Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 8. apríl 1993 með það sem maður hefur.“ Ásgeir reyndist mér ómetanlega vel -Nú hefur Stuttgart sem heild gengið fremur illa í vetur, en þér sem leikmanni vel og þú hefur verið nokkuð áberandi. Kemur þessi staða sér vel fyrir þig? „Jaa.. maður veit það náttúrlega ekki,“ segir Eyjólfur hálf vandræða- lega, „mér hefur gengið ágætlega, þótt liðið hafi kannski ekki sýnt jafngóða leiki og í fyrra. Liðið sem heild mætti vera sterkara, menn ná e.t.v. ekki nógu vel saman. Við eig- um eftir að spila okkur betur saman. En þó að mér gengi vel og liðinu illa veit ég ekki hversu mikill plús það yrði. Það eina sem að telur er hvern- ig liðinu í heild gengur. Maður verð- ur að passa sig á að halda sig við liðsheildina. Um leið og þú ert far- inn að hugsa of mikið um sjálfan þig á vellinum ertu kominn út á hálan ís.“ -Var ekki mikill stuðningur fyrir þig að hafa Ásgeir Sigurvinsson hérna á staðnum þegar þú komst út? „Jú það var mér gríðarlegur stuðn- ingur. Ekki bara hvað fótboltann varðar, heldur lífið og tilveruna hérna í Stuttgart almennt. Hann hefur í gegn um tíðina aðstoðað mig ómetanlega við allt. Fyrst á meðan ég var ekki fastur maður í liðinu stappaði hann í mig stálinu og brýndi fyrir mér að hafa þolinmæði til þess aö bíða þar til að ég fengi tækifæri til þess að sanna mig. Tækifærið kæmi og þá þyrfti ég að vera í toppformi og tilbúinn í slag- inn. Ég beið í hálft ár eftir fyrsta tækifærinu og spilaði á meðan með varaliöinu. í lok keppnistímabilsins kom ég inná í leik sem liðið spilaði í Nurnberg. Staðan var 0:0 þegar ég kom inná, en við unnum leikinn 4:0. Ég var svo heppinn að skora mark númer tvö; beint úr hornspyrnu frá Ásgeiri. Ég fékk síðan ekki að reyna mig aftur fyrr en þjálfari liðsins var rekinn og nýr ráðinn í staðinn í des- ember 1990. Þá var ég búinn að bíða í tæpt ár eftir að fá að spila. Hann gaf mér strax tækifæri og síðan hef ég verið meira og minna fastur maður í liðinu. Við vorum með neðstu liðum í deildinni þegar þessi þjálfari kom, en honum tókst að rífa þetta upp þarna á miðju keppnistímabili. Við náðum síðan mestum punktafjölda í seinni umferðinni og tryggðum okk- ur Evrópusæti, sem var talið óraun- hæft á sínum tíma. Árið eftir urðum við meistarar. „Vertu ekkert að brosa framan í þá“ -Ef við víkjum aðeins að mannlegu hliðinni á þessu. Hvernig var að taka sig upp með fjölskyldu og allt sitt hafurtask og flytja án fyrirvara úr Skagafirði til Þýskalands og tak- ast þar á við atvinnumennsku í knattspymu án þess að kunna svo í janúar 1990, fyrir rúmum þremur árum, flutti Eyjólfur Sverr- isson með fjölskyldu sína frá Sauðárkróki út til Stuttgart í Þýskalandi. Hann var þá um tvítugt og hafði áður verið að spila knattspyrnu og körfubolta með heimaliði sínu Tindastóli. Stói- arnir voru í annarri deiid á þessum tíma og „Jolli“ velti fyrir sér hvorri íþróttinni hann ætti að einbeita sér að, körfuboltanum eða fótboitanum. í dag er Eyjólfur fastur maður í einu af betri og þekktari fótboltaliðunum í Evrópu, á góðum samningi og á framtíðina fyrir sér. Þetta er ekki „ameríski draumurinn“, held- ur „íslenski draumurinn“, sem flesta stráka dreymir um ein- hverntíma á milli sex ára og sextán. „Jú þetta er svona frekar öðruvísi," segir Eyjólfur brosandi, þegar við höfum komið okkur nokkuð vel fyr- ir í setustofunni á Waldhotel, sem er skammt utan við Stuttgart, en þar hefur Stuttgartliðið alla jafna bæki- stöð fyrir heimaleiki. Daginn eftir átti liðið að leika við Hamburger- Sportverein. Seinasta sólarhring fyrir leik eru leikmenn í „einangr- un“ frá fjölskyldum sínum og tíman- um er varið til samhæfingar og und- irbúnings. Hann heldur áfram. ,Á þessum tíma lék ég með landsliðinu tuttugu og eins árs og yngri heima á íslandi. Okkur gekk vel þetta keppn- istímabil, við stóðum okkur og ég skoraði mikið af mörkum. Ásgeir Sigurvinsson var tilfallandi staddur heima og var eins og venjulega með augun opin fyrir efnilegum leik- mönnum fyrir Stuttgart. Hann bauð Myndir og texti: Árni Gunnarsson. mér síðan að koma út og æfa í tíu daga. Ég fór og eftir það vildu þeir sjá mig spila í einum leik á móti Þjóðverjum hérna úti. Okkur gekk ágætlega þar og eftir það var mér boðinn reynslusamningur sem ég hef síðan framlengt tvisvar." Hverning samning ertu með núna? „Ég var fyrst með áhugamanna- samning, en eftir það gerði ég at- vinnumannasamning og síðan skrif- aði ég aftur núna undir tveggja ára áhugamannasamning. Reyndar heit- ir þetta áhugamannasamningur vegna þess að í liðinu mega einungis vera tveir atvinnumenn, sem koma frá löndum utan EB. Við erum þegar tveir og forráðamenn liðsins vildu halda þarna ákveðnum möguleikum opnum. í rauninni gera menn þetta ekki ótilneyddir. Verðið á mér er líka það hátt núna að það er ákveðin áhætta fyrir Stuttgart að skilgreina mig sem áhugamann, en ég gerði þetta fyrir milligöngu Ásgeirs og það er einfaldlega þannig að þeir treysta mér og ég treysti þeim. Þetta eru auðvitað bara samningar, sem verða að heita annað en þeir eru til þess að hægt sé að fara í kringum kerfið.“ „Ég get ekki annað en verið ánægð- ur. Þetta er búið að vera alltaf á upp- leið og það er vonandi að það haldi bara áfram. Ég veit að maður á nátt- úrlega eftir að lenda í einhverjum mótvindi, eða einhverri lægð, en þetta hefur gengið vonum framar hjá mér hingað til. Ég átti ekkert von á því að komast jafn langt og ég hef komist. Ég hugsaði Stuttgart að- allega sem stökkpall á sínum tíma. Að ég myndi byrja þar, læra og fara síðan eitthvert annað." -Stökkpall þá fyrir hvað? „Fyrir annað. Þá meina ég að fara eitthvert annað í atvinnumennsku og spreyta mig þar. Stuttgart er náttúrlega einn af stærstu fótbolta- klúbbum Evrópu og ég hugsaði þetta í byrjun aðallega sem skóla. „ -Hvert stefnir hugurinn? Hvað langar þig til að gera? „Eg held þessu áfram á meðan ég hef gaman af því og það gengur sæmilega. Maður spilar bara eins lengi og kostur er á og ef hlutirnir ganga ekki upp, þá fer maður bara heim. -Þýskir íþróttafréttamenn hafa nefnt þig sem einn af þeim leik- mönnum í þýsku knattspymunni, sem eigi möguleika á atvinnu- mennsku á Ítalíu, þar sem sviðs- ljósin eru skærari og peningamir í kringum fótboltann jafnvel enn meiri en hér í Þýskalandi. Hefur þú eitthvað velt fyrir þér hugsanlegum félagaskiptum t framtíðinni? „Nei, ég hef ekkert pælt í því. Ég er líka bundinn af samningi út næsta ár og eftir það sér maður til hvernig þetta liggur. Á meðan þetta gengur vel og mér og minni fjölskyldu líður vel hérna, þá sé ég enga ástæðu til þess að flytja mig til, en maður veit náttúrlega aldrei hvað verður. Þetta er allt mjög fljótt að breytast." -Hversu mikils virði ertu? „Þegar talað er um kaup og sölu er tekið mið af því hversu marga leiki Ieikmaður er búinn að spila, hversu langt lið hans hefur náð og hverjir möguleikar hans eru. Þegar liðið hefur náð meistaratitli og stæti í Evrópukeppni, verða leikmennirnir náttúrlega yerðmeiri. Þetta hleður upp á sig. Ég get ekki nefnt neinar tölur. Þetta fer líka eftir áhuga hjá öðrum félögum fyrir einstaka leik- mönnum. En þegar félagi gengur vel er það miklu meira veldi og þar af leiðandi mun meiri peningar í spil- inu. Hver og einn leikmaður er með sinn samning og menn verða að vita sjálfir hversu mikils virði þeir eru og hve miklu þeir telja sig eiga rétt á. Ég veit ekkert hvað aðrir leikmenn í liðinu eru með í kaup, en hvað sjálf- an mig varðar hef ég notið aðstoðar Ásgeirs og það eina sem ég get um það sagt er að ég er mjög ánægður með minn hlut. Ég held að það sé líka númer eitt að vera ánægður Eyjólfur Sverrisson, knattspyrnumaður í Stuttgart, segir frá stökkinu úr annarri deild á Sauðárkróki yfir í toppbaráttuna í Þýskalandi, sætu hliðunum á atvinnu- mennskunni... og þeim slæmu líka: Þá reif ég bara kjaft við þááíslensku! „Þegar nýr maöur bætist I hópinn líta þeir...á hann sem keppinaut. Maöur er mikið á eigin vegum og eig in ábyrgö og þú þarft ekki síður aö vera sterkur sál- fræðilega heldur en líkam- lega...“ Ungur Stuttgartaödáandi meö fána liösins fyrir utan heimaleik- vang liösins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.