Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 23

Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 23
Laugardagur 26. júní 1993 Tíminn 23 Stefán Sölvi Sölvason Fæddur 24. október 1914 Dáinn 19. júní 1993 Sölvi, eins og hann var ávallt kall- aður, fæddist á Sauðárkróki haust- ið 1914, sonur hjónanna Stefaníu Ferdínandsdóttur og Sölva Jóns- sonar smiðs og var skírður í höf- uðið á þeim. Þau eignuðust sjö böm. Eftir lifa nú í elli Kristín, af- greiðslukona í Syðribúð kaupfé- lagsins um áratugi, Sveinn verka- maður, Kristján vélstjóri og Mar- íus prentari, öll á Sauðárkróki, en látnir eru Albert vélsmiður á Akur- eyri og Jónas kennari og verkstjóri í Kópavogi. Sölvi átti heima á Sauðárkróki alla aevi. Hann ólst upp á fjöl- mennu og glaðværu barnaheimili, næstyngstur systkina sinna; yngri voru tvíburarnir Jónas og Maríus. Þegar hann stofnaði heimili flutt- ist hann suður í Kirkjuklauf, stutt- an spöl frá Sölvahúsi. Ævistarf hans var vélavarsla, en skólaganga hans í vélfræðum var stutt námskeið, sem haldið var á Akureyri á vegum Fiskifélags ís- lands veturinn 1941. Þegar að því loknu gerðist hann vélstjóri á mb. Ingólfi hjá Ragnari Jónssyni, en haustið 1941 réðst hann í Slátur- félagið til Steindórs Jónssonar, þar sem hann starfaði til 1950. Þá gerðist hann vélavörður hjá Fisk- iðju Sauðárkróks og vann þar við hlið Kristjáns bróður síns til 1990. Mér er til efs að þá hafi nokkum tíma vantað til vinnu og störf sín ræktu þeir af einstakri trú- mennsku og öryggi, enda vom þeir vinsælir meðal samstarfsfólks og áttu fullt traust yfirboðara sinna. Mér er nær að halda, að þeir hafi unnið margra manna starf þegar álag var mest, t.d. í sláturtíð á haustin. Sölvi var í lægra meðallagi á vöxt og þéttvaxinn. Hann var mjög lík- ur móður sinni, augun stór og blá- grá. Hann var að jafnaði glettinn, smástríðinn og hló hátt og inni- lega þegar sá var gállinn á honum; átti þó eins og aðrir erfiðar stund- ir. Hann var góður söngmaður, hafði einstaka ánægju af spila- mennsku — eins og fleiri í Sölva- húsi — og spilaði af lífi og fjöri; var þá stundum sláttur á karli. Hann var liðtækur skákmaður og mörgum dvaldist í vélasalnum yfir tafli; var hjálpsamur við þá sem leituðu aðstoðar hans á Eyrinni. Dýr hændust að honum, bæði fer- fætlingar og fuglar. Sölvi var alla tíð einkar heimakær, kom þó ávallt sem næst daglega í Sölvahús til systkina sinna, enda var sam- komulag þeirra einkar gott. Sölvi kvæntist 30. desember 1956 Lilju Jónsdóttur, Jóhannessonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Lilja var glæsileg kona, hlédræg og hátt- prúð, en þó föst fyrir og fylgin sér. Þau reistu sér hús í Kirkjuklauf á næstu lóð við foreldra Lilju. Eftir lát Guðrúnar fluttist Jón til þeirra og bjó í skjóli þeirra við ríka um- hyggju til dauðadags. Sölvi og Lilja bjuggu sér fallegt heimili, þar sem handavinna hús- móðurinnar er í öndvegi og blómarækt í hávegum höfð. Þau ræktuðu garð í gróðurvana hlíð í Nöfunum fyrir ofan húsið og má með sanni segja, að þau hafi nostr- að við gróðurinn þegar hann kom upp. Nú eru þar grónir stallar, skreyttir runnum og margvísleg- um blómgróðri. Hlutu þau hjón viðurkenningu bæjaryfirvalda oft- ar en einu sinni fyrir þessa rækt- un. Garðurinn var stolt nafna míns og ótaldar eru þær stundir, sem hann dvaldi þar og hlúði að gróðrinum; kom auk þess fyrir styttum og gömlum amboðum. Margir ferðalangar skoðuðu garð- inn og settust síðan að kaffi- drykkju og spjalli. Sölvi var af þeirri kynslóð, sem muna má tímana tvenna. Hann fæddist við upphaf fyrri heims- styrjaldar, þegar vélaöld var nýhaf- in norðan heiða, mundi heims- kreppuna miklu og aðra heims- styrjöld í kjölfarið, sá hvers kyns tækni halda innreið sína í atvinnu- lífið og átti sinn þátt í þeirri þróun; fylgdist með af áhuga eftir að hann lét af störfum. Skólaganga hans var stutt, en Sölvi menntaðist í raun á vettvangi. Hann fylgdist með föður sínum að störfum í smiðju og rafstöð, sótti sjó með bræðrum sfnum og stundaði hey- skap með Stefaníu móður sinni; átti sjálfúr skepnur og síðast í samlögum við tengdaforeldra sína. Lilja lést 8. maí 1987 eftir langa og stranga baráttu við krabba- mein. Þau Sölvi voru bamlaus. Fyrir nokkmm ámm kenndi Sölvi sér meins, en leitaði sér ekki lækn- inga fyrr en á síðasta ári. Sjúk- dómurinn reyndist vera krabba- mein og dró hann tíl dauða á um það bil ári. Hann vissi að hverju fór og tók úrskurðinum með æðm- leysi; var enda sannfærður um líf að loknu þessu. Hann verður bor- inn til moldar í dag frá Sauðár- krókskirkju. Ég vil fyrir mína hönd og minna þakka honum og þeim hjónum fyrir samfylgdina. Megi þau hvíla í friði. Sölvi Sveinsson ------------------------------------------------\ ÚTBOÐ Vogar1993 Vegagerð rlkisins óskar eftir tilboðum (lagningu 4,0 km kafla á Vatnsljaröarvegi (633) I norðan- verðum fsaflröi. Helstu magntölur eru: Fyllingar 22.000 m3 og neðra burðarlag 6.400 m\ Verki skal lokið 15. nóvember 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rikisins á Isafiröi og I Borgartúni 5, Reykjavlk (aðalgjald- kera) frá og með 29. júnl nk. Skila skal tilboöum á sömu stöðum fyrir kl 14.00 þann 12. júll 1993. Vegamálastjóri V___________________/ Bygging íbúðarhúsnæðis Fellstúni 19, Sauðárkróki Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins, f.h. félagsmálaráöuneyt- isins, óskar eftir tilboöum I byggingu Ibúðarhúss aö Fellstúni 19, Sauö- árkróki. Brúttóflatarmál hússins er um 340 m!. Brúttórúmmál hússins er um 1.370 m2 Húsið er á einni hæö, byggt úr steinsteypu og klætt að utan. Verkið tek- ur til allrar vinnu viö gröft, lagnir, uppsteypu, smlöi og frágang hússins aö utan sem innan, ásamt frágangi lóðar. Verkið skal hefjast I ágúst 1993 og vera aö fullu lokiö 2. mal 1994. Þó er heimilt að Ijúka lóðarfrágangi sfðar, þ.e. 1. júll 1994. Útboðsgögn veröa seld á skrifstofu Innkaupastofnunar rlkisins, Borgar- túni 7, Reykjavik, ffá og með mánudeginum 28. júnl 1993, á 12.450 krónur með viröisaukaskatti. Tilboð verða opnuö á skrifstofú Innkaupastofnunar rlkisins við Borgartún 7 þriðjudaginn 13. júll 1993 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK --------------------------------N ÚTBOÐ Fell 1993 Vegagerö rlkisins óskar eftir tilboðum I lagningu 1,9 km kafla á Ingjaldssandsvegi (624) I noröan- verðum Dýrafirði. Helstu magntölur: Fyllingar 8.300 m5 og neðra buröariag 3.600 ms. Verki skal lokiö 15. nóvember 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerö rikisins á (safiröi og I Borgartúni 5, Reykjavlk (aöalgjald- kera) frá og með 28. júnl nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl 14.00 pann 12. júlf 1993. Vegamálastjóri _________________________________________________J MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkur til háskóla- náms í Japan Japönsk stjómvöld bjóða fram styrk handa (slendingi til rannsóknanáms f japönskum háskóla háskólaárið 1994-1995. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið há- skólaprófi og sé yngri en 35 ára, miðað við 1. april 1994. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaða skeið. Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskírteina, meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fýrir 30. júli nk. Sérstök umsóknar- eyöublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 25. júní 1993 ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavfkurborgar, f.h. Byggingadeildar borg- arverkfræðings, óskar eftir tilboðum i viðhald á fþróttahúsi Rétt- arholtsskóla. Helstu magntölur eru: Klæðning útveggja með loftræstri plötuklæðningu ..82 m2 Dúklagning steinþaks með asfaltdúk...........162 m2 Endursteypa þakkanta............................6 m2 Viðgerðir á ryðguðum jámum ....................25 m Verktími er 15. júlí til 30. ágúst 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik, gegn 15.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuö á sama stað miðvikudaginn 7. júli 1993 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Hríseyjarferjan Alla daga: Frá Hrísey kl.9.00 11.00 13.00 Frá Árskógssandi kl.9.30 11.30 13.30 HRÍSEYJARFERJAN SÆVAR Sfmi 95-61797 og 985-22211 Akureyri ’t'J 15.00 17.00 19.00 21.00 23.00 15.30 17.30 19.30 21.30 23.30

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.