Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 12
12Tíminn Laugardagur 26. júní 1993 Hjá okkur fáið þið fiest, er ykkur vanhagar um á ferðalagi, og veitingaskáli okkar býður upp á: ÝMISLEGT TIL HRESSINGAR Verið velkomin á félagssvæði okkar Kaupfélag Langnesinga ÞÓRSHÖFN - BAKKAFIRÐI gistihús að Hraunbæ í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu, við þjóðveg nr. 845. Nánari upplýsingar og pantanir í símum: 96 - 4 35 95 og 96 - 4 36 95 Ýmislegt áhugavert fýrir ferðamenn á Dalvík, segir Hannes Garðars- son, form. ferðamálanefndar: Miðnætursólarsigl- ingar og sjóstanga- veiði það nýjasta „Fyrst og fremst finnst manni nú kannski feguröin hér inni í Svarfaðardai hafa aödráttarafl. En hér á Datvík er einnig ýmislegt áhugavert að finna," sagði Hannes Garöarsson, formaður féröamálanefndar Dalvíkur. Tím- inn spurði hvað hann benti áhugasömum ferðamönnum á að skoða og gera, ef þeir leggja leiö sína til Dalvíkur. „Byggðasafnið okkar Hvoll, sem um leið er náttúruminjasafn, finnst mér t.d. mjög áhugavert. Þar er m.a. mikið af uppstoppuð- um fuglum, eggjasafn, plöntu- safii, steinasafn og stór upp- stoppaður ísbjöm með selskóp undir hramminum, svo nokkuð sé nefnt. Mörgum þykir líka gaman að sjá herbergi Jóhanns risa, sem er í safninu. Og einnig herbergi sem þar er tileinkað Kristjáni Eldjárn, fyrmm forseta íslands." Sjáífur sagðist Hannes hafa farið nokkmm sinnum á safnið og þó eiga eftir að fara oft í viðbót. Sömuleiðis nefndi hann nýlega stofhað fyrirtæki, sem býður upp á sjóstangaveiði og siglingar, ekki hvað síst næturferðir í mið- nætursólina núna um þessar mundir. Sjálfur hefur Hannes ekki enn komist í ferð með bátn- um. „En ég hitti mann, sem far- ið hafði í eina slíka ferð og var al- veg yfir sig hrifinn. Hann sagði það afar áhrifaríkt og stórfeng- legt að sigla hér undir björgun- um í miðnætursólinni." Eigend- ur sama báts bjóða upp á ferðir til sjóstangaveiði. Hópar gætu jafnvel leigt bátinn sérstaklega f slíkar ferðir. Og fleiri möguleikar til stang- veiði standa til boða á Dalvík, m.a. í Hrísatjörn, þar sem sleppt hefur verið iöxum. Sérstök verð- laun verða veitt þeim veiði- mönnum sem tekst að veiða þá tvo þessara laxa sem merktir vom sérstaklega áður en þeim var sleppt. Síðast en ekki síst er svo veiði í Svarfaðardalsá. Enn nefndi Hannes prýðilegt íþróttasvæði fyrir þá sem vilja hlaupa eða reyna sig í öðmm íþróttum. Golfvöll í Svarfaðar- dal. f nágrenni Dalvíkur geti fólk leigt sér hesta. Og þeim sem hafi rúman tíma mætti benda á mjög skemmtilegar gönguleiðir. Það sé t.d. góð dagsferð að ganga yfir í Ólafsfjörð, eða hæfilegur 6 tíma gangur. En hvar er þá auðveld leið til að fá nánari upplýsingar um þetta allt saman fyrir þann, sem renn- ir f hlað á Dalvík ókunnugur og óundirbúinn? „Það er nokkur brotalöm hjá okkur, að það er engin sérstök upplýsingaþjónusta héma.“ Hannes sagði það hins vegar tfðkast á þessum smærri stöð- um, að ferðamenn geti bara spurt næsta heimamann sem þeir hitta. Flestir geta leiðbeint fólki um þá hluti sem það vantar að vita eða hvert þeir geti snúið sér. „Þannig að okkur hefur ekki fundist þetta neitt stórvanda- mál,“ sagði Hannes. - HEI ÁSBYRGI GOÐAFOSS ALDEYJARFOSS DETTIFOSS Veriö velkomin á félagssvæði okkar, sem býður upp á marga fegurstu staði landsins Við bjóðum þjónustu okkar á HÚSAVÍK í: K.Þ. Matbæ (matvöruverslun) K.Þ. Miðbæ (fatnaður - ferðavörur - íþróttavörur o.fl.) K.Þ. Smiðjunni (vélavarahlutir - byggingavörur - verkfæri o.fl.) i Söluskálanum Naustagili (matur - drykkur o.fl. o.fl.) í útibúum að: Fosshól við Goðafoss - Laugum, Reykjadal - Reykjahlíð við Mývatn - Ásbyrgi - Gljúfrabúi við Laxárvirkjun - sem öll veita ferðamönnum margvíslega þjónustu. ESSO þjónusta. KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.