Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 22

Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 22
22 Tíminn Laugardagur 26. júní 1993 Geirmundur Valtýsson og hljómsveit á útopnu í sumar, eins og endranær: Skagfirska sveiflan gerir fólk ástfangið „Skagfirska sveiflan kemur fófld á góffið, það dansar og veröur ástfang- kJ,“ segir Geirmundur Valtýsson, hljómlistannaður og starismaður Kaupfélags Skagfiröinga á Sauðárkróki. Geirmundur og hljómsveit verða á útopnu f sumar, eins og endranær, og eru raunar bókaðir allt árið. Um þessa helgi spila þeir á árlegu hesta- mannamóti í Búðardal og aðra helgi halda þeir uppi fjörinu á fjórðungs- móti hestamanna á Vindheimamel- um þar sem búast má við miklu fjöl- menni. En um verslunarmanna- helgina verða þeir á bindindismót- inu á Galtalæk. „Ég hef ekkert orðið var við þessa kreppu, ekki ennþá að minnsta kosti. Það bar a.m.k. ekki á því á Hótel íslandi í vetur. Fólk kom víðs- vegar að af landinu og svo voru mögnuð böll á eftir. En það er orðið kannski hálfdauft hljóðið í fólki, ef það getur ekki farið út að skemmta sér.“Á milli fimm og sex þúsund manns komu á 14 sýningar með Geirmundi og félögum, sem haldnar voru á Hótel íslandi ekki alls fyrir löngu. Á þessum sýningum gafst fólki kostur á að sjá sýnishom af því besta á 30 ára ferli kappans, sem mun þó eiga lengri feril að baki í bransanum. -grh Jökulsárgljúfur: Þjóðgarður í tuttugu ár Þann 21. júnf s.l. voru 20 ár liðin frá þvf reglugerð um Þjóðgaröinn { Jökuteárgljúfrum var gefin út Þessara tímamóta verður mlnnst með dagskrá f þjóðgarðinum um helgina. Á laugardag kl. 12.00 verður hald- inn fúndur Náttúruvemdarráðs í Skúlagarði. Umhverfisráðherra, þingmenn kjördæmisins, sveitar- stjóm Kelduneshrepps og fleiri aðil- um er boðið til fundarins, til þess að fjalla um málefni þjóðgarðsins og framtíðarhorfúr. Að fundinum lokn- um verður farið í skoðunarferð und- ir leiðsögn landvarða. íbúum f Kelduhverfi er boðið til dagskrár í Vesturdal kl. 15.30 og einnig bjóða landverðir þjóðgarðsgestum upp á ferðir um garðinn. Unnur Óttarsdóttlr og Snont Guðmundsson I Hraunverksmtðjunnl. Bin Magn- úsdóttir var þvf mlður vant við látin annars staðar. Tknamynd Aml BJama Þrír listamenn opna Hraunverksmiðju: Hart hraun og mjúkt silki Hraunverksmiðjan er herti verslunar, sem listafólkið Unnur Óttars- dóttir, Elín Magnúsdóttir og Snorri Guðmundsson hafa opnað í kjall- ara Hlaðvarpans. Áhersla er lögð á listaverk úr handunnum íslenskum listmun- um úr náttúrulegum efnum. Vinnustofur listamannanna eru á sama stað og verslunin og gefst því gestum og gangandi kostur á að fylgjast með listamönnunum að störfúm. Elín er orðin landsþekkt fyrir fallega silkiklúta sem hún málar og auk þeirra selur hún myndir eftir sig í nýju versluninni. Unnur notar bæði gler og hraun til að búa til skartgripi, en Snorri gerir höggmyndir úr hrauni og öðrum náttúrulegum efnum. Hverju verka hans fylgir hugleið- ing á fimm tungumálum um ís- land og umgengni manna við náttúruna. ,J4ér fannst listiðnaður okkar þriggja eiga vel saman, því við Unnur vinnum bæði með hraun og mýktin í silkiklútunum henn- ar Elínar á vel við hart hraunið," segir Snorri. Náttúruvemd er Snorra hug- leikin og með hverjum grip sem selst gefur hann Landgræðslunni andvirði 10 trjáplantna. Hraunið sem hann velur er allt úr síðasta Heklugosi. -GKG. Óháða listahátíöin: Dansað undir Ijóða- lestri Óháðu listahátíðinni er brátt á enda runnin og í dag kl. 15:00 verður dansað undir (jóðaupplestri í Faxa- skálanum. Meðal annars flytur Ása Lind dans- verk við ljóð Jónasar Þorbjamarson- ar og Mauricio Marques flytur dans- verk við ljóð Þómnnar Valdimars- dóttur. Tónleikar verða á sama stað um kvöldið, þar sem Pétur Jónasson flytur tónlist eftir Kjartan Ólafsson, en einnig koma fram þeir Hilmar öm, Hjörtur Howser, Jens Hansson og KK Bing. Blúsað verður til kl. 3:00._________________-GKG Bragi moli Ólafsson með nýja bók: Ytri höfnin komin út Bragi Ólafsson hefur sent frá sér nýja Ijóðabók, sem ber heitið „Ytri höfnin". Bókaútgáfan Bjartur gefúr bókina út og hefur hún að geyma 28 Ijóð. Ytri höfnin er þriðja bók Braga, en þær fyrri heita Dragsúgur, sem kom út árið 1986, og Ansjósur, sem út kom árið 1991. Frá því Bragi sendi fyrst frá sér ljóðabók hefúr hann hlotið mikið lof gagnrýnenda. Drag- súgur er þegar talinn fágætur feng- ur í hillum ljóðaunnenda, enda hef- ur verið erfitt að nálgast þá bók síð- ustu árin. Þess má geta að Bragi er með ljóða- sýningu á Kjarvalsstöðum um þess- ar mundir. -GKG. Bridge UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON Pólverjamir sterkir Þegar þetta er skrifað stendur allt í járnum hjá tslenska karialandslið- inu í bridge á Evrópumeistaramótlnu í Menton. Pólland leiðir mótið, Danlr eru í öðru sætl, ísland í þriðja og Noregur í fjórða. Óhætt er að segja að árangur llðsins sé góður en enn er ekki ljóst hvort markmið- ið næst; að verða í einu af Qórum efstu sætunum. í dag verður spilað við Danl í lokaumferðinni og fjóst er að ekkert verður gefið eftir. íslendingar hafa unnið flesta leiki sína og oft á tímum spilað stórvel. Á meðal glæstra sigra má nefna 22-8IMP gegn Bretum, 25- 5 IMP gegn Þýskalandi og 25-5 IMP gegn Ítalíu. Það hefði einhvem tímann þótt saga til næsta bæjar að dvergríkið í Ballarhah sigraði slfk stórveldi stórt, en á síðustu árum hafa íslendingar sýnt það og sannað að þeir standa fremst allra íþróttagreina í bridge og væntingamar em miklar. Ef vel gengur í dag tryggir ísland sér farseðilinn á heimsmeistaramót- ið í Chile sem fram fer f ágúst. íslenska karlalandsliðið er skipað Aðalsteini Jörgensen, Bimi Ey- steinssyni, Guðmundi Páli Amar- syni, Jóni Baldurssyni, Sævari Þorbjömssyni og Þorláki Jóns- syni. Fyrirliði er Karl Sigurhjart- arson. Úthaldið brást í kvennaflokknum Þá hefur brautargengi kvenna- liðsins verið ágætt en fyrirfram var liðið óskrifað blað fyrir Evr- ópukeppnina. íslensku landsliðs- konumar byrjuðu mótið mjög vel og vom um tíma í toppsætunum en eflaust hefur æfingaleysi Jón Baldursson er elnn fslendlng- anna sex sem staðlfl hafa í ströngu að undanfömu. Broslfl er þó ávallt skammt undan enda seglst Jón hafa farifl langt á "Bermúdabroslnu". valdið þvf að þær gáfu eftir á endasprettinum. Þær sem kepptu lyrir Islands hönd vom Hjördís Eyþórsdóttir, Ljósbrá Baldurs- dóttir, Anna ívarsdóttir, Gunn- laug Einarsdóttir, Esther Jakobs- dóttir og Valgerður Kristjóns- dóttir. Fyrirliði kvennasveitar- innar er Guðmundur Sv. Hermannsson. Að segja á spilin sín Þær Ljósbrá Baldursdóttir og Hjördfs Eyþórsdóttir em búnar að sanna sig í hópi bestu bridgekevenna Evrópu um þessar mundir, eftir bronssætið góða sem þær náðu í Evróputvímenn- ingnum áður en sveitakeppnin hófst. Við skulum skoða eitt spil úr úrslitakeppninni sem sannar að innákoma á réttu augnabliki getur skipt sköpum. Við flest borðin spilaði austur 4 hjörtu og útspilið réð því alger- lega hversu marga slagi sagnhafi fékk. Norður gefur; enginn NORÐUR ÁDT94 85 Á64 T54 VESTUR AUSTUR 4 52 4 G7 ¥ G97 ¥ ÁKDT42 ♦ KG7 ♦ 986 4 D9632 4 ÁK SUÐUR 4 K963 ¥ 63 ♦ DT32 4 G97 Hjördís Ljósbrá vestur norður austur suður pass l¥ pass Igr- pass 24 pass 2¥ 24 3¥ 3* 4¥ allir pass Það var ekki óalgengt að suður spilaði út trompi sem er eðlileg- asta útspilið ef NS blanda sér ekki í sagnir. En Ljósbrá var ekki í vafa og spilaði út spaða eftir góða inn- ákomu Hjördísar. Hjördís drap á ás og spilaði spaða á kóng Ljós- brár. Ljósbrá gerði það best í þriðja slag að spila litlum tígli en austur giskaði rétt og setti gos- ann. Fyrir þessa vöm náðu ís- lensku landsliðskonumar rúm- lega miðlungi en margir NS spil- arar mátti sætta sig við að horfa á sagnhafa taka 12 slagi f spilinu. Bikarkeppnin 1993 Nú er fyrsta umferð Bikarkeppni Bridgesambands íslands komin vel af stað enda er morgundagur- inn síðasti keppnisdagurinn til að ljúka við umferðina. Af 26 leikj- um sem spilaðir verða í fyrstu umferð er búið að tilkynna úrslit í 18 þeirra. Lítið hefur verið um óvænt úrsliten þau em eftirfarandi: Sveit Austan 6 ffá Reyðarfirði og Eskifirði tapaði fyrir sveit Berg hf á Akranesi á heimavelli hinna síð- amefndu, 132-76IMP. Sveit Antons Haraldssonar frá Akureyri sigraði á heimavelli sveit Georgs Sverrissonar frá Reykjavík, 93-70IMP. Sveit Bjöms Theódórssonar, Reykjavík sigraði sveit Guð- mundar Ólafssonar á Akranesi, 88-70 IMP. Sveit T.V.B.16 Reykjavík sigraði sveit Inga Agnarssonar frá Reykjavík, 166-88IMP. Sveit Helga Hermannsonar, Reykjavík sigraði sveit Jóns Garð- ars frá Sandgerði á heimavelli hinna síðamefndu, 114-75IMP. Sveit Rúnars Magnússonar, Reykjavík tók á móti sveit Eyfell- inga og sigraði Rúnar stórt, eða 114-26IMP. Sveit Sigurjóns Harðarsonar, Hafnarfirði heimsótti sveit Jóns Sigurðssonar Gufuskálum og sigraði Sigurjón, 126-69IMP. Sveit Björns Dúasonar, Sand- gerði sigraði á heimavelli sveit Reynis Karlssonar, Siglufirði, 92- 71IMP. Sveit Sigfúsar Þórðarsonar, Sel- fossi sigraði sveit Logalands frá Stöðvarfirði, á heimavelli, 100-79 IMP. Sveit Jóhannesar Sigurðssonar, Keflavík sigraði á útivelli sveit Halldórs Einarssonar, Hafnar- firði, 106-64 IMP. Sveit Ara Konráðssonar, Reykja- vík sigraði á útivelli sveit Guð- jóns Bragasonar, Hellu, 110-53 IMP. Sveit Guðna E. Hallgrímssonar fór á Laugarvatn og sigraði sveit Kristins Þórissonar, 131-111IMP. Sveit Neon, Reykjavík fékk sveit Erlu Laxdal í heimsókn og sigraði með 112-75IMP. Sveit Borgfirskrar Blöndu vann sveit Þóris Leifssonar, 142-93 IMP. SveitÆvars Jónassonar, Tálkna- firði sigraði sveit Kjöts og Fisks, Reykjavík, 126-106IMP. Hertha Þorsteinsdóttir, Kópavogi tapaði fyrir Jóni Stefánssyni, Reykjavík, 59-104 IMP. Aron Þorfinnsson sigraði Baldur Bjartmarsson 135-111 IMP (báðar úr Reykjavík). Sveit Björns Dúasonar, Sandgerði sigraði heima sveit Beslu Bölþomsdóttur, 92-71IMP. Dregið verður í aðra umferð mánudaginn 28. júní í Sigtúni 9 áður en sumarbridge hefst, kl. 19.00, og er öllum velkomið að koma og fylgjast með. Þokkalegt hjá yngri spilurum Norðurlandamóti yngri spilara er lokið og fór fram í Danmörku. Þar áttu íslendingar fulltrúa í tveimur flokkum, annars vegar 19 ára og yngri og hins vegar 21- 25 ára. Á brattann var að sækja í fyrstu umferðunum hjá eldra liðinu en yngri strákamir stóðu sig betur. Nánari umfjöllun næsL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.