Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 18

Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 18
18 Tíminn Fimmtudagur 8. apríl 1993 Gliáfaxi á flugi yfir miðhálendinu. Myndina tók Snorri Snorrason flugstióri. ÞRISTURINN ER ÞÁTTUR AF ÞJÓÐARSÖGUNNI Eftir Sigurð Boga Sævarsson, blaðamann DOUGLAS DC-3 flugvél Landgræöslunnar, Páll Sveinsson, fer væntan- lega í sitt síðasta áburðarflug síðar á þessu ári. Þar með lýkur sennilega notkun þessarar flug- vélategundar hér á landi, en hún hefur átt fjölbreytta sögu hér á landi og gegnt fjölbreyttu hlut- verki í sögu flugsamgangna á íslandi. í reynd eru þessar flug- vélar þáttur í þjóðarsögunni. Vel heppnuð smíði Að mati kunnugra er DC-3 ein best heppnaða smíð flugvélaframleiðsl- unnar og ein vinsælasta farþegaflug- vél sem framleidd hefur verið fyrr og síðar. Alls voru 10.655 þristar fram- leiddir í Bandaríkjunum á árabilinu 1935 til 1945, en auk þess var ótal- inn fjöldi véla af þessari gerð smíð- aður í Japan og Sovétríkjunum. Og enn í dag er talsverður fjöldi véla af þessari gerð enn í notkun í heimin- um, enda þótt bráðlega sé liðin hálf öld frá því fyrsta vélin tók flugið. Fyrsta DC-3 flugvélin, sem kom hingað til lands, var einmitt Páll Sveinsson. Þessi vél var smíðuð fyrir Bandaríkjaher í Douglas- flugvéla- verksmiðjunum í Oklahoma-fylki í Bandaríkjunum árið 1943. Vélin kom fljótlega hingað til lands, var í þjónustu setuliðsins og bar þá nafn- ið Ásta. 1946 var vélin seld Flugfé- lagi íslands, sem tók hana í þjónustu undir skráningarstöfunum TF-ISH og bar nafnið Gljáfaxi. í desember þetta sama ár keypti félagið til við- bótar, frá Bretlandi, tvær flugvélar sömu gerðar til starfsemi sinnar. Um þessi flugvélakaup segir í stuttri klausu, sem birtist á forsíðu Tímans þann 12. desember 1946: „Flugfélag íslands hefir nýlega fest kaup á tveimur Douglas Dakota flug- vélum í Bretlandi. Báðar vélamar hafa tvo hreyfla og taka 21 farþega. Þær eru búnar öllum nýtísku þæg- indum. Flugvélar þessar munu koma hingað um mánaðamótin jan.- febr. næstkomandi." Þrettán þristar skráðir hér á landi Alls voru þrettán flugvélar af gerð- inni DC-3 skráðar hér á landi. Flest- ar þeirra voru í eigu Flugfélags ís- lands, en einnig voru nokkrar í eigu Loftleiða. Ein véla Loftleiða var sér- staklega söguleg, það var flugvél sú er bar heitið Jökull. Þar var um að ræða vél sem var í eigu Bandaríkja- hers og var lent við flak Geysis á Bárðarbungu á haustmánuðum 1950, en komst ekki á loft að nýju. Loftleiðamenn björguðu vélinni af Vatnajökli árið eftir. Jökull var seld- Komiö úr frækiiegu sjúkrafiugi frá Grænlandi áriö 1971. Á þessari mynd þekkjum viö flug- garpinn Björn Pálsson, sem er annar frá vinstri á myndinni. Ljósmynd: G.E. ur 1952 til Spánar og var ágætur ágóði af sölunni, sem varð meðal annars til að leggja grunn að því veldi sem Loftleiðir urðu síðar. Fjölbreytt hlutverk Eins og að framan hefur verið vikið að, gegndu þristamir óvenjulega fjölbreyttu hlutverki í íslenskum flugsamgöngum, mun fjölbreyttara hlutverki en flugvélar nútímans gera. í bókinni Fimmtíu flogin ár segja þeir Steinar J. Lúðvíksson og Sveinn Sæmundsson að segja megi að þristamir hafi tekið við hlutverki þarfasta þjónsins. Flugfélag íslands notaði þessar vélar allt fram til árs- ins 1972, en nokkrum ámm fyrr höfðu Fokker F-27 vélamar einnig komið til sögunnar. Fyrst minnst er á fjölbreytt hlut- verk þessara flugvéla, þá birtist í Tímanum í októberbyrjun 1950 frétt, skrifuð af Guðna Þórðarsyni þáverandi blaðamanni blaðsins, sem byrjar svo: „Þessa dagana fara fram sögulegustu fjárflutningar sem átt hafa sér stað hér á landi og þótt víð- ar væri Ieitað. En það em loftflutn- ingar með lifandi lömb, sem flutt em austan úr Öræfum til fjárskipta- svæðanna í Borgarfirði. Búizt er við að, að flutt verði um fimm hundmð lömb með Dakotaflugvél Flugfélags íslands, Glófaxa, sem annast flutn- ingana undir stjóm Jóhannesar Snorrasonar yfirflugmanns." Flugvélar af gerðinni Doug- las DC hafa gegnt óvenju fjölbreyttu hlut- verki í sam- göngusögu Is- lendinga Svaðilfarir til Græn- lands Sérlega er merkur sá þáttur sem þristamir gegndu í Grænlandsflugi. Flugfélag íslands annaðist flug þangað til fjölda ára. Frá því er sagt í bókinni Fullhugar á fimbulslóðum eftir Svein Sæmundsson, sem kom út fyrir síðustu jól. Svo enn sé vitnað í fréttir Tímans, er þann 17. janúar 1971 frétt þar sem segir frá löngu og ströngu sjúkraflugi Gljáfaxa til Danaborgar á Grænlandi með milli- lendingu í Meistaravík. Flugstjóri í þeirri ferð var Henning Bjamason, en einnig var fluggarpurinn Bjöm Pálsson með í förinni, en hann hafði mikla reynslu í sjúkraflugi á þessar slóðir. Var þetta hin mesta svaðilför, en sóttur var danskur maður sem kalið hafði á fingmm og tám og þurfti að komast snarlega undir læknishendur. Flugfélagsmenn fóm margar ferðir, svipaðar þessari, til Grænlands á þeim ámm sem Grænlandsflugið var í sem mestum blóma. Vom þá skíði gjaman sett á hjólabúnað vélanna og lent á snjóbreiðum. í þágu landgræðslu Flugfélag íslands gaf Landgræðslu ríkisins Gljáfaxa vorið 1972 og hefur vélin síðan þá verið notuð til áburð- ar- og frædreifingar og heitir nú Páll Sveinsson. Á þessum rösklega 20 ár- um hefur verið dreift um 30 þúsund tonnum af áburði og fræi, og hefur vélinni verið flogið 4 þúsund flug- tíma á vegum Landgræðslunnar, en heildarflugtíminn er orðinn 22 þús- und tímar. Nú þarf að ráðast í kostn- aðarsamar endurbætur á flugvél- inni, en vafamál er hvort slíkt borgar sig, þar eð notkun vélarinnar hefur dregist mjög saman á síðustu ámm. Vélin var hins vegar mikið notuð á fyrstu ámm þjóðargjafarinnar svo- kölluðu, en það var sérstakt framlag til landgræðslu sem Alþingi sam- þykkti á þúsund ára afmæli íslands- byggðar. Helmlldlr: Dagblaðið Timlnn, Morgunblaðið, tíma- ritið Flug og Fimmtfu flogin ár, atvinnu- flugsaga fslands, eftir Svein Sæmunds- son og Steinar J. Lúðvíksson. Áburöi dælt á Pál Sveinsson fyrir landgræösluflug á síöasta sumri. Myndina tók greinarhöfundur austur í Gunnarsholti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.