Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 26. júní 1993 Tíminn 5 Finnur Ingólfsson skrifar Miklir efnahagserfiðleikar steðja að okkur íslendingum nú um þessar mundir. Ástæður þeirra eru margar, svo sem afla- brestur, slæm ytri skilyrði og ekki síst efnahags- og atvinnustefna núverandi rík- isstjómar. Til að vinna sig út úr þessum erfiðleikum þarf að grípa til róttækra og víðtækra aðgerða. Aðgerða sem krefjast nýrrar hugsunar og nýrra vinnubragða í stjómkerfinu. Þær aðgerðir gætu kallað á uppstokkun og endurskipulagningu hags- munasamtaka, sameiningu fyrirtækja og samruna stofnana. Komi til slíkra að- gerða, hlýtur lífeyrissjóðakerfi lands- manna einna fyrst að koma til skoðunar og endurmats. Það er engin nýlunda að gerðar séu at- hugasemdir við núverandi lífeyrissjóða- kerfi. Árið 1976 var skipuð 17 manna nefnd, sem gera átti tillögur um nýskipan í lífeyrissjóðakerfinu, og skilaði hún áliti árið 1987. Nefndin gerði tillögur um sam- ræmda löggjöf um starfsemi lífeyrissjóð- anna. Um tillögur neftidarinnar hefur ekki myndast pólitísk samstaða og því hefúr frumvarp það, sem nefndin sendi frá sér, ekki hlotið samþykki Alþingis. í nóvember 1992 gaf bankaeftirlit Seðlabankans út skýrslu þar sem gerð er tilraun til úttekt- ar á stöðu lífeyrissjóðakerfisins. Engin heildarlöggjöf til í skýrslunni kemur fram að á árinu 1991 voru starfandi 88 lífeyrissjóðir, þar af voru 9 lífeyrissjóðir sem ekki taka lengur við iðgjöldum. Af þessum 88 lífeyrissjóðum teljast 76 vera sameignarsjóðir og 12 sér- eignarsjóðir. Af sameignarsjóðunum eru 17 með ábyrgð ríkissjóðs, sveitarfélaga og ríkisbanka, 3 með ábyrgð hlutafélaga og 56 án ábyrgðar launagreiðenda eða ann- arra aðila. Hrein eign til greiðslu lífeyris þessara sjóða, samkvæmt upplýsingum bankaeftirlits Seðlabankans, nam í árslok 1991 157,5 milljörðum króna. Rekstrar- kostnaður ársins 1991 var um 632 millj- ónir. Ráðstöfúnarfé sjóðanna var á árinu 1991 29,5 milljarðar og fjármunatekjur sjóðanna námu samtals 11,4 milljörðum iáóna árið 1991. Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga má furðu sæta að enn skuli engin heildarlöggjöf vera til um starfsemi lífeyr- issjóðanna. ítarleg og viðamikil löggjöf er til um verðbréfasjóði, banka og sparisjóði, en lífeyrissjóðimir, sem ráða yfir meiri fjármunum en þessar stofnanir allar til samans, starfa engu að síður án heildar- löggjafar. Skerðing á lífeyri blasir við Tálsvert vantar upp á að margir lífeyris- sjóðimir geti staðið undir þeim skuld- bindingum sem þeir hafa tekið að sér. í mörgum tilfellum er fyrir hendi ábyrgð ríkis, sveitarfélags eða annarra launa- greiðenda á skuldbindingum viðkomandi lífeyrissjóða; því geta þeir, sem greiða inn í þá sjóði, sofið rólegir. Þar sem engri slíkri ábyrgð er til að dreifa, blasir hins vegar við allt önnur og alvarlegri staða, því engar líkur virðast vera á að viðkomandi sjóðir geti unnið sig út úr vandanum án vemlegrar skerðingar á líf- eyri og/eða mik- illar hækkunar á iðgjöldum. Það er því ábyrgðarhluti að stór hluti landsmanna er að greiða inn í lífeyrissjóði sem geta ekki og koma ekki til með að geta staðið við lífeyrisskuldbindingar sínar. En hvað er til ráða? Frumvarp til laga um eftir- launaréttindi launafólks Þrír þingmenn Framsóknarflokksins, Guðni Ágústsson, Halldór Ásgrímsson og sá sem þetta ritar, hafa lagt fram á Alþingi ffumvarp til laga um eftirlaunaréttindi launafólks. Tilgangur þess frumvarps er sá að breyta því fyrirkomulagi sem nú ríkir í skipan lífeyristrygginga landsmanna og færa þær í nútímalegra horf með laga- setningu um starfrækslu eftirlaunasjóða þar sem lífeyrissjóðir, líftryggingafélög, viðskiptabankar, sparisjóðir og verðbréfa- fyrirtæki geta tekið að sér starfrækslu slíkra sjóða, hafi þeir hlotið til þess viður- kenningu fjármálaráðuneytisins að und- angenginni umsögn bankaeftirlitsins. Fmmvarpinu er ekki ætlað, verði það að lögum, að leysa þann ógnvænlega vanda sem að lífeyrissjóðunum steðjar, þó svo að það sé löngu orðið tímabært að setja lög um eftirlaunasjóði landsmanna, ekki síst í ljósi þess sem fram kemur í skýrslu bankaeftirlitsins. Með frumvarpinu er hins vegar bent á Ieið sem þegar til fram- tíðar er litið getur byggt upp öflug líf- tryggingakerfi fyrir alla landsmenn og jafnframt dregið úr útgjöldum ríkisins á þessu sviði. Frelsi tii að velja Launamenn em samkvæmt ffumvarpinu skyldaðir til að greiða í eftirlaunasjóð eins og verið hefur, en afiiumin er sú kvöð að launamaður sé þvingaður til aff greiða í lífeyrissjóð sem jafnvel er vitað að ekki muni geta staðið við skuldbindingar sínar. Því er launamanni heimilt að velja sér sjóð sjálfur og jafnframt þá vátrygginga- vemd sem honum hentar að tilteknu lág- marki slepptu. í þessu felst gmndvallar- breyting, þar sem launamaður ræður engu í núgild- andi lífeyris- sjóðakerfi um það, hvar eftir- laun hans em ávöxtuð og hvemig. Með þessum hætti myndast sam- keppni um eft- irlaunaframlag launamanna. Með vali launamanns á eftirlaunasjóði fara saman hagsmunir um bestu ávöxtun eftirlaunaframlagsins og heimild til ráð- stöfunar þess. Ekki er gert ráð fyrir breytingu á starf- semi núverandi lífeyrissjóða. Vilji stjóm lífeyrissjóðsins breyta starfsemi sjóðsins, er ekkert því til fýrirstöðu að þeir reki starfsemi sína sem eftirlaunasjóð. Einnig geta lífeyrissjóðir stofnað eftirlaunasjóð sem rekstraraðili og rekið starfsemi lífeyr- issjóðsins áfram. Eins getur eftirlauna- sjóður yfirtekið rekstur lífeyrissjóðsins. Þátttaka í atvinnulífínu Eitt af því sem veikir stöðu atvinnulífsins nú er það hversu spamaður í þjóðfélaginu er lítill og þeir ógnvænlegu erfiðleikar, sem að lífeyrissjóðakerfinu steðja, munu, ef ekki verður gripið til tafarlausra að- gerða, auka útgjöld ríkisins til almanna- trygginga stórkostlega á næstu árum og áratugum. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að eftirlaunasjóðunum sé ætlað mikil- vægara hlutverk í uppbyggingu atvinnu- lífsins en lífeyrissjóðunum hefur verið ætlað hingað til. Eftirlaunasjóðunum er gert skylt að fiár- festa að lágmarki 5% af eignum sínum í hlutafélögum eða sambærilegu félags- formi, enda séu engar hömlur á viðskipt- um eða eignarhlut í félaginu. Eftirlauna- sjóðimir mega hins vegar ekki eignast meira en 10% eignarhlut í einstökum fé- lögum með eða án atkvæðisréttar. Skýr fiárfestingarstefria er mótuð fyrir eftir- launasjóðina þar sem gert er ráð fyrir að meginreglan sé sú að eftirlaunasjóðunum sé heimilt að fiárfesta 70% eigna sinna í framseljanlegum verðbréfum, þar á meðal framseljanlegum eignarhlutum í íslensk- um fyrirtækjum að tilteknu lágmarki. Hin 30% eignanna má eftirlaunasjóður m.a. fiárfesta í íbúðarhúsnæði. Eins er eftir- launasjóðum heimilt að fiárfesta með lán- veitingu til sjóðsfélaga, en ekki annarra aðila. Tvísköttunin afnumin Frumvarpið gerir ráð fyrir því að eftir- launaframlagið sé hækkað úr 10% í 13%. Það er hins vegar gert ráð fyrir að skipting þess verði háð kjarasamningum stéttarfé- laga og vinnuveitenda. í dag er þetta hlut- fall þannig að launamaður greiðir 4%, en atvinnurekandi 6%. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að tvísköttun eftirlaunanna sé af- numin. Eftirlaunaframlagið við inn- greiðslu er undanþegið tekjuskatti allt að 7% af launum. Við þessa breytingu munu ráðstöfunartekjur launamanns aukast um 3%, en skatttekjur ríkisins gætu lækkað um 2,500 millj. kr. Á móti kemur að staða Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins batnar verulega þegar til lengri tíma er litið, þar sem eftirlaunaframlagið hækkar um 3%. Nái þessi skipulagsbreyting á lífeyris- sjóðakeríi landsmanna fram að ganga, þá mun þessi aukni styrkur lífeyrissjóðanna og eftirlaunasjóða til að standa við skuld- bindingar sínar leiða til þess að fram- færslubyrði ríkisins minnkar, þar sem út- gjöld Tryggingastofnunar ríkisins munu dragast saman. Þar að auki mun aukinn langtímaspamaður leiða til minni neyslu og hafa jákvæð áhrif á greiðslujöfnuð við útlönd. Breytingar á lífeyrissjóðakerfi landsmanna er því eitt af því fyrsta sem skoða þarf í þeim víðtæku skipulagsbreyt- ingum, sem nauðsynlegt er að ráðast í á öllum sviðum þjóðlífsins, ef okkur íslend- ingum á að takast að komast út úr þeim erfiðleikum sem að okkur steðja um þess- ar mundir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.