Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 8. apríl 1993 Tíininn MALSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tfminn hf. Framkvæmdasljóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofun Lynghálsi 9, 110 Reykiavik Sími: 686300. Auglýsingaslmi: 680001. Kvöldsimar Askrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Hugarfar ræktunarmannsins Nú fer páskahátíðin í hönd. Þó páskarnir gangi næst jólum sem stórhátíð kirkjunnar, er yfírbragð þeirra annað en jólanna. Hátíðin hefur í tímans rás orðið tími útivistar og ferðalaga. Um þessar mundir standa fermingar sem hæst. Margt er rætt og ritað um þá athöfn, og hafa þau skrif löngum verið um neyslu og óhóf, sem fylgir tilstandi í kringum hana. Ferming er fyrir utan sitt trúarlega innihald þáttaskil í lífi fermingarbarnanna. Við ferming- una eru vegamót. Leiðin liggur frá bernskuárum til unglingsára út í lífið og til átaka við veruleik- ann, til sigra og vonbrigða sem setja á manninn mark. Það væri ekki úr vegi að hugleiða hvaða framtíð bíður þeirra þúsunda, sem eru nú á þessum þátta- skilum í lífi sínu. Sú heimsmynd, sem blasir við þessu fólki, er önnur en sú sem var fyrir áratug, hvað þá áratugum. Við íslendingar höfum síðustu áratugina gengið fram í ofurtrú á efnisleg gæði og mælt hamingj- una í réttu hlutfalli við ráðstöfunarfé. Ungt fólk, sem er að byrja að takast á við lífið í dag, á mikla möguleika, þrátt fyrir krepputal og bölmóð í þjóð- félaginu. Aðferðir breytast, framfarir byggjast ekki á sóun verðmæta, heldur á því að vernda um- hverfí og auðlindir og nýta það sem menn hafa í höndunum. Hugarfarsbreytingar er þörf. Yngri kynslóðin hefur séð margt fyrir sér og fengið mikil tækifæri. Vonandi verður svo áfram. Sem betur fer eru fjöldamörg dæmi um atvinnustarfsemi í þjóðfé- laginu, sem nýtur kunnáttu og færni ungs fólks sem kemur með nýjar aðferðir og nýjan anda inn í fyrirtækin. Tákist að sameina þetta reynslu og yf- irsýn hinna eldri, þarf ekki að kvíða. Framtíðin byggist á því að veita þekkingu og hæfíleikum í réttan farveg. Þeirri þekkingu á ekki að beita til gegndarlausrar sóunar, heldur til þess að byggja upp, nýta auðlindir af skynsemi. Fram- farir í tækni og vísindum eiga að miða að slíku, en til að svo verði, þarf að ganga að auðlindunum með hugarfari þess, sem vill ræktun en ekki rán- yrkju. Framtíðin byggist á hugarfari ræktunar- mannsins, en ekki hugarfari græðgi og yfírgangs. Verði hugarfar ræktunarmannsins yfírsterkara, þarf ekki að kvíða framtíð þeirra sem eru á vega- mótum fermingarinnar um þessa páskahátíð, eða annarra sem þurfa að ganga til nýrrar aldar. Margir halda því fram að samkeppnin leysi allan vanda, en samkeppnishugarfarið verður að hafa siðferðilegan bakgrunn. Það má ekki snúast upp í græðgi og yfirgang. Allt of mörg hörmuleg dæmi eru um slíkt. Mfldð er Garrí feginn aö Heimlr Steinsson úKarpsstjóri er ekki deildarstjóri innlendrar dag- skrárdeildar Sjónvarpsins. Fram aö þessu hefur Heimir ekki gert þætti fyrir sjónvarp, ef frá eru taldir þeir þættir sem sendir eru út aö loknu ára- mótaskaupi Sjónvarps. Fæstir hafa séð þessa þætti, vegna þess að meirihluti landsroanna notar þennan tíma til að skjóta upp flugeldum. I fyrrakvold steig Heimir hins vegar fyrstu skrefin í gerð sjón- varpsþátta og má ollum vera Uóst, sem horfðu á, aö Heimir á mfldð ólært. Þó margt megi segja um Hrafn Gunnlaugsson, er a.m.k. eitt Uóst: hann gerir mun betri sjónvarpsþætti en Heimir. Þáttur Hrafns, „Hvað viljum við”, var t.d. bráð- skemmtilegur. Sjónvarpsþáttur Heimis vakti forvitni, ekki síst vegna atburða siöustu daga. Flcstir reiknuðu með að f þættinum myndi út- varpsstjóri nota tækifærið og svara eínhverju af þeirri gagn- rýni, sem að honum hefur heinst vegna brottreksturs Hrafns Gunnlaugssonar. Nei, þaö varð ekki. Menn forðuðust að ræða það mál eins og heitan eiðinn. í þættinum var hins veg- ar Qaiiað um spumingar eins og: Er Ríkisútvarpiö verkferi í höndum lýöveldisins? Er Rflds- útvatpið stofnun f neikvæðri merkingu þess orðs? Þar var HeÍmJrSteinsson. Iftið væri um að rætt sé við kon- ur í fréttatímum Ríkisútvarps- ins og að gott væri nú að bæta og endumýja dreifikerfið. Garri segir nú bara eins og Ámi Johnsen: „Eru menn um- hverfisfirrtir?“ X.. - Garri héit iengi vel í þá von að eitthvað myndi nú gerast í sjón- varpsþættinum. Byijunin lofaði að vísu ekki góöu. Heimir las upp f um flmm mínútur skrif- iegt svar við spumingu stjóm- anda þáttarins um hvort Rflds- útvarpið stæði á krossgötum. Garri hélt að með spumingu Einars Karls Haraidssonar um sjálfstæði stofnunarinnar myndi færast fjör í leikinn, en því miðun stjómandi þáttarins ræskti sig vandræðalega og leit á útvarpssljóra, sem þagði. Síö- an var tekió til viö að ræða spuminguna um hvort Rfldsút- varpið væri verkfæri í höndum týðræðislns! Ekkert svar fékkst við spum- ingunni, sem öll þjóðin hefur beöið eftir í á aðra viku: Hvers vegna rak útvarpsstjóri Hrafn Gunniaugsson? Með því að svara spumingunni ekki hefur útvarpsstjóri gefið menntamála- ráðherra og öðmm stuönings* mönnum Hrafns í ríkisstjóra- inni einu nothæfu röksemdina fyrir því að setja Hrafn í stöðu framkvæmdastjóra Sjónvarps. s.s. að meö brottvikningu Hrafns hafl veriö vegið að mál- frelsi opinbers starfsmanns. Útvarpsstjóri hefur talað um að hann muni síðar segja frá ástæöu brottvikningarinnar á þeim vettvangí sem honum hentar, f þvf sambandi vfll Garri aðcins bera fram eina ósk: Ekki nota ræöutíma útvarpsstjóra um áramót til að svara spum- ingunni um hvers vegna Hrafn var reldnn. Okkur auðmjúkum greiðendum afnotagjalds Ríkis- útvarpsins þætti vænt um ef út- varpssljóri hefði tök á að því aö hraöa samningu þeirrar greinar- gerðar, sem hann hefur hug á að semja um ástæður brottvikning- ar Hrafns. Garri Enginn endir á öllu því sem þarf að segja Á sama tíma og úthlutað er hundrað milljónum í listamanna- styrki og einhverjum tugum millj- óna til menningarauka útvarpa og sjónvarpa, krefjast alþingismenn upplýsinga um styrki til einhverra bíómynda og um það hver sé að borga hverjum hvað fyrir að búa til bíóin og fyrir að sýna þau. Þá lang- ar líka til að vita hvers vegna sami aðilinn úthlutar ríkisfé til bíó- myndagerðar, þiggur ríkisfé til bíómyndagerðar og kaupir bíóin til að sýna eða sýna ekki í ríkis- imbakassanum. Það er splunkunýtt viðhorf þeirra, sem ausa peningum úr ríkiskass- anum, að þeir vilji fá að vita hvað verður um þá, eða hvort þeir eru yfirleitt notaðir til eins eða neins. Hysteríukastið, sem smitar út frá æðstu stjóm Ríkisútvarpsins og yf- irboðara hennar í dymbilviku, er svo magnað að nýútkomið ádeilu- rit Úlfars gallerísstjóra fellur óbætt í skuggann. Þar fá ríkisreknir kaupendur listaverka á baukinn og sömuleiðis þeir sem kaupa kúnst fyrir borg og opinberar stofnanir. Einhvem tíma hefði þótt matur í að smjatta á svoleiðis ávirðingum um flottustu og lærðustu mynd- kaupa landsins, en senuþjófarnir í menntamálaráðuneytinu, ríkisút- varpinu og á Alþingi taka Úlfari Þormóðssyni langtum fram, sem þó hefur opinbera pappíra upp á það að vera bæði klæminn og meiðyrtur. Út um víðan völl Ærslakómedían í Ríkisútvarpinu er stjórnlaus af því að þeir, sem helst gætu sett hana á svið, eru uppteknir í aðalhlutverkunum og em því innkomur hinar óvænt- ustu og leikurinn berst út um víð- an völl. Því er ógjörlegt að halda þræði, þótt maður verði nauðugur viljug- ur að fylgjast með skrípóinu, því það glymur í öllum rásum ljósvak- ans og skýtur upp kollinum á hin- um óvæntustu stöðum í blöðun- um, svo ekki sé minnst á hvað spjallað er um manna á meðal. Þeir, sem fylgjast vilja með menn- ingammræðunni, telja sér skylt að lesa með lotningu það sem skrifað er umhverfis þekkt andlit marg- falds verðlaunahafa, þegar mynd af því birtist í blaði og neðanmáls ... . ■■■■—------—■——-------———1— --------—— stendur „Höfundur er rithöfund- ur' Því em gleraugun pússuð og sparisvipurinn settur upp, þegar hefja skal lestur greinar eftir Pétur Gunnarsson í Mogga. Þar hlýtur að fljúga frjór andi, sem lyft getur huganum upp úr sefasjúkri síbylj- unni, sem heltekið hefur alla þjóð- málaumræðu í dymbilvikunni og jafnvel kæft alla kristilega íhugun. Hver er ég? Eftir að hafa lesið grein rithöf- undarins þrisvar, sýnist boðskap- urinn einkum vera sá að Pétur heldur að hann sé kannski enn vinstrimaður, þótt vinstrisinnaðir kunningjar hans haldi að hann sé ekki lengur vinstrimaður af því að hann skrifaði upp á undirskrifta- lista þar sem mótmælt var að Hrafni væri vikið úr sæti dagskrár- stjóra. Vinstrimenn halda að Pétur hafi þegið bitling úr goggi Kmmma og að hann sé ekki leng- ur á móti Ráðhúsinu. Þetta leggst að vonum þungt á greinarhöfund, sem er rithöfund- ur og fórnarlamb og velkist í vafa um hvort hann sé leiðinlegur eða skemmtilegur, vinstrimaður eða hægrisinnaður og f hvaða klíku hann sé. Að lokum falla þau vísdómsorð inn á tölvuskjá hans, að enginn endir sé á því hvað segja þarf, ef á annað borð er tekið til máls. Þetta ætti að hugleiða oftar áður en maður opnar á sér gaphúsið. Og að allra síðustu lokum kemst maður loks að því hvers vegna rit- höfundurinn tekur að sér hlutverk í þeim tragíska ærslaleik, sem stjómendur Ríkisútvarpsins misstu út úr höndum sér á dapr- asta tíma kirkjuársins. Það var ekki haft samráð við Pét- ur Gunnarsson þegar Hrafn var ráðinn framkvæmdastjóri, fremur en þegar honum var vikið úr fýrra embætti. En það voru margir aðrir sem ekki voru spurðir, og því fór sem fór. Pétur þarí því ekki að vera sakbit- inn út af þessu máli, en hitt er verra ef hvorki hann né kunningj- arnir vita hvort rithöfundurinn er hægri maður eða vinstri maður eða með eða á móti Ráðhúsinu. Þarna fer eins og víðar, að hvergi sér fyrir endann á hrafnsfárinu á páskaföstu annó 1993. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.