Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. júní 1993 Tíminn 7 Synt í heitri laug og hendi stungið í kalt vatn ímyndanir eru oft notaðar til að lækna útbrot á húð. Barn, sem haldið er húðexemi, sér sig í huganum á sundi í heitri laug í gróðursælum garði. Við sundið líknar vatnið húðinni og barnið er beðið um að horfa á sig í hreinu vatni og sjá útbrotin dofna. Þá er einnig hægt að segja því að hendur þess séu mjög heitar. Við það að strjúka viðkvæma staði eykst hiti húðar- innar sem og blóðstreymið þangað og henni er líknað. Algeng aðferð dávalda til að lina kvalir er að stinga upp á dofatilfinningu í þeirra stað. Skjólstæðingurinn sofnar dá- svefni og dávaldurinn segir hon- um að stinga annarri hendinni í fötu, fyllta vatni og ísmolum. Þegar hann trúir því að höndin sé dofin, er honum sagt að taka hana upp úr, leggja á sársauka- blettinn og láta doðann seitla inn. Smám saman verður hönd- in eðlileg en sársaukinn dofnar. Á fagmáli kallast þetta „anest- hesia.“ Önnur tækni er notuð til að undirbúa vanfæra konu undir fæðingu. Þegar hríðarnar byrja að harðna leggur dávaldurinn til að hún yfirfæri kviðarverki yfir í kreppta hnúa. Markmið þessa er að draga athygli hennar frá sárs- aukanum án þess að draga nokk- uð úr skynjuninni sem veitir starfsfólki mikilvægar upplýs- ingar um gang fæðingarinnar. Dáleiðsla gefur oft góða raun í baráttu við getuleysi og önnur álíka vandamál sem tengd eru kynlífi. „Ég vil gjarnan hitta makana saman því allar kyndau- far konur eiga í sambandi við eigingjarna menn. Samt verður að ræða undir §ögur augu við þann sem á við vandamál að stríða. Kynlífsvandamálið er oft það ríkjandi liður í sambandinu að parið getur ekki slakað al- mennilega á í viðurvist hvors annars. Oftast kvarta karlmenn yfír kynlífsvandamálum og nefna t.d. getuleysi og ótímabært sáð- lát,“ segir Keedy-Lilly. Ævafom aðferð Hvers vegna hefur þá dáleiðsla svo slæmt orð á sér ef hún er jafn árangursrík og hér er lýst? Það er aðallega vegna misjafnrar sögu sinnar. Dásvefn, hughrif eða sefjun eru fýrirbæri sem hafa þekkst öldum saman. Til að mynda eru til 3000 ára gamlar tæknilegar aðferðir skrifaðar á papírus. Grikkir notuðu helgi- siði í lækningamusteri sínu sem miðuðu í sömu átt. Dr. Anton Mesmer notaði tæknina fyrstur í lækningaskyni á 18. öld á sjúk- linga sína í Vínarborg. Þær þóttu hinar mestu skottulækningar þar sem segull var notaður í lækningaskyni. Segulfræði, eins og þetta kall- aðist, var beitt á fyrstu áratugum 19. aldar af Dr. John Elliotson, prófessor í læknisfræði við Lundúnaháskóla. Hann varð að segja af sér vegna faglegs ágrein- ings við stefnu sem var kennd við fyrrnefndan Mesmer og kall- aðist „mesmerismi". Orðið „dáleiðsla" (hypnosis) var tekið upp eftir að doktor James Braid (1759-1860) komst að raun um að segulafl hafði engin áhrif á dásvefninn sem áhrifarík hughrif orsökuðu. Seinna hóf franskur læknir, Hyppolyte Bernheim (1840-1919), að skrá árangur af dáleiðslu 15.000 sjúk- linga sem varð til þess að aðferð- in naut nokkurrar virðingar vís- indanna. Bernheim er af mörgum talinn upphafsmaður dáleiðslu. Hann lýsti hughrifum sem hversdags- legu fyrirbrigði sem allir þekktu og þeim væri hægt að beita til að forðast ósjálfráð viðbrögð við misjöfnum aðstæðum. Eftir því sem rannsókn hugans naut meira álits, fylgdi dáleiðsla í kjölfarið. Freud sjálfur var snjall í faginu áður en hann sagði skilið við dáleiðslu og hélt fram ágæti sálkönnunar. í fyrri heimsstyrjöldinni var skyndilega þörf fýrir dáleiðslu vegna þess hversu fljótleg og ár- angursrfk aðferðin var. Margir menn áttu við hræðileg meiðsli og önnur áföll úr skotgrafahern- aði að stríða. Kaldranalegt við- horf til þessarar læknisaðferðar fór að mildast. Tannlæknar not- uðu aðferðina til deyfingar og sumir læknar töldu hana gefast vel við fæðingar og minni skurð- aðgerðir. Árið 1955 viðurkenndu bresku læknasamtökin dáleiðslu sem læknisaðferð til að lina sárs- auka og sem vopn gegn tauga- veiklun. Ótti við ávísun „Marg fólk kemur til mín til að leita að helstu ástæðum vand- ræða sinna," segir Keedy-Lissy. „Það vill losna við allt sem veld- ur vanlíðan og læra hvernig hún verður til og magnast. Ég spyr oftast hvort fólkið langi raun- verulega til þess eða hvort for- vitnin ein ráði, þ.e. ef ég tel mig geta líknað því. Oft gerir það sig ánægt með líkn. Það getur ýft upp mörg sár að uppgötva hvernig margvísleg fötlun sálar- lífsins þróast," heldur Kelly- Lissy áfram. „Kona sem ég hjálpaði taldi sig ófæra um að skrifa eitthvað í viðurvist annarra. Það gekk svo langt að hún gat ekki fyllt út ávísun ef svo bar undir. Hún réði ekki við ósjálfráðan skjálfta þeg- ar hún leit niður á skjalið. Það snerti eitthvað ótta um að yfir- völd fylgdust stöðugt með henni. Ég ráðlagði henni ein- faldlega að halda eyðublaðinu sem hæst á lofti þannig að hún þyrfti ekki fyllast skelfingu við að lfta niður á það þegar hún fyllti það út. Þar með var björn- inn unninn og konan læknuð á innan við mínútu. Þetta er vita- skuld auðveldara en að ýfa upp bældar minningar," bendir hann á. Brennd á báli fyrir galdra Einn umdeildasti liður í dá- leiðslu er þegar horfið er aftur í tímann. Sumir dávaldar hjálpa skjólstæðingum sínum með ánægju að hverfa til bernsku og jafnvel frumbernsku. Einhver gæti verið haldinn innilokunar- kennd frá því að vera lokaður inni í skáp á öðru ári ævi sinnar en bælt reynsluna í sál sinni eða gleymt atburðinum. Þrátt fyrir það lifir óttatilfinningin ennþá góðu lífi í undirmeðvitundinni. Takist að finna rætur óttans í slíkum tilfellum veitir það von um bata. Sumir dávaldar ganga enn lengra og hverfa til frumbernsku skjólstæðingsins f móðurkviði eða reynslu hans af sjálfri fæð- ingunni. Það er ekki enn vitað hvort slík reynsla er ekta eða ímynduð, þrátt fyrir að vera öfl- ug og árangursrík. Einnig eru til dæmi um afturhvarf til fyrri til- verustiga. Kona nokkur þjáðist af sterkum rakalausum ótta við eld sem afturhvarf til fyrri tilver- ustigs varpaði ljósi á, en þá hafði hún verið brennd á báli fyrir galdra. Fólk sem hefur horfið til fyrri tilverustiga hefur verið furðu nákvæmt hvað varðar sögulegar staðreyndir. Þrátt fyrir það eru lfklega flest- ir sem kjósa að glfma við vanda- málin f þessu lífi en þá gæti dá- leiðsla komið að gagni. Helgl Þórhallsson, byggt á Scanorama. íslendingar leita helst eftir dáleiðslu til að losna við kvíða: Dáleiðari verður að hafa sálfræðimenntun „Það er algjör nauðsyn aö dálelðarí hafi einhverja sálfræðilega menntun til þess að geta nýtt sér dáleiðslu," segir Jakob V. Jón- asson, sérfræðingur í tauga- og geðlækningum sem hefur nýtt sér dáleiðslu í mörg ár sem læknisaöferð. Jakob segir að dáleiðarar þurfi auk þess að vera vel hæfir og reyndir. Þar bendir hann t.d. á að stundum geti reynsla sem rifjuð er upp verið ógnvekjandi fyrir skjólstæðinga dáleiðara. „Þá er kúnstin að geta stjórnaö þessu,“ segir Jakob. Hann treystir sér ekki til aö giska á hve margir (slendingar láti árlega dáleiða sig en telur aö nokkuö sé um aö fólk leiti eftir dáleiðslu þegar þaö telur sig hafa reynt að yfirvinna sin mál án ár- angurs eftir öðrum leiðum. „Ég held að það sé gott fyrir fólk aö vita að þetta er læknisaöferö sem getur boriö árangur og er al- gjöriega hættulaus ef rétt er að fariö,“ segir Jakob. Hann segir að fólk leiti aðallega til sín út af ýmsum kvíðaeinkenn- um og þá hjálpar hann þvf til aö finna ástæður þessa kviða. Hann nefnir dæmi um mann sem óttast margmenni. „Þá reyni ég fyrst að finna út hvaöan þessi kviði er kominn. Með nútíma aðferðum er hægt aö tfmasetja upptök kvfö- ans og fá manninn til að rifja þetta upp og þá batnar þetta vanalega mjög fljótlega," segir Jakob og vísar til þess að minn- ingin sjálf sé gleymd en tilfinning- in fyrir henni hins vegar ekki. „Það er margt fleira f kringum þetta en venjulega er nægjanlegt að rifla upp einn atburð til þess að koma þessu af stað,“ segir Jakob. Hann segir að þessi læknisaö- ferð sé viðurkennd viða og vísar m.a. til Bretlands, Bandaríkjanna og Norðuriandanna. Jakob segir að aðferðinni sé helst beitt f baráttu við ýmis taugaveiklunareinkenni og fælni af ýmsu tagi.“ Þá má minnka kvíða og spennu með aðferð- inni,“ bætir Jakob við. Hann segir að oft sé dáleiösla notuð sam- hliöa öðrum læknisaðferðum. Jakob talar við sjúklinga sina þegar hann dáleiðir þá. Hann segir að pendúllinn sé yfirieitt ekkert notaður nú á dögum. Minningamar efnasamband Meðvitund mannshugans hefur stundum verið líkt við þann litla hluta af ísjaka sem rís upp úr sjó eða um einn tfunda hiuta hans og tekur Jakob undir það sjónar- mið. Hann vfsar til nýjustu kenn- inga sem segja að vitundin taki til um 20% af huganum og því séu 80% hugans ómeðvituð hverjum og einum. „Kenningamar segja að þar sé allt geymt sem menn hafa upplifaö og fræðilega sé hægt að komast að þsssari ómeövitaðri reynslu alveg aftur að fæðingu," segir Jakob. Hann segir aö samkvæmt nýjustu kenningum sé talið að minningar geymist i eins konar efnasam- bandi og þvf sé um eins konar lif- eðlisfræðilegt fyrirbæri að ræða. Hann segir þessa kenningu bylt- ingarkennda þar sem áður hafi verið talaö um hugann sem eitt- hvað óáþreifanlegt fyrirbæri sem enginn vissi hvað væri. Dáleiddur hjá tannlækni Hvemig skýrir Jakob það að maðurinn skuli hafa svona tak- markaðan aðgang aö huga sín- um? „Skýringin fellst í þvi að meðvitund okkar er forrituð og hefur svo mikið að gera. Hún er svo upptekin að undirvitundin kemst ekki að,“ segir Jakob. Hann segir að hlutverk undirvit- undarinnar sé að vera eins konar hugargeymsla. Hann telur senni- legt að böm hafi greiðari aögang að undirvitundinni heldur en full- orönir þar sem þau hafi ekki eins sterkar hömlur á huganum og þeir sem eldri eru. Jakob tekur undir það sjónarmið aö meö dá- leiðslu sé ekki hægt aö fá fólk til að brjóta gegn eigin vilja. „Þá vaknar það yfirleitt,' segir hann. Jakob segir að dáleiösla sé vföa notuð. Þar vísar hann t.d. til þess að viöa sé algengt að tannlækn- ar dáleiði skjólstæðinga sina f stað þess að deyfa þá gegn sárs- auka. „Bandaríkjamenn hafa fundið það út að undirvitundin starfi þótt sjúklingar séu svæfðir vegna að- geröa. Nú tiökast þvi meðal skurðlækna að láta sjúklinga hafa eymahlffartil þess að undir- vitundin gripi ekki þaö sem lækn- amir em að segja,“ segir Jakob. Skemmtidáleiðsla Hér á landi hafa svokallaöir skemmtidávaldar oft haldið sýn- ingar frammi fyrir stómm hópi áhorfenda. Skemmtunin felst að- allega f þvf að nokkrir áhorfendur em fengnir upp á sviö þar sem þeir gera eitthvað miður gáfulegt í dáleiðsluástandi. „Hvers vegna fer fólkið upp á svið. Þetta fólk virðist hafa einhverja þörf fyrir að leika einhverjar hundakúnstir," segir Jakob og telur aö þar meö séu þessir áhorfendur búnir að samþykkja með sjálfum sér aö taka þátt f leiknum. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.