Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 16
16Tíminn Laugardagur 26. júní 1993 Ole Rosborg rekur Hótel Norðurljós á Raufarhöfn: Það er alltaf eitthvað unn að vera Kvöldsól viö Mývatn. Ferðamannavertíðin fer hægt af stað í Mývatnssveit í sumar, enda hefur verið kalt í veðri: 120 þúsund ferðamenn koma í Mývatnssveit Talið er að um 120-150 þúsund ferðamenn fari um Mývatnssveit á hverju sumrí. Gistinætur í héraöinu eru taldar vera um 60 þúsund á sumrí. Um 70-110 manns hafa atvinnu af ferðamannaþjónustu yf- ir sumarið. Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitarstjórí í Skútustaða- hreppi, sagði að feröamannaþjónusta gegni stóru hlutverki í at- vinnulífi Mývetninga, en vegna þess hvað annatíminn er stuttur só erfitt fyrír fólk að byggja afkomu sína alfaríð á þjónustu við ferða- menn. Ferðamannavertíðin hefur farið hægt af stað f Mývatnssveit og kenna menn þar um köldu veðurfari það sem af er sumri. Sigurður Rúnar sagði að íslenskir ferðamenn láti veðrið ráða mjög miklu, þegar þeir ákveða hvert og hvenær er farið í ferðalög. Hann sagðist viss um að ferðamenn hópist til Mývatns í sum- ar líkt og venjulega, þegar hitnar í veðri. En hvers vegna er Mývatnssveit svo vinsæll ferðamannastaður? „Það er saman komin hér á svo litlu svæði svo mikil Qölbreytni í náttúr- unni. Hér höfum við jarðsöguna nánast eins og opna bók, sögu sem er enn í mótun. Hér er háhita- og hverasvæði. Þá má ekki gleyma gróðri og dýralífi við vatnið,“ sagði Sigurður Rúnar. Sigurður Rúnar sagði að ferða- mannaþjónustan gegni veigamiklu hlutverki í atvinnulífi Mývetninga þann stutta tíma á ári sem ferða- menn leggi leið sína á svæðið. „Þetta eru í raun ekki nema tveir anna- mánuðir, þ.e. frá miðjum júní fram í miðjan ágúst. Þetta stendur stutt yf- ir og því er erfitt að byggja á þessum atvinnuvegi búsetu,“ sagði Sigurður Rúnar. Sem dæmi um þetta sagði hann að um eða innan við 10 manns hafi atvinnu af ferðamannaþjónustu stærstan hluta úr árinu, á meðan 70- 110 manns starfi við þetta yfir sumarið. Á síðasta sumri voru gerð viss mis- tök í vegagerð í Mývatnssveit, sem heimamenn telja að hafi haft nei- kvæð áhrif á ferðamannastrauminn til Mývatns. Sigurður Rúnar sagði að þó að ástand vegakerfisins í hér- aðinu sé ekki nægilega gott, geti ferðamenn treyst því að þeir þurfi ekki að vaða eðju á vegunum eins og gerðist í Mývatnssveit í fyrrasumar. Hann sagði að vegamálin við Mývatn séu að þróast í rétta átt. í haust verði td. vegurinn frá Skútustöðum nið- ur að Helluvaði endurbyggður. „Við getum hýst 50 manns og þar meö talið í svefnpokaplássum," seglr Ole Rosborg, en hann rekur Hótel Norðurijós á Raufarhöfn ásamt konu sinni. Hótelið er í húsnæði sem smíðað var fyrir verbúð árið 1968. Hótel- rekstur hefur nú verið stundaður þar í nokkur ár, en rúm 2 ár eru síð- an Oie tók við rekstrinum. Ýmsar lagfæringar hafa verið gerðar og til dæmis var skipt um klæðningu og nýtt gler sett í húsið. Raufarhafnarbúar bjóða ferða- mönnum upp á tjaldstæði í bænum og sundlaugin er opin allt árið. Oie segir ferðamannafjöldann hald- ast í hendur við veðrið. í maí og júnf í fyrra var veðrið til dæmis mjög gott og þá bar marga gesti að garði. Það sem af er þessu sumri hefur ver- ið kalt f veðri, sem hefði sín áhríf. „En vonandi fara ferðamennimir að koma," segir Ole. Þeir, sem koma til Raufarhafnar, eru í svipuðum eríndagjörðum og þeir sem leggja leið sína um Kópa- sker, þ.e.a.s. þeir vilja skoða sig um á Melrakkasléttu og lfta jafnframt á fuglalffið. Hótelið vísar í áttina að höfninni og hægt er að fylgjast með lífinu þar frá setustofunni. Ole segir útlending- ana hafa mjög gaman af að sjá tríll- umar koma inn að landa. „í fyrra kom fólk frá Bandaríkjun- um og Sviss, sem var að sjá hafið í fyrsta skipti á ævinni,“ segir Ole. Þótt Hótel Norðurljós hafi lengi verið starfrækt, er stutt síðan farið var að hafa það opið yfir vetrartím- ann. „Það er ekki mikið um ferðafólk á vetuma, en sölufólk og viðgerðar- fólk kemur og hér em haldnar ýms- ar samkomur, svo sem eins og erfi- drykkjur. Það er alltaf eitthvað um að vera héma,“ segir Ole. Reinhard Reynisson, sveitarstjóri á Þórshöfn: og þá koma þelr vlö á Þórshöfn. Þeir, sem hlngað koma, eru aö l«ita að kyrrö,“ seglr Reinhard Reynlsson sveitarstjóri á Þórs- hðfn. „Vfðáttan hér er meiri en annars Þistilfirði, þar sem hægt er að staðarálandinu, landið frekar flatt leigjahesta. og mikið útsýni. Öti á Langanesi „A Þórshöfn eru engin fyrírtæki eru menn að sækja í björgin, eyði- sem gera eingöngu út á ferða- byggðina og fuglalífið, sem er menn, en auðvitað styður ferða- nýög fjölskrúðugt þama." Hótel Jórvik er opið allt árið og auk þess er tjaldstæði á staðnum. Hægt er að komast í siiungsveiði f ám og vötnum f kringum Þórs- þjónusian til dæmis rekstur versl- ana og hótelsins. Störfin sem ferðaþjónustan skapar gætu veríð ígildi 34 ársverka," segir Rein- hard. höfa í grunnskólanum á Svaibarði Flugfélag Norðurlands flýgur til er boðið upp á bændagistingu og Þórshafnar fimm sinnum í viku yf- jafnframt á bænum Ytri-Álandi f ir sumartímann. -GKG, FERÐAFÓLK OG NÁGRANNAR SÖLUSKÁLI BILLANS LÆKJARGÖTU 8, SIGLUFIRÐI - SÍMI 96- 71562 OPIÐ frá kl. 11.30-24 alla daga vikunnar 0aTT( )aavt J, i/ Höfum upp á að bjóöa gríllrétti — kaffi og kökur — ís og sælgæti Verið velkomin Þúsundir ferðamanna koma til Hríseyjar á hverju sumri. Jónas Vigfússon sveitarstjóri: Ósnortið land „Það koma í kringum 5000 ferða- menn hingað í hverjum mánuði yfir sumarið," segir Jónas Vigfús- son, sveitarstjóri í Hrísey, aö- spurður um ferðamannaiðnaðinn á staðnum. „Hér er friðsæl og falleg náttúra. Menn koma í ósnortið land. Það er enginn búpeningur héma nema nautgripimir, sem eru afgirtir við FERÐIRVE nTARMÓT GÆÐA HÓPBIFI 12 TU 65 FARÞE Ð UPPLYSI IRÐAM Bfldshöfóa 2a, U 685055, Fax 67. einangrunarstöðina. Menn em mjög lítið með hunda og helst ekki ketti, þannig að það er mjög mikið fuglalíf hér og fuglinn er spakur," segir Jónas. „Og við erum með sundlaug hér, kaupfélag, gistiað- stöðu, skyndibitastað og veitinga- stað, sem er frægur fýrir nauta- kjötið af holdanautgripunum." — Er ferðamannastraumurinn til eyjarinnar mjög atvinnuskapandi? „Ekki nógu mikið. Við erum kannski ekki nógu dugleg að plokka. Menn gjaman stoppa ekki mjög lengi. Menn skoða sig aðeins um. Við vorum með minjagripasölu í fyrra og upplýsingaþjónustu, en við höfum ekki fengið neinn tíl að reka það núna. En þetta styrkir ferjureksturinn og svo framvegis. Þetta á framtíð fyrir sér héma,“ segir Jónas. „Það tekur korter að sigla hing- að með ferjunni, sem er það fljótt að menn ná ekki að verða sjóveikir. Þetta er þægileg sigling." GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.