Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 13
Laugardagur 26. júní 1993 Tíminn 13 Ferðaþjónusta að Ytri-Vík: Sjávar- rétta- hlaðborð úti á miðjum Ferðaþjónustan að Ytri-Vík við vestanverðan Eyjafjörð hyggst fara af stað með nýjung í þjónustu við ferðamenn í sumar. Það eru feðgaralr Sveinn Jónsson, bóndi að Kálfskinni, og sonur hans Nar- inó Sveinsson sem standa að fyr- irtældnu. Auk þess að reka ferðaþjónustu á bænum Ytri-Vík, þar sem boðið er upp á gistingu, fæði, hesta- mennsku o.fl., ætla menn þá á bæ að bjóða upp á sjóstangaveiði frá Hauganesi, en þangað er aðeins um fimm mínútna akstur. Það er báturinn Níels Jónsson frá Hauga- nesi, sem verður notaður við veið- amar. Það sem boðið verður upp á og er nýtt, er sjávarréttahlaðborð á með- an rennt er fyrir fisk úti á miðjum Eyjafirði. Það er fyrirtækið Traustamenn á Hauganesi sem leggur til veislukostinn, sem er blandaðir sjávarréttir, en auk þess svartfugl sem fyrirtækið framleiðir f neytendapakkningum. Reiknað er með að farið verði einu sinni f viku frá Hauganesi. Blaðamaður Tímans fór f siglingu af þessu tagi nú á dögunum ásamt nokkrum ferðamönnum og ekki var annað að sjá en að þeir væru himinlifandi, bæði með veiðina og veitingamar. Auk þessa ætlar ferðaþjónustan að Ytri-Vík að bjóða upp á köfunar- ferðir í sumar og jaftivel hvala- skoðun þegar á sumarið líður. Ferðafól káNor ðurlandi Fjölbreytt þjónusta við hringveginn — og víðar! Útibú Kf. Skagfirðinga í Varmahlíð Bjóöum feröafólki fjölbreytta þjónustu á fögrum staö viö þjóöveg nr. 1: • Verslun meö dagvöru og ferðavörur. • Rúmgóð veitingastofa með allar veit- ingar. • Olíur og bensín. • Opið frá kl. 09:00-23:30. Útibú Kf. Skagfirðinga á Hofsósi og Ketilási í Fljótum Dagvöruverslanir, léttar veitingar, olíur og bensín. • Opið frá 09:00-20:45. Verslun og þjónusta á Sauöárkróki, þar sem athafnalífið blómstrar! Á Sauöárkróki býður Kf. Skagfiröinga þjónustu sína: • Skagfirðingabúð, stærsta alhliða vöru- hús á Norðurlandi og ef til vill víðar! • Bifreiðaverkstæði, varahlutir og smur- þjónusta. • Vélsmiðja, rafmagnsverkstæði, afurða- stöðvar o.fl. o.fl., bara að nefna það! velkomin í Kdllpfcld^ SkU^fÍfðlll^U Skagaljörð. sauðárkróki -varmahlíð - hofsósi - ketilási Húsavfk á vordegi. ' Margt að sjá og gera fyrir ferðamenn á Húsavík: Húsavíkurbær selur hótelhlut Ferðamenn eru farair að láta sjá sig á Húsavík á þessu sumri, að sögn Einars Njálssonar, bæjarstjón á Húsavík, en ferðamannaþjónusta gegnir æ stærra hlutverki í atvinnu- lífi bæjarins. Nýlega seldi Húsavík- urbær hlut sinn í Hótel Húsavík fyrir um 20 milljónir króna. Kaup- endur voru einstaklingar á Húsavfit, sem standa framarlega í þjónustu við ferðamenn. Á Húsavík er fyrir hendi ágæt gisti- aðstaða fyrir ferðamenn, þar er hót- el, gistiheimili og tjaldstæði. í bæn- um er rekin ferðaskrifstofa. Hægt er að komast í dagsferðir að Dettifossi og boðið er upp á siglingaferðir um Skjálfandaflóa og í Flatey. Bærinn rekur stofnanir sem ferðaimenn eru duglegir að nýta sér, s.s. sundlaug og safnahús. Margir hafa auk þess gaman af að skoða fagran skrúðgarð Húsvíkinga. Einar Njálsson sagðist því geta sagt með góðri samvisku að ferðamenn hafi margt að sækja til Húsavíkur. Það sé kjörið að koma þar við um leið og farið er um Mý- vatnssveiL Nýlega seldi Húsavíkurbær hluta- bréf sín í Hótel Húsavík. Kaupendur eru Páll Þór Jónsson og Bjöm Hólmgeirsson, en þeir hafa báðir fengist við ferðamannaþjónustu um nokkurt skeið. Páll er í forsvari fyrir Ferðamálafélagið og rekur auk þess gistiheimili. Bjöm rekur ferðaskrif: stofu og hefur verið umboðsmaður Flugleiða. Þeir félagar kaupa hlut bæjarins, sem var rösk 47%, á um 20 milljónir. Einar sagði að rekstur hótelsins hafi gengið sæmilega, a.m.k. hafi menn mikla trú á rekstr- inum. Nýbúið er að ráða nýjan hót- elstjóra. -EÓ Sumarbústaðaeigendur! uið smíðupi fyrir ykkur: glugga, ojmfnlega glugga, svalahurðir, GLUGGAR & HURÐIR Skemmuvegi 18 blá gata, 200 Kópavogi Slml 641980, fax 670448

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.