Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 22
Fimmtudagur 8. apríl 1993
22 Tíminn
< > < > 4 >
<
X 0 1 1 13
4 >
4 > 4 >
Með sínu nefi
Veðrið hefur leikið við allflesta landsmenn að undanförnu, og því er ekki
að neita að vor er í lofti, að minnsta kosti hér sunnan- og vestanlands. Af
því tilefni verða lögin í þættinum í dag uppfull af vor- og jafnvel sumarst-
emningu. Fyrra lagið er eftir Evert Taube, en ljóðið er eftir Sigurð Þórar-
insson og heitir „Vorkvöld í Reykjavík". Seinna lagið er hins vegar alís-
lenskt, eftir Inga T. Lárusson við Ijóð Páls Ólafssonar, Sumarkveðja. Og þá
er bara að skella sér í sönginn, góða skemmtun!
VORKVÖLD í REYKJAVÍK A7
G D
Svífur yfir Esjunni sólroðið ský,
G
sindra vesturgluggar sem brenni í húsunum.
G D
Viðmjúk strýkur vangana vorgolan hlý,
, G Am
vaknar ástar þráin í brjóstum á ný.
E7 Am
Kysst á miðju stræti er kona ung og heit,
Em A7 D
keyra „rúntinn" piltar sem eru’ í stelpuleit.
C
Akrafjall og Skarðsheiði
G G
eins og fjólubláir draumar.
C D G
Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík.
Tjörnin liggur kyrrsæl í kvöldsólarglóð,
kríurnar þótt nöldri og bjástri í hólmanum.
Hjúfra sig á bekkjunum halir og fljóð,
hlustar skáldið Jónas á þrastanna ljóð.
Dulin bjarkarlimi á dúnsins mjúku sæng
dottar andamóðir með höfuð undir væng.
Akrafjall og Skarðsheiði
eins og fjólubláir draumar.
Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík. x o i 230
Hljótt er kringum Ingólf og tæmt þar hvert tár, f-{7
tryggir hvfla rónar hjá galtómum bokkunum.
Svefninn er þeim hóglega siginn á brár.
Sunnanblær fer mildur um vanga og hár.
Ilmur er úr grasi og angan moldu frá,
aftansólin purpura roðar vestursjá.
Akrafjall og Skarðsheiði
eins og fjólubláir draumar.
Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík.
X 0 2 3 1 O
2 10 0 0 3
< > < > < >
L
í
L
X 2 1 3 0 4
c
X 3 2 0 1 0
D
SUMARKVEÐJA
D G
Ó, blessuð vertu, sumarsól,
A7 D
er sveipar gulli dal og hól
D G
og gyllir fjöllin himinhá
A D
og heiðarvötnin blá.
H7 Em
Nú fossar, lækir, unnir, ár
A7 D
sér una við þitt gyllta hár,
D7 G U
nú fellur heitur haddur þinn
D A7 D
um hvíta jökulkinn.
x 0 0 1 3 2
Þú klæðir allt í gull og glans,
þú glæðir allar vonir manns,
og hvar sem tárin kvika’ á kinn,
þau kyssir geislinn þinn.
Þú fyllir dalinn fuglasöng,
nú finnast ekki dægrin löng,
og heim í sveitir sendirðu’ æ
úr suðri hlýjan blæ.
x 0 0 2 1 3
E7
0 2 3 1 4 0
Em
Þú frjóvgar, gleður, fæðir allt
um fjöll og dali’ og klæðir allt,
og gangirðu’ undir, gerist kalt,
þá grætur þig líka allt.
Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá 023000
og heiðarvötnin blá.
4 > < »
HESTURINN
aödráttarafl á
erlenda
ferða-
menn
EQUITANA-SÝNINGIN er haldin annað hvert ár í Essen í
Þýskalandi. Sýningarsvæðið sjálft er um 90 þúsund fer-
metrar. Gert er ráð fyrir að um 3-400 þúsund manns hafí
sótt sýninguna að þessu sinni. íslendingar og Þjóðverjar voru
með sameiginlegt sýningarsvæði að þessu sinni og það var að
margra mati best heppnaða svæðið. Um það var stöðugur
straumur fólks alla dagana
Á síðustu Equitana-sýningunni fyr-
ir tveimur árum voru íslendingar
með sér sýningarsvæði og töldu
menn að nú hefði tekist miklu betur
til með samvinnunni við Þjóðverja.
25 þjóðir tóku þátt í þessari alþjóð-
legu hestasýningu, en sýningarbásar
voru samtals 850. Equitana hófst
fimmtudaginn 6. mars, en lauk 14.
mars. Sýndir voru flestir þekktustu
hestar í Þýskalandi og hápunktur
sýningarinnar var svonefnt Hop Top
Show. Þar komu íslensku hestarnir
ákaflega vel út, einkum þegar þeir
sýndu tölt, enda voru þar saman
komnir margir bestu íslensku tölt-
hestar Evrópu. Bæði komu nokkrir
hestar á sýninguna beint frá íslandi,
svo sem Blakkur frá Hvítárbakka,
auk íslenskra hesta frá Þýskalandi,
Frakklandi og víðar.
Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra heimsótti sýninguna þann 11.
mars ásamt Hjálmari W. Hannes-
syni, sendiherra íslands í Bonn, og
var þeim fagnað með mikilli veislu.
Fjögur fslensk hestaferðafyrirtæki
kynntu sig á sýningunni: lshestar,
Eddahestar, Arinbjörn Guðmunds-
son í Borgarfirði og loks Hestasport
Norrænt vlklngasklp og „Islenskur bóndabær", en I honum voru ýmls Islensk og þýsk fyrlrtækl með kynn-
Ingar á þjónustu slnnl og varnlngl.
Traustl Þór Guðmundsson knapl sýnlr Blakk frá Hvltárbakka, stóðhest sem hann fór með út á sýnlnguna.
+