Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 10
lOTíminn Laugardagur 26. júní 1993 Hótel Varmahlfó var tekiö í notkun 18. júnf. Þá var ár slöan hafist var handa viö aö byggja húsiö. Timamynd: Pjetur Nýtt hótel í Varmahlíð Föstudaginn 18. júní var tekið í notkun nýtt hótel í Varmahlíð í Skagafirði. Ásbjörg Jóhannsdóttir er hótelstjórí og eigandi hótels- Ins. í Varmahlíð hefur verið starffækt gistiaðstaða í 20 ár. Þann 18. júní í fyrra var hafist handa við að stækka gamla hótelið, eða öllu heldur byggja nýtt hótel. Það er nýrisið og í því eru 12 tveggja manna herbergi með baði, síma, útvarpi og sjónvarpi ef menn óska þess. „Svo erum við með veitingasal sem rúmar 110 manns og bar og setustofu. Þetta er allt nýtt og huggulegt," segir Árdís M. Bjömsdóttir, sem gegnir störfum hótelstjóra í sumar, í fjarveru Ás- bjargar. „Síðan við opnuðum, hefur verið stanslaus eftirspum. Það er mjög ánægjulegt að segja frá því.“ Á Hótel Varmahlíð er hægt að kaupa veiðileyfi, þar er hestaleiga, sundlaug og góð íþróttaaðstaða. Ár- dís ráðleggur fólki að panta gistingu í síma 95-38170, þar sem eftirspum sé mikil. „Þetta er mikill viðkomustaður," segir Árdís. „Það er mátulegt, ef fólk ætlar lengra norður, að stoþpa í Varmahlíð yfir eina nótL“ GS. Hjá okkur eru 72 herbergi, flest með snyrtingu og baði, þar af er ein „svíta“ sem er tilvalin fyrir brúð- kaup, afmæli og önnur hátíðleg tækifæri. í matsal flytja söngvarar og tónlistarmenn lifandi tónlist fyrir matargesti. Réttur dagsins, bamamatseðill og gimileg- ur sérréttaseðill. Koníaksstofan er opin öll kvöld. Einn- ig viljum við minna á „Sæludaga Áningar" * ogýmistilboðsemviðbjóðum. Það er stuttur krókur út á „Krók“. Verið velkomin - starfsfólk Hótels Áningar. Spillum ekki fögru útsýni meira en nauðsyn krefur! Notum dökkgræna rúllubaggaplastið frá Eftirtaldir aðilar selja dökkgrænt umhverfisvænt Polybale rúllubaggaplast SuAurland Höfh-Þrlhymingur, Selfossi og Hellu S: 98-75831 Vesturland Stefán Ármannsson, Skipanesi S: 93-38894 Dalarkjör, Búðardal S: 93-41180 Kaupfélag Króksljarðames S: 93-47702 NorAurland Kaupfélag A-Húnvetninga, Byggingarvörur S: 95-24200 Sigurður Ingi Guðmundsson, Saurbæ S: 95-12673 Kaupfélag Hrútfirðinga, Borðeyri S: 95-11158 Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki S: 95-35200 Þórshamar hf., Akureyri S: 96-22700 Kaupfélag Þingeyinga, Húsavlk S: 96-40400 Austurland KASK, Jámvömdeild, Homafirði S: 97-81200 Gljá hf. Jaðar, 851 Hella S: 98-75628 og 985-25628 Fax: 98-75629 Ófeigur Geirsson, bæjarstjóri á Blönduósi: Ferðamenn staldra við Séö yfir Blönduós. „Blönduós er bæði viðkomustaður og dvalarstaður núorðið. Það er golfvöllur hér og hestaleigur. Hér er einnig heimilisiðnaðarsafn og ýmislegt annað áhugavert að skoða, bæði á Blönduósi og í næsta ná- grenni. Það er Ld. hægt að fara í heppilegar dagsferðir í dalina hér í kring,“ segir Ófeigur Geirsson, bæjarstjóri á Blönduósi. Ófeigur segir að ferðamenn séu í vaxandi mæli famir að staldra við á Blönduósi, á tjaldstæðum, í sumarhúsum eða í gistingu ann- ars staðar. „Ferðamannafjöldi hef- ur aukist á undanfömum ámm og þeim, sem hafa viðdvöl héma, hef- ur fjölgað." Á Blönduósi hefur verið starfrækt árshótel síðan 1943, Hótel Blönduós. Þá er þar einnig starf- rækt gistiheimilið Blönduból. Á tjaldstæðinu á Blönduósi er sum- arhús sem fólk getur fengið afnot af. Er þar um að ræða samstarf við norska aðila í byggingariðnaði og ferðamálum. Ferðamálafélag Austur-Húnvetn- inga rekur tjaldstæðið. „Það hefur verið starfsmaður nú í heilt ár á vegum Ferðamálafélagsins með aðsetur hér á Blönduósi. Einmitt þessa dagana er verið að taka f notkun á tjaldstæðinu sérstakt hús fyrir upplýsingamiðstöð ferða- mála og þessi starfsmaður hefur þar aðstöðu," segir Ófeigur. „Það hefur verið heldur kalt hér á Norðurlandi á undanfömum vik- um. Það hefúr sjálfsagt dregið eitt- hvað úr ferðalögum íslendinga, en við höfum orðið vör við talvert af útlendingum," segir Ófeigur. GS. FERÐAÞJÓNUSTAN YTRI-VÍK Sjóstangaveiði, hestaleiga, gisting, fæði • SÍMAR 96-619882 og 61630 Hætta! Skiljiö smaborn aldrei eftir HALLBJÖRÍM J sími 95-22610,Skagaatrðnd, SKAGASTBÖND VELKOMIN TILVÖGGU ÍSLENSKRAR KÁNTRÝTÓNLISTAR FM 100,7 VILLTA VESTRIB sueunin O CONWAY CONWAY CRUISER 4-6 manna á öflugum undirvagni og 13" hjólbörðum. Fullbúið eldhús og rúmgóður borðkrókur. VERÐ KR 495.950 STGR. LAGMULA 7 SÍMI 814077

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.