Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 26. júní 1993 Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins, um nauðsyn hvalveiða sem fýrst: Við eigum ekkert val „Vlö eigum ekkert val í þessu máli. Viö getum látiö hvalveiöar llggja niðri I einhver ár en það kemur aö því aö við verðum aö skipta okkur af þessum þætti lífkeöjunnar," segir Guðjón A. Krist- jánsson, formaður Farmanna og fiskimannasambands íslands. „Höfum við ekki rétt á að nýta fiskimið okkar f kring um landið?" spyr Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands. í gær var haft eftir Jóhanni Sigur- jónssyni hvalalfffræðingi að rann- sóknir sýndu að hnúfubak fjölgaði ár- lega um 200 dýr og stofninn væri um 2.000 dýr. Þá telur Jóhann að óhætt sé að veiða allt að 200 hrefnur og lang- reyðarhérvið land. „Það er örugglega orðið mikið hags- munamál að við förum að veiða úr þessum hlekk lífkeðjunnar. Við getum ekki haft einn hlekk ónýttan og búist við að allt hitt sé f besta lagi,“ segir Guðjón og telur brýna nauðsyn á að hvalveiðar verði hafnar sem fyrst „Við getum haldið að okkur höndum í einhver ár en það kemur að því að við getum ekki annað en farið að veiða eigi jafnvægi að haldast f lífríkinu," segir Guðjón. Hann segir það komi í sjálfu sér ekki á óvart að hnúfubak hafi fjölgað mikið sfðustu ár við landið og vísar þar m.a. til upplýsinga sjómanna sjálfra. í næstu viku verður fúndur í Nanko sem stofnuð voru af þjóðum á norður- slóðum vegna óánægju með Alþjóða hvalveiðráðið. „Við höfúm verið að berjast þar fyrir því að afstaða yrði tek- in til hrefnuveiða sem ég tel mjög nauðsynlegt mál," segir Guðjón. „AHar samþykktir okkar hafa miðað að þvf að þrýsta á stjómvöld til að þau hefji nú þegar hvalveiðar en að sjálf- sögðu undir vísindalegu eftirliti," seg- ir Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands. „Burtséðfrá öllu tali um nýtingu á þessum skepn- um er það mat sjómannastéttarinnar að þessum dýrum fjölgi svo ört að þau muni hafa áhrif á fæðukeðjuna. Þar af leiðandi teljum við að það þurfi að halda hvalastofninum í skefjum," seg- ir Óskar. Hann bendir á að barátta sjómanna fyrir því að hafnar verði hvalveiðar séu því ekki eingöngu miðaðar við þá at- vinnu sem þær gætu skapað. Óskar segir að það sé samdómaálit sjómanna að hvölum hafi fjölgað mjög ört hér við land. Hann segist spyrja sig hver sé réttur okkar íslendinga gagnvart öðmm þjóðum sem haldi uppi hvalvemdun- arsjónarmiðum. Hann bendir á að margar þeirra þjóða sem fremstar séu í flokki þeirra sem vilji viðhalda hvalveiðibanni hafi hag- að sér skeytingarlaust f umhverfismál- um. „Þær hafa mengað strandlengjur sínar og sjóinn úti fyrir svo nemur hundmðum kílómetra. Með því hafa þær fælt þessar skepnur frá og hvers eigum við þá að gjalda þegar þær leita hingað í hreinan og lífvænlegan sjó,“ segir Óskar. -HÞ Lfnurtt Kjararannsóknanefndar sýnlr Ijóslega að kaupmáttur tfmakaups verkafólks hefur nú í þrjú ðrJafnan verið kringum 10% slak- ari en i jafnlöngu ðrablll hellum ðratug ðður. Iðnaðarmenn hafa hlns vegar notlð heldur betri kaupmðttar þessl ár en ð fyrstu ðrum nfunda ðratugarins. Tímakaup verka- og afgreiðslukvenna um 10% rýrara 1990-92 en það var 1980-82: Kaupmáttur ófaglærðra rýrnað um 10% á áratug Tímakaup verkakvenna og afgreiðslukvenna hefur haft rúmlega 10% minni kaupmátt að meðaltali á fyrstu þremur ámm þessa ára- tugar (1990-92) en á þremur fyrstu árum síðasta áratugar (1980-82), samkvæmt útreikningum í fréttabréfi Kjararannsóknanefndar. Hjá verkakörlunum er kaupmáttarrýmun tímakaupsins heldur minni (rúm 7%). En bæði verkakonur og verkakarlar hafa siðustu þrjú ár- in mátt sætta sig við rúmlega 10% minni kaupmátt heildarlauna en réttum átatug áður. Hjá öðrum starfsgreinum innan ASÍ eru kaupmáttarbreytingar frem- ur litlar milli þessara tímabila, nema hvað iðnaðarmenn hafa að undanfömu búið við talsvert drýgri kaupmátt tímakaups, en karlar í af- greiðslu- og skrifstofustörfum hafa náð allt að 10% kaupmáttarhækkun heildarteknanna. Þar sem kaupmáttarbreytingar em oftast fremur litlar og með vissum tröppugangi milli starfsgreina í árs- fjórðungslegum útreikningum Kjararannsóknanefndar getur verið fróðlegt að líta á þróunina yfir árabil og jafnvel áratug. Iútreikningum sínum notar Kjara- rannsóknanefnd árið 1980 sem út- gangspunkt og gefur kaupmætti hverrar starfsgreinar vægið 100 á því ári. Sá kaupmáttur breyttist fremur lítið næstu tvö árin, 1991 og 1992, en þokaðist þó heldur upp á við hjá flestum staifsstéttum, hvort sem litið er á greitt tímakaup eða heildartekjumar. Þá tóku við fiögur mögur ár, 1983-1986 þegar kaup- máttur hrapaði niður undir 80 hjá flestum starfsstéttum og jafnvel neðar. í góðærunum 1987 og 1988 sveif kaupmáttur allra starfsstétta vel yfir hundraðið, hjá engum þó eins og iðnaðarmönnum sem náðu yfir 120 í meðalkaupmátt tímakaupsins á þessum ámm. Árið 1989 seig svo aftur á ógæfuhliðina hjá flestum. Kaupmáttur tímakaupsins datt vel niður fyrir 100 hjá öðmm en iðnað- armönnum og skrifstofufólki. Síðustu þrjú árin, 1990-1992 hefúr kaupmáttur tímakaups aftur verið nokkuð stöðugur — hjá sumum stéttum svipaður og hann var heil- um áratug áður, þ.e. um 100 eða þar rétt fyrir neðan. Segja má að iðnað- armönnum hafi haldist ótrúlega vel á „gulleggjunum" sem þeir náðu á þensluámnum (kringluárunum) 1987- 88. Hjá verkafólki og afgreiðslufólki hefúr kaupmáttur tímakaupsins hins vegar rýmað hrikalega, niður í um og jafnvel undir 90 að meðaltali, sem þýðir um 10% minni kaupmátt frá því heilum áratug áður, eða jafn- vel meir. Þannig hefúr kaupmáttur tímakaups afgreiðslukvenna aðeins verið 88 að jafnaði síðustu þrjú ár. Með vemlegri lengingu vinnuvik- unnar hefur afgreiðslukonum að vísu tekist að koma í veg fyrir að kaupmáttur heildarlaunanna rým- aði eins mikið og tímakaupsins. Verkafólk virðist hins vegar ekki hafa haft þeirra kosta völ. Kaup- máttur heildartekna verkafólks hef- ur hrapað úr um 102 að meðaltali á ámnum 1980-82 niður f um 91 að meðaltali síðustu þijú árin. Meðal- kaupmáttur tímakaups yfir tvö þriggja ára tímabil, 1980-82 annars vegar og 1990-92 hins vegar, hefur breyst þannig: Kaupmáttarbreyting tímakaups 1980-82 1990-92 Verkakarlar 101 .... Verkakonur 102 .... Afgr.konur 99 .... 88 Afgr.karlar 99 .... 98 Skrifstkarlar... 100 .... 101 Skrifstkonur .. 100 .... Iðnaðarmenn .. 103 .... 108 Meðaltal 101 Q8 Tölumar sýna greinilega þá kaup- máttarrýmun sem verkafólkið og af- greiðslukonumar hafa orðið fyrir umfram aðra launþega í aðildarfé- lögum ASÍ á umliðnum áratug. Benda má á að nýjustu útreikning- ar byggjast á upplýsingum um laun stórs hluta ASÍ-félaga, eða um 4.060 verkakarla, um 4.000 verkakvenna, um 1.600 afgreiðslukvenna og um 1.230 iðnaðarmanna. Á síðasta árs- fiórðungi 1992 var greitt meðal- tímakaup verkakarla 435 kr., verka- kvenna 410 kr. og afgreiðslukvenna aðeins 385 kr. - HEI Gamla höfnin fær nýtt líf Tæplega 40 skemmtlferöasklp koma tll meö aö leggjast aö bryggju (Reykjavik á þessu sumri. Þetta stóra og glæsi- lega sklp, Kazakhstan frá Úkra- (nu, lagðist I vikunnl aö bryggju viö gömlu bryggjuna viö Mlðbakka, en hún hefur tekið stakkasklptum aö undan- fömu. Rúmlega helmlngur skemmtiferöasklpanna mun leggja að bryggju við Mið- bakka, en hin leggja aö inn við Sundahöfrl. Tfmamynd Ami BJama Náttúrufræðingar á Rannsóknarstofnun í veirufræði hóta aðgerðum vegna samningsbrota. Varaformaður kjararáðs segir launin greidd eftir ákveðnu mynstri: Sá sem er þægur fær mest greitt „Deilan snýst um þaö aö þessi rannsóknarstofnun hefur ein- hliða ákveðið aö hætta aö grelða starfsfólki hluta þeirra launa sem samiö var um (ráöningarsamningum," segir Haraldur Ól- afsson, varaformaður kjararáðs Félags íslenskra náttúmfræö- inga, aðspurður um dellu sem náttúrufræöingar á Rannsóknar- stofnun Háskólans í veirufræðl elga (viö yfirmenn stofnunarinn- ar. Náttúrffæðingar hafei átt viðræð- ur við aðila innan Ríkisspftalanna. „Þessi deila hófst í fjnrrasumar. Menn hafii verið seinþreyttir til leiðinda, en núna er orðið ljóst að það er enginn vilji hjá ríkisspítöl- unum að leysa þetta mál,“ segir Haraldur. Náttúrufræðingar gengu á fund heilbrigðisráðherra í vik- unni og reiknar Haraldur með að hann sé að kynna sér málið. Ef ekki fæst viðunandi lausn innan fárra daga ætla náttúrufræðingar á stofnuninni að grípa til aðgerða. Að sögn Haralds verða þær aðgerð- ir þess eðlis að þær koma á óvart. Að sögn Haralds hefur verið sneitt af launum náttúrufræðinga á stofnuninni um 25-30%. „Sú greiðsla sem var samið um að þeir ættu að fá var í heild sinni tekin af, en síðan hafa menn samt sem áður fengið slummur, eftir því hversu ákafir menn hafa verið f kjaramál- unum," segir Haraldur. „Trúnaðar- menn félagsins á staðnum og þeir sem hafa staðið í fararbroddi í þessu máli hafet fengið minnst. Það er mjög alvarlegt að þama skuli vera skorið niður um 30% í laun- um og síðan fái menn hluta af því til baka eftir því hvað þeir séu þæg- ir.“ Að sögn Haraldar hefur lítið sam- komulag ríkt á stofhuninni vegna þessarar deilu og náttúrufræðing- ar hafa smám saman verið að tín- ast burL „Þá hefur stofnunin grip- ið til þess örþrifeiráðs að ráða fólk í staðinn sem ekki hefur nægilega menntun að baki. Það er náttúru- lega mjög alvarlegt mál gagnvart þeim sem nota þessa þjónustu. Þama fara fram ýmiss konar veim- rannsóknir," segir Haraldur. Meginorsök þessa niðurskurðar á launum er peningaskortur. „En menn geta auðveldlega sparað án þess að bijóta samninga," segir Haraldur. „Önnur ástæða sem gef- in er upp er sú að nýlega hafi verið ráðnir fleiri en einn starfsmaður á stofnunina. En náttúmfræðingar hafa sagt að með meiri skipulagn- ingu geti þeir auðveldlega sinnt þessum störfum. Þeir hafei talið sig vera setta út í hom með lítil sem engin verkeftii. Meðal annars af þeirri ástæðu hefúr félagið beðið um úttekt á stofnuninni, sem er f sjálfú sér mjög sérstakt Oftast er það þannig að stofnunin biður um úttekt en verkalýðsfélagið er á bremsunni." GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.