Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.04.1993, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 8. apríl 1993 Tíminn 9 Feögarnir Kim: heilaþvegnir af dýrkuninni á sjálfum sér? Kommúnískur goð- konungur Áhyggjurnar í því sambandi snúast eins og sakir standa einna helst um Norður-Kóreu. Alla tíð frá stofnun þess ríkis skömmu eftir heimsstyrj- öldina síðari hefur verið þar al- og harðráður landsfaðir Kim Il-sung, sem ríkt hefur lengur samfellt en nokkur annar af núverandi ríkis- leiðtogum veraldar. Hann er nú kominn yfir áttrætt og ákveðið hef- ur verið að við ríki af honum taki sonur hans, Kim Jong-il, rúmlega fimmtugur að aldri. Með því eru felldar inn í kommúnískt kerfi ríkis þessa hefðir frá konungdómi. Norð- urkóreanskir talsmenn hafa sagt að það sé gert til að forðast uppnám með stundum alvarlegum afleiðing- um, sem gjarnan hafi orðið er leið- togar kommúnískra ríkja féllu frá. Færa má rök að því að Norður- Kóreumenn séu einangraðri frá um- heiminum en flest eða allt annað fólk í heiminum og jafnvel að svo hafi verið um þá mann fram af manni í aldaraðir. Konungsríkið Kórea einangraði sig frá umheimin- um á sama hátt og grannar þess Kína og Japan og um sama leyti. Landið opnaðist seinna en hin tvö fyrir áhrifum frá Vesturlöndum og varla hafði sú opnun átt sér stað er Japanir lögðu landið undir sig. Und- ir stjóm þeirra voru möguleikar Kóreumanna á samskiptum við um- heiminn áfram takmarkaðir. Jap- önsku yfirráðunum lauk með ósigri Japans í heimsstyrjöldinni síðari, en þá tók við skipting landsins í suður- og norðurríki út frá valdatafli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Inn í Suður-Kóreu streymdu vest- ræn áhrif, Norður- Kórea var hins- vegar undir stjórn Kim Il-sungs ekki síður einangruð en konungs- ríkið gamla hafði verið, m.a.s. sam- skiptin við kommúnísku stórveldin Kína og Sovétríkin voru takmörkuð. Það er ekki auðvelt að reyna að gera sér í hugarlund hugarfar fólks með þennan söguferil að baki. En ólíklegt getur varla talist að í aug- um þess sé umheimurinn — Suður- Kórea einnig núorðið — dularfull- ur, framandi, ískyggilegur. Opinberi áróðurinn hefur og í allri stjórnar- tíð Kims gengið út á það að sann- færa fólk hans um að það sé um- kringt heimi, sem sé annaðhvort fjandsamlegur eða ekki til að reiða sig á. Kim hefur og höfðað mjög til þjóðernishyggju, sem landar hans hafa í ríkum mæli, og það hefur sennilega ásamt með öðru tryggt honum taumhald á þeim. Leiðtogi þessi hefur í yfir fjóra ára- tugi látið dýrka sig sem einskonar goðkonung og Ieitast við að gera sig að helgum holdgervingi þjóðar sinnar, í augum hennar. Á bak við viðhorf af því tagi eru ævafornar hefðir í Austur-Asíu sem víðar, og er því ekki óhugsandi að dýrkunin á Kim hafi að einhverju marki treyst tilfinningaböndin milli hans og þegna hans. í opinbera áróðrinum hefur Kim þar að auki ekki einungis verið kynntur sem þjóðarleiðtogi Kóreumanna, heldur sem leiðtogi er allur heimur virði og/eða óttist. í því sambandi er því haldið fram að Kim sé ekki aðeins einn af helstu hugmyndafræðinga marxismans, heldur hafi hann innleitt nýtt þró- unarstig — sem eins og vænta mátti er kallað kimilsúngismi — í sögu þessa kenningakerfis. Gefið er þar með í skyn að eldri stig marxismans séu úrelt orðin, en kimilsúngism- inn hið nýja ljós heimsins. Hræðast þýska fordæmið Með hliðsjón af þessu mætti vera að Norður-Kóreumenn hefðu hærri hugmyndir um sig gagnvart um- heiminum en umheimurinn hefur um þá. Það á trúlega einnig við um Kim og gæðinga hans. Áróðurs- menn og ekki síst þeir, sem einokað geta áróður, heilaþvo gjarnan sjálfa sig, ef ekki aðra. Af andstöðu gegn Kim fara ekki miklar sögur. Hann kann að vera vinsælli af þegnum sínum en Vesturlandamenn eiga auðvelt með að skilja. Þar að auki er harðstjórnarkerfi hans sagt skipu- lagt með besta móti. Enn má benda á með tilvísan til þess, sem rakið var hér að ofan, að Norður- Kóreumenn hafa í aldaraðir vanist einangrun og harðstjórn, nú síðast undir komm- únistum, þar áður undir Japönum og þar á undan svo öldum skipti undir harðráðri konungsstjórn, sem studdist við aðal og mandarína. Sagt hefur verið að þótt Norður-Kórea af- neiti í samræmi við guðleysi komm- únismans öllu af trúarbragðatagi, sé það ríki í raun konfúsíanskara en nokkurt annað í heimi. Kommún- istaflokkurinn gegni þar hliðstæðu hlutverki og mandarínastéttin áður. Enda þótt sjálfstraust þeirra Kim- feðga og þeirra manna kunni að vera meira en margur heldur, má eigi að síður ætla að tímarnir séu í þeirra augum með erfiðara móti. Kommúnismi sovétblakkarinnar er hruninn og með honum að mestu viðskiptin við Sovétríkin, sem voru meirihluti allra utanríkisviðskipta Norður-Kóreu. Líkur hafa þótt auk- ast á því að Kóreuríkin tvö samein- ist. Suður-Kórea er miklu fólksfleiri en norðurríkið, efnahagur þess í slíkum blóma að til fádæma telst á þessum samdráttartímum, og nú er meira að segja verið að innleiða þar lýðræði. Er það í fyrsta sinn í sögu þeirra sem Kóreumenn hafa eitt- hvað af slíku að segja, svo heitið geti. Út frá þessu er virðing Suður- Kóreu í augum heimsins allmikil og fer vaxandi. Samvinnuháskólinn — rekstrarfræði Rekstrarfræðadeild Samvinnuháskólapróf í rekstrarfræðum miðar að því að rekstrarfræðingar séu undirbúnir til forystu-, ábyrgðar- og stjórnunarstarfa í atvinnulífinu. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræöi- eða viðskipta- brautum eða lokapróf í frumgreinum við Samvinnuháskól- ann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Öll helstu svið rekstrar, viðskipta og stjórn- unar, s.s. markaðsfræði, fjármálastjórn, starfsmannastjóm, stefnumótun, lögfræði, félagsmál, samvinnumál o.fl. Námstími: Tveir vetur, frá septembertil maí. Námið er lánshæft hjá L(N. Frumgreinadeild til undirbúnings rekstrarfræðanámi. Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám á framhaldsskólastigi án tillits til námsbrautar. Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvugreinar, enska, ís- lenska, stærðfræði, lögfræði og féiagsmálafræði. Einn vet- ur. Aðstaða: Nemendavist og fjölskyldubústaðir á Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.fl. Barnaheimili og grunnskóli nærri. Kostnaöur: Fæði, húsnæði og fræðsla áætluð um 38.000 kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með bréfi-til rektors Samvinnuháskólans á Bif- röst. Umsókn á að sýna persónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina og um fyrri störf. Tvenn skrifleg meðmæli fylgi. Veitt er innganga umsækj- endum af öllu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir, sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í at- vinnulífinu. Námið hentar jafnt konum sem körlum. Umsóknir verða afgreiddar 25. apríl og síðan eftir því sem skólarými leyfir. Samvinnuháskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi — sími 93-50000. 3ZI Eyjólfur Sverrisson, knattsþymumaður „STJ ÖRNUBOKIN HITTIR BEINT í MARK!“ ■o- Með spariáskrift að Stjömubók er unnt að losa alla innstœðuna á sama tíma. Verðtrygging og háir raunvextir. Vextir bókfærðir tvisvar á ári. Lausir til útborgunar eftir það. Hver innborgun bundin í 30 mánuði.* Eftir það er hún alltaf laus til útborgunar. Spariáskrift - allar innborganir lausar á sama tíma. Lántökuréttur til húsnæðiskaupa. Lánsupphæð hámark 2,5 milljónir til allt að I0 ára. * Ef nauðsyn ber til geiur reikningseigandi sótt um heimild til úttektar á bundinni fjárhæð gegn innlausnargjaldi. STJÍRNUBOH BLNAÐARBANKINN Traustur banki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.