Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 26. júní 1993 Tíminn MÁLSVARl FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Ttminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritsflóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Asgrfmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason Skrtfstofur Lynghálsi 9,110 Reykjavik Síml: 686300. Auglýslngastnni: 680001. Kvöldsfmar Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Selnlng og umbrot Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Viðvörunarljós í ferðaþjónustu A síðasta áratug hefur komum erlendra ferðamanna til íslands fjölgað mikið. Ferðaþjónustan er orðin stór atvinnugrein sem gefur þjóðinni miklar tekjur. Sú staðhæfing heyrist oft að ferðaþjónustan sé vaxt- arbroddur í íslensku atvinnulífí. Það kann að vera eitt- hvað til í því, en að því skyldi þó gæta að í þessari at- vinnugrein gerist ekkert af sjálfu sér fremur en á öðr- um sviðum. Stöðugt vaxandi ferðamannastraumur til íslands er ekkert náttúrulögmál, né heldur stórfelld kaup þeirra á vöru og þjónustu hérlendis. Ferðamálamenn bera saman bækur sínar, eins og gerist í öðrum atvinnugreinum, og ein ráðstefna af því tagi var haldin á Egilsstöðum síðastliðinn miðvikudag þar sem rætt var um fjárfestingar í ferðaþjónustu og þróun ferðamála. Þar komu margar athyglisverðar upplýsingar fram hjá austfirskum ferðamálamönnum og fulltrúa samgönguráðuneytisins sem héldu erindi á ráðstefnunni. í stuttu máli voru niðurstöðumar þær að hin stöðuga fjölgun erlendra ferðamanna á íslandi á síðasta áratug væri nú stöðvuð og ísland skæri sig úr öðmm OECD- ríkjum á því sviði þar sem ferðamannastraumur vex á ný eftir mikla lægð í tengslum við Persaflóastríðið. Auk þess væri eyðsla ferðamanna í landinu minni en áður og munaði þar vemlegum fjárhæðum. Jafnframt kom fram sú skoðun að of mikil áhersla hefði verið lögð á fjárfestingu í hótelum og gistiher- bergjum á kostnað skipulegrar markaðsvinnu. Verðlag væri hér hátt, ferðir dýrar og viðbrögð ferðamála- manna væm þau að bjóða styttri ferðir sem þýddi styttri dvöl hvers ferðamanns í landinu þjónusta væri minna nýtt. Þetta em alvarleg viðvömnarmerki hvað varðar þessa atvinnugrein og það er alveg ljóst að tími fjárfestingar, án skipulegrar markaðssóknar, er liðinn. Einnig þarf að huga enn betur að því hvað hægt sé að bjóða ferða- fólki til afþreyingar þótt margt hafi gerst á því sviði. Styttri ferðir þýða óhjákvæmilega að ferðamanna- straumurinn dreifist minna um landið en áður og ein- skorðast meira við ákveðna landshluta út frá Keflavík- urflugvelli. Þvf er brýnt að markaðssetja fleiri flugvelli og má þar nefna hinn nýja Egilsstaðáflugvöll. Það er nauðsyn að dreifa umferð ferðamanna um landið fremur en beina þeim öllum á eitt landsvæði. Hátt verð á ferðaþjónustu og styttri viðdvöl ferða- manna af þeim sökum beinir athyglinni að því glæfra- spili stjómvalda að auka nú skattlagningu á þessari at- vinnugrein. Ljóst má vera að óvissa er um hvort þessi aðgerð skili riídssjóði því sem til er ætlast. Lækkun virðisaukaskatts á mat ætti að hafa áhrif til lækkunar á veitingum en gistikostnaður og fargjöld eru svo stór þáttur í ferðapakkanum að það gerir meira en vega upp hin jákvæðu áhrif lækkunar. Ljóst er að brýnasta verkefnið nú er skipulögð mark- aðssókn. í þeim efrium verða markmiðin að vera vel skilgreind. Til hverra á að ná og hvemig á að gera þeim dvölina á íslandi sem ánægjulegasta. Það má heldur ekki gleyma sambúðinni við landið og eitt lykilatriðið í því að forðast örtröð er að hafa landið allt með en ekki aðeins ákveðna og afmarkaða ferðamannastaði. Oddur Ólafsson skrifar Alþjóðahyggja og þjóðremba Alþjóðahyggja nútímans og þjóð- remba blandast með svo furðuleg- um hætti að oft er ógerlegt að skilja þar á milli, en málskrafsfólk telur þama vera andstæða póla. Þjóðremba er andstyggileg og fas- ísk en gengdarlaus alþjóðahyggjan er mannvæn og frjálslynd. Þetta er að minnsta kosti sú mynd sem pól- itíkusar og fjölmiðlar gefa þegar málefnin eru til umræðu, sem er æriðofL En tvískinningurinn er aldrei fjarri. Framleiðendur og kaup- sýlsumenn, sem oft eru sömu mennimir, leggja mikla áherslu á frjáls milliríkjaviðskipti og em á móti öllum takmörkunum og lagasetningu sem hindra alfrí við- skipti. Að hinu leytinu krefjast sömu viðskiptaöfl að framleiðslu- vörur og atvinnugreinar séu vemdaðar fyrir erlendri sam- keppni og eru stjómmálamenn teygðir og togaðir milli hags- munasjónarmiða og vita ekki Ieng- ur sitt rjúkandi ráð. Þetta er alþjóðlegt fyrirbæri og hefúr fest rætur á íslandi. Rugl- andinn með smjörlíkisinnflutn- inginn, eða bann við innflutningi, sfðustu dagana er gott dæmi um þetta. Viðskiptaráðuneytið, fjár- málaráðuneytið og landbúnaðar- ráðuneytið verja og sækja öll sjón- armið og enginn veit hvort hér er frjáls innflutningur á smjörlíki eða hvort innlend framleiðsla er lög- vemduð. Brenglað skyn Hugsjónir keppnisíþróttanna em meira en lítið skrýtnar þegar þjóð- remban og alþjóðahyggjan takast á. Væmnir bullarar rausa um gildi íþrótta og hve mikilvægir alþjóða- leikar séu til að efla vináttu og skilning meðal þjóða. En keppnin snýst svo öll um örg- ustu þjóðrembu. Hver heldur með sínum landsmönnum og lítur á er- lenda andstæðinga sem óvini. Metnaður og metingur er tak- markalaus. Afrek einstakra þjóða em lögð saman og fer ekki á milli mála hverjir em öðmm hæfari of- urmenni og hvaða þjóðir lítilsigld- ari. Ríkisstjómir allra landa stuðla af öllum mætfí að því að gera veg sinn sem mestan á alþjóðlegum kólosseum keppnisíþróttanna og telja sig þjóna sérstökum hags- munum þjóða sinna fyrir vikið. Hraðferðir snjallra íþróttamanna gegnum kerfi ríkisborgararéttar sýna hve þjóðremban er brengluð þegar til þeirra kasta kemur. Á móti og með Dvöl erlends vamarliðs á íslandi hefur Iöngum verið þjóðemissinn- uðum „friðarvinum" mikill þyrnir í augum. Þeir elska land síns föður og landið sitt og telja íslenska þjóð eina réttboma til að rækta tungu og menningararf sem helgast af langrí búsetu í landinu. Útlent út- varp og sjónvarp á íslandi var og er sorablettur á hreinleika þjóðarsál- arinnar. Ef einhver aftur á móti vogaði sér núna, 1993, að segja upphátt eða mála á skilti „fsland fyrir íslend- inga“ mundi sá hinn sami úthróp- aður sem öfgafullur hægrisinni, nasisti, bulla og skepna með íhaldsmálgagnið og ríkisfréttir í broddi fylkingar. Það helgast af því að mjög er sótt að íslandi eins og öðrum vestrænum ríkjum að taka við fólki frá löndum þar sem harð- neskja, ráðleysi og fátækt eru land- læg og er ákaflega ófínt að standa í móti þeim geysimiklu þjóðflutn- ingum, eða vara með einum eða öðrum hætti við afleiðingum þess að hræra ólíkum menningarhefð- um ógætilega saman. Þjóðríkin í kommúnistaríkjunum var þjóð- ríkið lagt niður og opinber hug- myndafræði afneitaði allri þjóð- menningu og trúarbrögðum öðr- um en trúnni á sósíalismann. Hvar sem örlaði á þjóðemiskennd var hún barin heiftarlega niður með vopnavaldi og heimurinn með USA í fararabroddi Iagði blessun guðs og sína yfir illvirkin og kúgunina. Þegar þjóðimar losnuðu við hug- myndavellu kommúnismans var þeirra fyrsta verk að heimta sjálf- stæði og ótal þjóðríki urðu til. Þá hófust landhreinsanir og önnur þjóðemisátök sem engan veginn sér fyrir endann á. Heimurinn stendur agndofa og botnar hvorki upp né niður í hvað er að ske. Sundurleit öfl boða til friðar og hermenn eru sendir af vígvöllum borgarastyrjalda í eigin löndum til að stilla til friðar ann- ars staðar í nafni SÞ. Einn aðalsættirinn í Bosnfu, Ow- en lávarður, var lengi áhrifamikill stjómmálamaður í Bretlandi og utanríkisráðherra. Hvorki í hans tíð né síðar hefur hið minnsta áunnist í að koma á friði á Norður- írlandi. En samt er talið að karlinn hafi burði til að friða Balkan. En hann er duglegastur við að tala inn í myndavélar eins og hann sé í framboði í heimakjördæmi sínu en ekki að vinna gagn í alþjóðlegri friðargæslu og er allt þetta mark- Iítið hjal. Hreinsanir Nýjasta ógnin er að forseti Rúss- Iands hótar hemaðaríhlutun í Eistlandi. Þar ætlar hann að verja rússneska hagsmuni en rúmur þriðjungur íbúa landsins er Rúss- ar, sem Eistar viðurkenna ekki að eigi þar ríkisborgararétt og vilja losna við þá úr landinu. Yfirgnæfandi meirihluti Rúss- anna er fyrrverandi hemámslið og yfirstétt sem Stalín og sporgöngu- menn hans settu yfir þjóðina sem landið byggði. Rússneska varð rík- ismál og aðkomumennimir réðu því sem þeir vildu. Rússar halda því fram að þeir hafi helgað sér rétt til búsetu í landinu en Eistar vilja hvorki sjá þá né heyra og búið er að kveikja tundrið í enn einni púðurtunnunni. Sama uppákoma er í nánast öll- um lýðveldum fyrrum Sovétríkja. Ólgan Um allan heim er ólga milli þjóða, kynþátta, trúarbragða og umfram allt menningarheilda. Misskilning- urinn og tvískinningurinn er al- gjör og em sumar þjóðir lofaðar fýrir það sem aðrar em fordæmdar fýrir og sömu aðilar heimta að mannréttindi séu virt í hvívetna hér en að ofbeldi sé beitt annars staðar. Endalok kalda stríðsins breyta heimsmyndinni og vandamálun- um í samskiptum manna og þjóða. { nýútkomnu tölublaði Time er viðtal við kennara í stjómmála- fræði í Harvard um breytta heims- mynd. Hann heldur því fram að heimurinn sé nú að skiptast í and- stæðar fylkingar eftir menningar- mynstri þar sem hugmyndafræði og þjóðemi skipta minna máli en áður var. En menning og þjóðemi fara oftast saman. Menning og trúarbrögð eru ná- tengd og þar af leiðandi stjómar- far. Kristnir norðurálfumenn em andspænis múslimum og áhang- endur spámannsins gegn þeim sem játa rétttrúnað austurkirkj- unnar. Herskáir hindúar og mús- limar á Indlandsskaga elda grátt silfur og enn má telja að Konfús- íusssinnar í Kína og Norður-Kóreu hafi tekið saman höndum gegn kristnum heimi því mikil vopna- sala fer fram milli þeirra menning- arheima. Samtímis afvopnast Vest- urlönd og fyrrverandi ríki í Sovét- sambandinu hvert sem betur get- ur. Sammni kynþátta er vel hugsan- legur en sammni menningar- heilda er eins og að blanda olíu við vatn. Harvardmaðurinn bendir á að vel sé hægt að vera hálfur Frakki og hálfur arabi. En að vera hálfur kaþólikki og hálfur múham- eðstrúarmaður er óhugsandi. Þarna em mörk sem engin landa- mæri fá breytt og þeir sem halda í vel meinandi fávisku sinni að hægt sé að hræra þjóðum og þjóðríkjum saman eins og naglasúpu vinna yf- irleitt meiri skaða en nokkm sinni ofstækisfullir þjóðrembingar, sem telja sjálfa sig öðmm mönnum æðri. Hvert íslendingar hrekjast í þeim ólgusjó sem heimsskipulagsleysið er nú, er kannski léttvægt Hvort við veðsetjum okkur út á gaddinn eða afhendum aðkomnu fólki arf- leifðina með öðmm hætti gildir einu. En teljist það æskilegt að viðhalda gömlu tungumáli og hafa búsetu við Dumbshaf er rétt að minna á að taumlaus alþjóðahyggja og fyrir- litning á heilbrigðri þjóðemis- kennd og varðveislu beinna hags- muna er vís vegur til að glopra niður öllu því sem íslenskt er og mun enginn sjá eftir því í fyllingu tímans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.