Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 1
Frétta-Tíminn.Frétta-síminn...68-76-48...Frétta-Tíminn.Frétta-síinmn...68-76-48...Frétta-TíminnFrétta-símmn—68-76-48 Laugardagur 26. júní 1993 118. tbl. 77. árg. VERÐí LAUSASÖLU KR. 110.- Orð ráðamanna um nauðsyn á stórfelldum niðurskurði í ríkisrekstri hafa slæm áhrif og starfs- menn óttast framtíðina. Formaður BHMR: Ekki lekkft þegjandi og hljóóalaust á höggstokkinn Slys við Melatorgið: Bfl var ekið á vegg við Mela- torgið í Reykjavík um kl. 9.30 f gærmorgun. Ökumaður bflsins var fluttur á slysadeild og þurfti að flytja ökutækið á brott með krana. M verður ekki ekið aftur í bráð. Ekki er vitað hvað olli ðhapp- inu. -ííKG. „Opinberír starfsmenn munu örugglega ekki láta leiða sig þegjandi og hljóðalaust á höggstokkinn. Vfsasta leiöin til þess væri td. að skrífa núna undir kjarasamning með yfiríýsingar ráðamanna um stórfelldan niðurskurð á herðunum. Það er m.a. ástæðan fyrir því að menn hafa staldrað við og einnig vegna þeirra umræðna sem átt hafa sór stað um breytingar á réttindum opinberra starfs- manna," segir Páll Halidórsson, formaður Bandalags háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna, BHMR. I tengslum við gerð fjárlaga fyrir og viðskiptanefndar alþingis með því næsta ár og í ljósi þess að hallinn á ríkissjóði stefnir í að verða 13 miljarð- ar í ár hafa einstakir forystumenn stjómarliða verið iðnir við að gefa út yfirlýsingar um nauðsyn á stórfelldum niðurskurði í opinberum rekstri. Með- al annars reiknar formaður efnahags- að opinberum starfsmönnum muni fækka í kjölfar óhjákvæmilegs niður- skurðar í samneyslunni. Páll Halldórsson segir að þessar yfir- lýsingar ráöamanna hafi vissulega slæm áhrif á opinbera starfsmenn og sérstaklega í ljósi þess að það er ekki Tafir á gerð Breiðadals- og Botnsheiðaganga: 500 lítrar streyma fram á sekúndu Tkfir hafa orðið á gerð Breiðadals- og Botnsheiðarganga þar sem mikið vatn hefur lekið inn í þau. Göngin eiga að liggja frá ísafirði til Súg- andafjarðar og Breiðadals. Bjöm Harðarson, umsjónarmaður Vegagerðar ríkisins á Dagverðardal, segir alltaf hafa lekið öðm hverju inn í göngin en undanfamar vikur hafi vatnsmagnið verið óvenjumikið og leki 400-500 lítrar á sekúndu inn í Tungudal við ísaljörð. Það finnst þó ekki öllum vatnið jafn leiðinlegt og segir Bjöm bæjaryfir- völd á ísafirði hugsa sér gott til glóð- arinnar og vilja virkja vatnsaflið enda hafi bæjarbúar orðið að láta sér yfirborðsvatn nægja hingað til. „Vatnsflaumurinn hefúr enga eyði- leggingu í för með sér fyrir ganga- gerðina en kostnaður eykst hjá verk- takanum þegar tafir verða“, segir Bjöm. Gert er ráð fyrir vatninu í verk- samningi og segir Bjöm að enn sé búist við að göngin verði tilbúin í lok ársins 1995 eins og áætlað var í upphafi. Gengisfelling um helgina? Hugsanlegt er að talið að ríkisstjómin taki ákvörðun nú um helg- ina um aö fella gengi krónunnar. Ríkisstjómarfundur hefur veríð boðaður um helgina til að ræða tillögur sem miöa að því aö gera sjávarútveginum kleift að standast þann niðurskurð á veiðiheim- ildum sem framundan er. 1 viðskiptaheiminum í gær var mjög sterkur orðrómur um að gengið verði fellt um helgina. Bensín lækkar Olíufélagið og Olís ákváðu í gær að lækka bensínverð um 50 aura lítr- ann. Skeljungur tók hins vegar þá ákvörðun að lækka ekki verð á bens- íni hjá sér. Forráðamenn Skeljungs telja að mikil óvissa riki um þróun á gengi dollarans og vilja sjá hver staða hans verður eftir helgina. Þá vilja þeir einnig sjá hvort gengi krónunnar breytist eitthvað um helgina. -EÓ mikið um önnur atvinnutækifæri að ræða úti í samfélaginu. Hann segir að starfsmenn eigi þá kröfu á hendur sinna félaga og samtaka að þau fylgist vel með og séu tilbúin að bregðast við því sem að höndum ber. „Við sem emm í forsvari fyrir félög og samtök opinberra starfsmanna vitum vel hver af öðmm, emm í góðu kall- færi, og menn em tilbúnir þegar og ef...“ Páil segir að það hangi fleira á spýt- unni ef ætlunin sé að fára skera frekar niður í heilbrigðis- og menntakerfinu. „Það er ekki aðeins um að ræða at- vinnu fólksins heldur einnig þá þjón- ustu sem almenningur fær frá þessum kerfum. Síðan er sú spuming mjög áleitín í núverandi stöðu þegar krepp- ir að: Á ríkið að ganga niður með þeirri sveiflu og auka þannig í raun og vem á hana, eða reyna að vinna á móti kreppuáhrifúnum og jafna út sveifl- umar? Ég tel að ríkið eigi að vinna á móti áhrifum kreppunnar og jafna út sveiflumar. Að mati formanns BHMR er ekki hægt að spara meira hjá ríkinu. Hann segir að ef stjómvöld ætla að munda niðurskurðarhnífinn þá verði þau ein- faldlega að minnka starfsemi hins op- inbera og þá þjónustu sem það veitir. ,Málið snýst ekki bara um peninga heldur um þjónustustigið og velferð- ina. Það er búið að vera að spara í 10- 20 ár og tálga allt sem tálgað verður og menn em komnir inn að beini. Næsta skref yrði þá bara að höggva og aflima.“ -grh SIGURGEIR JÓNASSON, bóndi að Vogum II í Mývatns- sveit, skyggnir hér andaregg. Varpiö hefur genglð vel í ár og segir Slg- urgelr þaö nálgast það sem tfökaðlst í „gamla daga“. Hann hefur þeg- ar teklð á flórða þúsund eggja. Vitað er að breyting á gengi er ein þeirra leiða sem rædd hefur verið innan ríkisstjórnarinnar til að bæta stöðu sjávarútvegsins. Tálið er að hinn sterki orðrómur um gengisfellingu geti orðið til þess að rfldsstjórnin flýti því að taka ákvörðun í málinu. Ekki er talið að ríkisstjómin muni taka endanlega ákvörðun um kvóta á næsta fiskveiðiári á fundi sínum um helgina, en hugsanlegt er að ákvörðun verði tekin á reglulegum ríkisstjómar- fundi á þriðjudaginn. Skiptar skoðanir em innan ríkisstjómar- innar um hvað fara eigi nálægt tillögum Hafrannsóknarstofti- unar. -EÓ Guðmundur Bjarnason alþingismaður gagnrýnir afskiptaleysi ríkisstjórnar af vaxtamálum: Stjórnvöld í öðrum löndum hafa afskipti af vöxtum „Sé litið tll nágrannalanda okkar þá berast stöðugt fréttir af því að ríklsstjómir (samráði við bankayfirvöld í löndunum séu að reyna að hafa áhríf á vaxtastig. Það virðist ekkert slíkt mega koma til hér, hversu undaríegt sem það kann að virð- ast,“ segir Guðmundur Bjamason alþingismaöur um vaxta- stefnu ríkisstjómarínnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa lýst yfir vonbrigðum með af- skiptaleysi stjómvalda af vaxta- málum, en vextir hafa ekki lækk- að í kjölfar kjarasamninga eins og að var stefnL Forsætisráðherra segir í Morgunblaðinu í gær að ríkisstjómin hafi staðið við sitt og reikna megi með vaxtalækkun í hausL Guðmundur segir að þessi kenn- ing ríkisstjómarinnar um að rík- isvaldið megi ekki hafa áhríf á vextina því að markaðurinn eigi alfarið að fá að ráða sé óvíða fylgt jafn strangt eftir og hér á landi. Ráðamenn í allflestum löndum OECD hafi bein og óbein afskipti af vöxtum og líti á vexti sem eitt mikilvægasta stjómtækið til að hafa áhrif á þróun efnahagsmála. Guðmundur sagði að raunvextir skuldabréfa, sem er sá þáttur sem ræður einna mestu um vaxtastig- ið, væri með því hæsta sem gerist á íslandi. Háir vextir ættu stóran þátt í erfiðleikum atvinnulífsins. Guðmundur sagði athyglisvert að halli á ríkissjóði væri oftast nær talinn aðalorsökin fyrir há- um vöxtum hér á landi. Ef hins vegar ríkissjóðshallinn hér væri borinn saman við hallann f ná- grannalöndunum kæmi í ljós að hann er þrátt fyrir allt með því lægsta sem gerist hér á landi. „Eg vil ekki gera lítið úr því að hallinn á ríkissjóði hafi áhrif á vaxtaþróunina, en ég held að það sé ekki hægt að segja að hann sé eini sökudólgurinn fyrir háum vöxtum hér á Iandi,“ sagði Guð- mundur. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.