Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 11
Laugardagur 26. júní 1993
Tíminn 11
Vigfús Vigfússon, ferðamálafulltrúi í Skagafirði:
Vaxandi ferða-
mannastraumur
„Þetta er komið vel af stað hjá okkur," segir Vigfús Vigfusson, férða-
málafulHrúi í Skagafirði, í samtali við Tímann. „Það má segja að við
leggjum mesta áherslu á þrenrrt: hestaferöir, söguslóðir og Drangeyjar-
ferðir. Drangeyjarferðimar eru komnar á fultt skrið og hestaleigur eni
nokkrar hér i firðinum. T.d. er ein hestaleiga á Sauðárkróki, sem býður
fóHd í reiötúr eftir kvöldmat á hótelinu.
En það er einnig hægt að fá lengri
ferðir, allt frá dagsferðum upp í
átta daga ferðir. Klukkutíma reið-
túr kostar í kringum þúsund krón-
ur.“
Á Sauðárkróki eru tvö hótel: Hót-
el Áning, sem er rekið í heimavist
Fjölbrautaskólans, og Hótel Mæli-
fell. „Það er búið að vera heilmikið
að gera þama,“ segir Vigfús. „Það
eru hópar famir að koma, Ld. af
skemmtiferðaskipunum. Fólk,
sem fer á land í Reykjavík og keyr-
ir til Akureyrar, gistir héma á
Sauðárkróki í eina eða tvær næt-
ur.“
Að sögn Vigfúsar er Skagafjörður
meiri viðkomustaður fólks heldur
en dvalarstaður. „En við emm að
reyna, eins og allir, að fá fólk til að
staldra við og það gemm við nátt-
úrlega með því að bjóða upp á af-
þreyingu," segir Vigfús. „Til þess
að gera Drangeyjarferðimar
skemmtilegri, þá emm við nýbúin
að hlaða Grettislaug þar sem
Grettir kom á Iand eftir Drangeyj-
arsundið. í góðu veðri er oft siglt
með fólk þama út á Reykjaströnd
og þá getur það farið ofan f laugina
eða í fótabað. Þetta er punkturinn
yfir i- ið í Drangeyjarferðinni. Og
Hestasport byrjaði í fyrrasumar
með hestasýningu á Vindheima-
melum. Sýningin hefúr gefið
geysilega góða raun og nú er sýnt
flesta daga vikunnar."
Að sögn Vigfúsar hefur ferða-
mannastraumurinn vaxið og
menn hafa sinnt ferðamálum
meira en áður var gert „Það þarf
að snúast í ýmsu, alls kyns kynn-
ingarmálum og þess háttar."
Uppbygging á Hofsósi
Á Hofsósi hefur orðið mikil upp-
bygging í ferðamannaþjónustu, að
sögn Vigfúsar. „Þar kom nánast
enginn, þangað var enga þjónustu
að sækja," segir Vigfús. „En síðan
var Pakkhúsið gert upp í fyrravet-
ur og frá 1. júlí til ágústloka í fyrra
komu þangað 5000 manns. Þessi
Séð yfir Sauöárkrók og inn Skagafjöröinn.
uppbygging, sem þar hefur átt sér
stað, hefur bæði breytt viðhorfi
heimamanna og aðkomumanna til
staðarins. Nú er þar bjartsýni ríkj-
andi og jákvæður andi.“
Gistingu er hægt að fá á Hofsósi í
félagsheimilinu Höfðaborg, en
einnig er gistiaðstaða f grennd-
inni, td. á Hólum.
„Það er upplagt að taka Drangeyj-
arferð frá Sauðárkróki til Drang-
eyjar og frá Drangey til Hofsós,"
segir Vigfús. ,Auk þess, ef pantað
er fyrirfram, býður Pakkhúsið
hópum upp á þjóðlegan mat að
smakka. Það heftir verið mjög vin-
sælt“ GS.
Steinar Harðarson, sveitarstjóri á Kópaskeri:
Ættum að markaðssetja kyrrðina
„(slendingar hafa miklar ranghugmyndir um ÖxarQarðarheiði og halda
að Melrakkaslóttan sé aðeins vindbarln eyðislétta þar sem ekkert sé að
sjá. Það er alrangt, því þetta landsvæði er mjög fallegt" segir Steinar
Harðarson, svettarsfjóri á Kópaskert
„Þetta er með kyrrlátustu stöðum á
landinu og enn sem komið er hafa
útlendingar verið duglegri að koma
hingað en íslendingar."
Steinar segir ferðamenn sækja tals-
vert í Melrakkasléttuna, enda sé þar
sérkennilegt landslag. Útlendingum
finnst gjaman rekinn þar og fjör-
umar mjög merkilegar. „Svo er
nyrsti oddi landsins hér skammt ffá,
þó álitamál sé hvort það er Hraun-
hafnartangi eða Rifstangi. Margir
vilja líta Grettisbæli og Dettifoss,
sem em líka í sveitinni, en við verð-
um lítið vör við þann ferðamanna-
straum sem þar fer um.“
Steinar segir menn hafa sótt í veiði
í vötnunum á heiðinni, en það séu
aðallega þeir sem rætur eiga í sveit-
inni sem þar fá að renna fyrir fisk.
„Það hefur ekki verið reynt að lokka
ferðamenn hingað út á þessi vötn.
Við ættum heldur að reyna að mark-
aðssetja kyrrðina sem við búum hér
við. Það sem af er þessu sumri hafa
erlendir ferðamenn ferðast talsvert
um svæðið, en íslendingar hafa lítið
látið sjá sig, enda hefur verið kalt að
undanfömu," segir Steinar.
Gistiheimilið Kópaskeri er opið allt
árið og sumarhótel er á Lundi.
Tjaldstæði eru við Kópasker sem og
á Lundi. Nokkrir bæir í kring bjóða
upp á bændagistingu.
Steinar segir um 10-15 manns hafa
atvinnu af ferðamannaiðnaði á
Kópaskeri.
-GKG.
Nanna Magnúsdóttir á Hólmavík segir ferðamannastrauminn hafa vaxið:
Stundum þekki ég eng-
an í kaupfélaginu
„Það, sem vM höfum upp á að bjóða, er náttúran og landiö. Mér finnst
það vera mikið," segir Nanna Magnúsdótfir, sem rekur gistihúsið við
Borgabraut 4 á Hóimavik. „Hér er mikil náttúrufégurð og okkur líður hér
afskaplega vei. Viö bjóöum upp á gistíngu og fólk getur farið í férðir héð-
an, td. norður í Ámeshrepp, vestur aö Djúpi og/eða vestur í Reykhóla-
svett. Þetta eru altt dagsférðir." Auk gistiheimilisins sem Nanna rekur, er
einnig hótel á Hólmavík, Hótel Matthildur.
Að sögn Nönnu er Hólmavík
aðallega viðkomustaður ferða-
manna á leið um Vestfirði. „Það
er geysimikið streymi héma í
gegn. Það er mikið um að fólk
hafi viðkomu hér á leið til ísa-
fjarðar. Sumum finnst langt að
keyra alla leiðina í einu,“ segir
Nanna.
Að sögn Nönnu er ekki boðið
upp á mikla afþreyingu á staðn-
um. „Það er að byrja hér hópur
með markaðsdag. Það á að prófa
það nú í júlí og sjá hvernig það
kemur út Þetta er alveg nýtt,“
segir Nanna. „Annars em allir
hér vinnandi og það virðist eng-
inn þurfa svo mikla dægradvöl.“
Ferðamenn em famir að láta
sjá sig á Hólmavík og straumur-
inn fer jafnt og þétt vaxandi. Hef-
ur ferðamannastraumurinn auk-
ist undanfarin ár?
Já, mér finnst hann hafa mikið
aukist. Við emm komin héma
með nýjan söluskála og við emm
með nýtt kaupfélag, rúmgott og
aðlaðandi.
Þar em oft margir ferðamenn,"
segir Nanna. „Maður þekkir
stundum engan þegar maður
kemur inn í kaupfélagið. Það er
öðmvísi en áður var.“
GS.
Frá Hólmavfk.
ÞAÐ STANSA FLESTIRI
HRÚTAFIRÐI
SÍMI95-11150