Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 19

Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 19
Laugardagur 26. júní 1993 Tíminn 19 Úr sjóstangaveiði. margt að gerast. Ég vil byrja á því að nefna nýja veitingastaði sem komið hefur verið á fót. Eg vil ekki gera lít- ið úr þeim sem voru hér fyrir, þeir hafa allir staðið sig vel, en það hafa opnað og eru að opna fimm nýir veitingastaðir nú í vor og hver með sinn blæ, þannig að fjölbreytnin hefur aukist gífurlega. Það má nefna staði eins og Blómahúsið, sem byggir á fjölskyldunni og að sjálfsögðu blómum og gjafavöru, Við Pollinn, sem er huggulegur kaffi- og vínveitingastaður, og svo kaffíhúsið Karólínu í Listagilinu. Auk þessara staða opnar nýr staður í Sunnuhlíð og nýr matsölustaður við Strandgötu. Ég tel að þessir staðir berjist ekki innbyrðis eða ekki á sömu mörkuðum, þó að ég geri mér grein fyrir að sjálfsagt verði erfitt hjá einhverjum í haust þegar það dregur úr ferðamanna- straumnum. í öðru lagi þá beittu atvinnumála- nefnd, Ingólhir Ármannsson menn- ingarfulltrúi og Guðný Gerður Gunnarsdóttir, forstöðumaður Minjasafnsins, sér fyrir því að auka hlut lista og menningar í ferðaþjón- ustu á Akureyri. Við boðuðum nokkra aðila til fundar f Laxdalshúsi og báðum þá að fara á hugarflug, setja upp dagskrá sem miðaði að því að koma listum og menningu f „söluhæfan" búning. Niðurstaðan varð sú að gefa listamönnum kost á að koma fram með aðstoð bæjarins, en samt sem áður á eigin áhættu." Uppákomur á hveijum degi í rúman mánuð — Hvernig kemur Akureyrarbær inn í þetta verkefni? „Bærinn er f raun ekki að kaupa neitt. Það sem hann leggur til er einn starfsmaður í sumar, sem hef- ur umsjón með verkefninu og Ferðamáíafélag Eyjafjarðar, Gilfé- lagið og MENOR greiða laun hans á móti bænum. Bæjarfélagið leggur auk þess til húsnæði í Tilraunasaln- um f Listagilinu, Laxdalshúsi eða öðru húsnæði sem bærinn hefur yf- ir að ráða. Þá geta listamenn fengið sviðsvagn til afnota við það sem ger- ist utandyra. Vinnuskólinn leggur einnig til einn vinnuflokk með um- sjónarmanni til þess að auglýsa og kynna þær uppákomur sem verða á boðstólum. Þessi vinnuflokkur mun fara um bæinn, upp á tjaldstæði og víðar til þess að kynna það sem fram fer. Við ætlum ekki að auglýsa út á við, heldur ætlum við að auglýsa meðal þeirra sem eru í bænum, í von um að þeir staldri lengur við. Með þessu móti vonumst við til að geta boðið upp á ýmiss konar list- viðburði á hverjum degi frá 5.-10. júlí fram í miðjan ágúst. Það er svo listamönnunum í sjálfsvald sett hvort þeir selja inn á sína viðburði eða ekki.“ — Hvað um aðra þættl ferða- mannaþjónustunnar? „Það er eitt sem hefur verið að auk- ast á undanförnum árum, en það eru skemmtisiglingar um Eyjafjörð. í sumar er kostur á þremur bátum í siglingar og sjóstöng, fyrir utan Sæ- fara sem siglir reglulega til Hríseyj- ar og Grímseyjar. Ég hef alltaf litið á Eyjafjarðarsvæðið sem eitt ferða- mannasvæði og geri ekki greinar- mun á því hvort báturinn er gerður út frá Dalvík eða Akureyri. Við bjóðum auk þessa upp á ýmis- Iegt sem hefur verið hér lengi og stendur alltaf fyrir sínu. Þar má nefna Kjarnaskóg, sem er paradís sérstaklega fyrir íslendinga, Lysti- garðinn, söfn af ýmsu tagi, góðan golfvöll, hestaleigu og hjólaleigu. Ferðaféíag Akureyrar hefur stikað gönguleið upp á Súlur og inn Gler- árdal og inn á Lamba og reist þar brú yfir Glerána svo hægt sé að ganga til baka hinum megin. Ég spyr nú bara: Hvað vill fólk meira?“ Séð yfir þingið í íþróttahúsi Sauðárkróks. Tímamynd: Guttormur Óskarsson Umdæmisþing Rotary haldið á Sauðárkróki: Verðlaun veitt fyrir árangur í hrossarækt Umdæmisþing Rotary á fslandi var Hákon Magnússon, Rotary-klúbbi ary-umdæmisins voru veitt og hlaut haldið á Sauðárkróki fyrir skömmu. Seltjarnamess, við af honum. Sveinn Guðmundsson frá Sauðár- Við það tilefni lét Gestur Þorsteins- 230 Rotary-félagar sóttu þingið, króki þau fyrir góðan árangur í son, Rotary-klúbbi Sauðárkróks, af sem þykir hafa tekist vel í alla staði. hrossarækt starfi umdæmisstjóra og tók Jón Verðlaun úr starfgreinarsjóði Rot- -GKG. Sam vin n ubókin f 6,50% nafnvextir 6,61% ársávöxtun Arsávöxtun á síðasta ári var 6,92% Raunávöxtun á síðasta ári var 5,35% Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.