Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 26. júní 1993 HEFURÐU stundum íhugaö hvernig þaö er aö vera dáleiddur? Þá ættirðu aö reyna nokkrar æfingar og sjá hvernig þér líkar. Lokaðu augunum og fmyndaðu þér frídag á ró- legum og fallegum stað, hátt uppi í fjöllum. Umhverf- is þig eru snæviþaktir tind- ar og þú teygar aö þér tært fjallaloftiö. Þessi mynd víkur fyrir ann- arri. Auö strönd böðuð sól- skini. Þú liggur í sandinum og hlustar á ölduniðinn. Hvernig væri að færa sig enn um set? Langt inni í skóginum sindrar sólarljós- ið gegnum laufkrónurnar og fuglarnir syngja. Nú þarftu að hverfa inn í þessa heima til að sjá fjallatindana og trén, heyra öldugjálfrið og finna yl sólarinnar. Láttu raunveru- leikann dofna smátt og smátt. f nokkrar mínútur ertu í heimi sem þú hefur valið þér. Þar ríkir hamingjan og kyrrðin svo að nú ertu ánægður með lífið. Innst inni veistu samt auðvitað að þú hefur ekkert farið en skynjar þig samt fjarri. Þegar þér finnst nóg komið áttu að telja upp að fimm til að snúa til baka og opna rólega augun. Ef til vill langar þig að teygja úr þér. Ertu endurnærð- ur? Þú hefur fallið í léttan dá- svefn og beitt sjálfdáleiðslu. Okkur finnst þannig svefn ólíkur meðvitundarástandi en kannski líkari venjulegum svefni. Críska orðið „hypnos" þýðir reyndar svefn en dásvefn er samt aðeins örlítið frábrugðinn hefðbundn- um dagdraumum bernskunnar. Snúðu þér í hálfhring! Viltu kynnast undirmeövitund- inni? Hér er smá tilraun sem fólk getur gert á sjálfu sér vilji þaö kynnast mætti undirmeövitundar- innar. Þú kemur þér fyrir úti á miðju gólfi I þokkalegu rúmgóöu herbergi. Nú ímyndaröu þér að fætumir séu llmdir við gólfið. Þá lyftiröu upp annarri hendinni og bendir beint fram fyrir þig. Næst snýröu þér I hálfhring eins langt og komist veröur en missir ekki sjónar af bendifingri og leggur staöinn á minniö þar sem hætt var. Nú endurtekuröu þessa tilraun i huganum en i staö þess aö hætta á þeim staö sem fyrr var hætt á, helduröu áffam einum og hálfum metra lengra en fyrr. Nú er tilraunin endurtekin og hafi hún verið framkvæmd rétt er ár- angurinn betri en I fyrra skiptiö. Þú átt ekki að sofna! Þú ert forvitinn og lest bráðlega grein um dáleiðslu Ferðast um hugann Margir ímynda sér ógnvekjandi dávald sem beitir valdi til að ríkja yfir huganum með rödd og pendúl að vopni. Þessari tækni er sjaldan beitt. Þess í stað hjálp- ar dávaldurinn þér frekar að skynja eitthvað fallegt eins og umhverfið hér á undan til að þú náir að slaka á. Þegar þú sefur vægum dásvefni beitir dávaldur- inn margvíslegri tækni til að leiða þig á dýpri skynjunarstig. Hann gæti t.d. beðið þig að ferð- ast niður á þessi stig með lyftu. Dásvefn er einfaldlega ákveðið stig meðvitundar sem líkist einna helst slökun hugans. Þá dregur úr rafvirkni heilans og hann framleiðir svokallaðar alfa- bylgjur. Þetta gerist einnig við hugleiðslu, í svefnrofunum sem og við dáleiðslu. Alfabylgjurnar eru hægari, öflugri og reglulegri en flöktandi tifið sem einkennir betabylgjur meðvitundarinnar. í dásvefni hvílist meðvitundin og er um leið næmari á heim undir- meðvitundarinnar. Þess vegna er sá sem sefur dásvefni ekki með- vitundarlaus heldur svarar dá- valdinum og gerir sér grein fyrir því sem fram fer. Reykingar, ofát kvíði og útbrot Dáleiðsla er f rauninni árang- ursrík aðferð til að kljást við óæskilega ávana eins og t.d. reykingar og ofát. Margir virðast telja að baráttan við slíka rótgróna ávana sé hæg- fara og torsótt. Aðalkostur dá- leiðslu er að hægt er á fljótvirk- an hátt að hamla gegn neyðar- legum atferlisvenjum sem hafa þróast í baráttu gegn streitu. Dá- valdurinn nær tengslum við undirmeðvitundina sem er ábyrg fyrir þessum venjum sem birtast í viðbrögðum eins og heift, fælni, mígreni, astma og útbrot- um. Leiðsögn í dáleiðslu leiðir til þess að gamall ávani hverfur en nýtt jákvætt atferli kemur í stað hans. Viljinn til að breyta er samt mikilvægur. Dæmi eru um að dávaldar neiti að aðstoða fólk.sem hyggst hætta að reykja, vegna þess að viljann vantar. í rauninni er reykingamaðurinn sæll í sinni nautn en fer eftir væntingum umhverfisins. í dá- svefni er ekki hægt að fá þig til að gera eitthvað sem meðvitund- in hafnar þrátt fyrir goðsögnina um áhrif ættingja og vina. Til- mæli dávalds um óhollustu reykinga bera því aðeins árangur að reykingamaðurinn sé sama sinnis en annars ekki. Sígarcttur eru vondar á bragðið „Allir búa yfir getu til að yfir- vinna sérhverja hindrun," segir hr. Ray Keedy-Lilly, stjórnandi alþjóðlegs skóla í London um dáleiðslu og þróun sálfræðilegra lækninga. „Málið snýst um að frnna þessa getu og til þess þarf þekkingu og hjálp dávalds. Dá- leiðslu er hægt að lýsa sem fylk- ingu innbyrðis krafta gegn vandamálum hvers og eins. Ar- angurinn fer eftir samvinnu dá- valds og skjólstæðings hans til að ná fram beytingu,“ bendir hann á. Dávaldur notar aðallega aðferð sem felst í athugasemdum og til- lögum sem varða leið skjólstæð- ingsins að marki sínu. Dæmi um þetta eru athugasemdir eins og „síg- arettur eru hræðilega vondar á bragðið." Þeim er á árangursrík- an hátt komið fyrir f undirvitund skjólstæðingsins í dásvefni. Hann fellst með ánægju á þessa skoðun án þess að þurfa nokk- urn tfmann að sætta meðvitund- ina við hana. Tillögur dávalds eru margvíslegar og þarf dá- svefninn því að vera misdjúpur. Dáleiðsla getur gefið góða raun í baráttu gegn t.d. lystarstoli, þunglyndi, námserfiðleikum og húðertingu. Mögnuð læknisað- ferð eða hæp- ið kukl? Talsvert hefur verið rætt og ritað um havaöa menntun og réttindi menn þurfi aö hafa hér á landi til aö mega dáleiða fólk i kjölfar viö- vörunar landlæknis um aö fólk leiti ekki til óviöurkenndra aöila eftir dáleiöslu þar sem veriö sé aö hafa þaö aö féþúfu. Nokkrir sálfræöingar og læknar hafa tek- iö undir þetta sjónarmiö. Þaö eru margir sem hafa heyrt minnst á dáleiöslu og oft tengir fólk hana einhverjum yfimáttúrulegum fyrir- brigðum eöa töffabrögðum. Þaö eru færri sem vita að hér er um að ræða mjög athyglisverða og viðurkennda læknisaöferð sem þekkt var fyrir 3.000 árum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.