana. Það pirraði mig í byrjun að skilja þá ekki þegar þeir voru að hlæja að manni og gera grín, en þetta kom síðan allt með tímanum - Núna er þetta ekkert vandamál og maður lætur heyra í sér þegar á því þarf að halda. í þessu sem öðru reyndist stuðn- ingur Ásgeirs mér ómetanlegur. Hann sagði mér að vera ekkert að brosa að óþörfu framan í félagana og ekki að gefa neitt eftir ef þeir væru að fella mann á æfingum. Vera bara nógu fastur fyrir. Eins og ég segi þá þurfa menn að vera sterkir andlega ekki síður en líkamlega. Þeir vilja náttúrlega reyna mann og sjá hversu langt þeir geta gengið. Þetta þurfa allir nýir leikmenn að ganga í gegn- um og ef þú stenst ekki þessa pressu, þá segja þeir að þú sért ekki tilbúinn til þess að verða atvinnumaður. -Nú eru oft á tíðum of miklar vænt- ingar bornar til ungra manna sem fara erlendis til þess að spreyta sig í atvinnumennsku í íþróttum. Varstu ekkert hræddur við að þurfa að koma aftur heim.... „Með skottið á milli lappanna," botnar Eyjólfur og brosir við. „Nei,“ segir hann og verður aftur alvarleg- ur,“ ég leit fyrst og fremst á þetta sem möguleika. Þetta var spennandi og svona tækifæri fær maður kannski ekki nema einu sinni á æv- inni og þegar það býðst er ekki spurning um annað en að nýta það. Nei, það þýðir ekkert að hika eða vera hræddur. Ef ég hefði alltaf hugsað þannig væri ég ekki staddur þar sem ég er í dag.“ Það sem gildir er að vera nógu grimmur „Það er líka mikill fengur fyrir ís- land að eiga leikmenn sem spila er- lendis. Stráka sem eru í þjálfun allt árið og alltaf í toppæfingu. Það er mikið af efnilegum ungum leik- mönnum á íslandi, en fótbolti sem byggist á áhugamönnum getur aldr- ei staðið jafnfætis atvinnumennsku. Við getum haldið vel við til um tutt- ugu ára aldurs, en eftir það eru menn bara komnir í fulla vinnu og þurfa í mörgum tilfellum að sjá fyrir fjölskyldu og geta einungis æft á kvöldin. Stundum þurfa menn að sleppa úr æfingum og þegar menn hafa ekki lengur tíma fyrir fótbolt- ann fer bilið á milli manna fyrst að breikka." -Getur þú gefið strákum heima, sem hafa áhuga á atvinnumennsku, einhver ráð að fenginni reyslu? „Það er í fyrsta lagi mjög erfitt að komast í atvinnumennsku núna. Eftir hrun kommúnismans streyma hingað leikmenn frá Austur-Evrópu. Það eru margir sem vilja, en fáir sem komast að. Þetta hefur alltaf verið eftirsótt og ég var einn af mörgum sem fengu tækifæri til þess að koma hingað og æfa á sínum tíma. Ef tækifærið býðst er um að gera að nota það vel og leggja sig fram á æf- ingum. Inn í þetta spilar líka mikið hversu heppinn þú ert; þú þarft að vera réttur maður, á réttum stað, á réttum tíma til þess að eiga mögu- leika á einhverju meiru. Leikmenn í atvinnumennsku í dag hafa allir góða tækni, þeir eru allir fljótir og flestir mjög alhliða. Ef ég ætti að gefa einhver ráð, þeim sem á annað borð eiga möguleika á að komast út, myndi ég segja að það sem kannski gerir gæfumuninn sé að vera nógu grimmur og gefa ekkert eftir. Menn þurfa að búa yfir miklum viljastyrk því þú þarft að geta staðist ýmislegt þegar þú ert kominn í þennan bransa." Þetta er harður skóli -Atvinnumennska í íþróttum, ekki hvað síst í fótboltanum, er í hugum margra sveipuð ævintýraljóma - peningum og frægð. Hvað með dökku hliðarnar? „Já, já þetta eru margir árekstrar sem þú lendir í og slæmu tímarnir eru ekkert síður fyrir hendi en þeir góðu. Margir halda að þetta sé bara dans á rósum, strákar að leika sér með bolta og að þetta sé ekkert mál. Staðreyndin er sú að þetta er mjög harður skóli. Menn berjast bæði lík- amlega og andlega sín á milli og þá sýnir það sig að þú þarft að vera mjög sterkur og þarft kannski ekki síst að hafa sterka fjölskyldu þér við hlið. í leikjum standa menn saman og þar er náttúriega sigur og ekkert annað sem telur. En þess á milli, all- ur undirbúningur og það sem hon- um fylgir, er oft mjög erfiður tími. Ef menn lenda í meiðslum eru þeir oft algerlega einir á báti og þurfa að sjá um sig sjálfir. Hjá jafnöflugum klúbbum og Stuttgart, er þetta mun betra heldur en gengur og gerist. Hér er náttúrlega öll aðstaða miklu betri en hjá mörgum minni klúbb- um í Evrópu. Þar getur það gerst ef leikmaður meiðist, að forráðamenn liðsins vilja ekkert meira með hann hafa, segjast einfaldlega tala við hann aftur þegar hann hefur náð sér af meiðslunum. Maður hefur líka séð leikmenn, sem hafa lent í útistöðum við fjöl- miðla og annað slíkt. Ef það gerist ertu kominn á miklar villigötur og oft á tíðum í vandræði innan félags- ins. Þekktir menn geta átt von á því að þeir og fjölskyldur þeirra séu nið- urlægðar í fjölmiðlun án þess að fá tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér. Það er sama hvar þeir fara, það þekkja þá allir og um leið og þeir gera eitthvað er það komið í blöðin. Það liggur við að menn megi ekki ropa á veitingastað án þess að þurfa að lesa það í blöðunum daginn eftir.“ -Þú hefur nú sloppið við það? „Já. Frægðin angrar mig ekkert ennþá, enda kem ég allt öðru vísi fyrir í daglegu lífi heldur en á vellin- um. Ég hef ekkert verið að trana mér fram. Ég reyni svona að fara inn bakdyramegin þar sem það er hægt. Ég var reyndar ekki að spila þegar liðinu gekk sem verst á sínum tíma, áður en fyrrverandi þjálfari var rek- inn, en það var rosalega erfiður tími fyrir leikmennina. Áhorfendur létu óánægju sína mjög skýrt í ljós. Það var hent í liðið eggjum og gosdósum eftir leiki og lá við ofbeldi. Menn voru níddir niður og áreittir þegar þeir fóru út að borða og fleira í þeim dúrnum. í vinnu sem þessari eiga menn oft ekki kost á milku einkalífi í frítíma sínum. En auðvitað koma síðan góðir tímar sem geta bætt fyr- ir þá slæmu." Þarf minnst einn íslend- ing í liðið til þess að eiga möguleika á meistaratitli -Nú er Ásgeir Sigurvinsson bæði vel þekktur hérna og vel þokkaður. Er það ekki markið hjá þér að feta í fótsporin hans? „Ásgeir var náttúrlega sér á báti hérna. Hann var og er stjarna og að mínu viti besti knattspyrnumaður sem ísland hefur nokkurn tímann átt. Ég næ honum aldrei. Ef það ger- ist er alla vega langt, langt, langt í það. Við erum líka ólíkar týpur og það er varla hægt að bera okkur að öðru leyti saman en að við erum báöir íslendingar. Hann er allt öðru- vísi leikmaður heldur en ég, enda er ekki gerður samanburður á okkur að öðru leyti en, að síðast þegar Stuttg- art varð meistari var Islendingur í liðinu, þannig að nú segja menn í gríni að það þurfi minnst einn Is- lendingur að leika með til þess að Stuttgart eigi möguleika á titlinum. -Berstu mikið á hérna? Ekur þú um á glæsibflum og býrð vel? „Já, já, við búum náttúrulega mjög vel og ég keyri á ágætis bílum - ég þarf alla vega ekki að teipa þá saman með baggaböndum, þeir standa al- veg fyrir sínu,“ svarar Eyjólfur hálf- þreytulega, þessari leiðinlegu spurn- ingu, sem er þó nauðsynlegt að spyrja. „Bílamálin ganga að mestu leyti þannig fyrir sig, að framleið- endur láta okkur hafa bíla til um- ráða og auglýsa þá þannig í leiðinni. Ég ek núna um á litlum Peugot blæjubíl og nýrri sporttýpu af Audi, sem verið er að kynna um þessar mundir." -Hvað tekur við þegar þú hættir að spila fótbolta sem atvinnumaður? „Ég veit það ekki, það kemur bara í Ijós. Ég ætla að spila jafn lengi og ég get. Maður veit aldrei hversu lengi þetta varir. Meiðsli og annað því um Iíkt geta fyrirvaralaust bundið enda á ferilinn. Ég náði að ljúka við stúd- entspróf heima og ég hef mikinn áhuga á að halda áfram að mennta mig eitthvað meira þegar ég er hætt- ur í boltanum....nei ég get ekki sagt til um það núna hvað mig nákvæm- lega langar til þess að læra. Frá því að ég var gutti hefur megnið af mín- um tíma farið í íþróttir, en ég veit ekki hvernig það verður eftir þetta. Kannski verð ég búinn að fá nóg af íþróttum þegar ég hætti í fótboltan- um, en það eru vonandi mörg ár í það að ég þurfi að fara hugsa um þessa hluti. „ Hin hliöin á atvinnumennskunni eru peningarnir og frægöin og eins og sjá má af bílakosti leikmanna og aö- standenda Stuttgart, lepja þeir ekki dauöann úr skel.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.