Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 21
Laugardagur 26. júní 1993
Tfminn 21
Eitruð
endalok
Richard Lyon. 34 ára landslagsarkitekt sem sá aöeins eina leiö til aö halda for-
ræöi yfir dætrum sínum.
Nancy Dillard Lyon lifði
innihaldsríku lífi. Hún
var ung, menntuð kona
á uppleið, starfaði hjá
fjárfestingafyrirtæki í
Dallas, gift og móðir
tveggja barna. Hún bjó
við auð og velgengni í
hvívetna en miðviku-
dagsmorguninn 9. janú-
ar 1991, lauk lífsveisl-
unni.
Dagurínn hófst með því að Nancy
vaknaði með heiftarlega magaverki
og uppköst Maðurinn hennar Ri-
chard Lyon, 34 ára landslagsarkitekt,
hafði komið að henni fársjúkri og fór
með hana á sjúkrahús sfðar um dag-
inn. Áður hafði hann samband við
Iækni sem fannst einkennin benda til
að um venjulega flensu væri að ræða.
Það var hins vegar ljóst eftir að
Nancy var flutt á sjúkrahúsið að ekki
væri um neina venjulega flensu að
ræða. Hún var brátt sett á gjörgæslu
og greind með alvarleg einkenni ein-
hvers konar eitrunar.
Þrátt fyrir að allt væri gert til að
lækna Nancy, dró stöðugt af henni og
14. janúar, fimm dögum eftir inn-
lögnina, lést Nancy Lyon í höndun-
um á ráðþrota hjúkrunarfólkinu.
Dauði hennar var ráðgáta þar sem
hún hafði verið í mjög góðu líkam-
legu ástandi og hafði varla kennt sér
nokkurs meins fyrr.
Nancy hafði nýlega hætt störfum
tímabundið, þar sem hún vildi gefa
ungum bömum sínum meiri tíma.
Það var dæmigerð ákvörðun fyrir
Nancy sem fómaði sér iðulega í ann-
arra þágu enda sögðu vinir hennar að
þrátt fyrir glæstan feril í starfi hefði
Nancy fyrst og fremst hugsað um þá
sem henni stóðu næstir.
Fjölmiðlar fluttu fregnir af andláti
hennar þar sem því var lýst að Nancy
hefði látist af ókunnum orsökum. Á
sama tíma vom nokkrir vinir hennar
og ættingjar í stöðugum tengslum
við lögregluna og viðmðu gmnsemd-
ir sínar um að e.Lv. hefði einhver
óhreint mjöl í pokahominu.
Samkvæmt sumum vina hennar,
vom allnokkrar líkur á að eitrað hefði
verið fyrir Nancy. Sagt var að hún
hefði fengið svipuð líkamseinkenni 5
mánuðum áður, nema vægari. Upp úr
því hafði Nancy sjálf rætt við nokkra
vini sína um að einhver reyndi að
eitra fyrir sér.
Sögurnar
Fyrsti læknirinn sem annaðist
Nancy hafði átt við hana stutt spjall
áður en hún varð það mikið veik að
hún gat ekki lengur talað. Nancy
hafði stunið upp með erfiðsmunum
að í september 1990 hefði einhver
sent henni nafnlausa gjöf, flösku af
gæðavíni, og eftir að hún hafði
dmkkið eitt glas varð hún alvarlega
veik. Þá hafði hún skömmu áður far-
ið í bfó með manni sfnum og hann
keypt handa henni gosdrykk. Þegar
hún hugðist súpa á, sá hún að hvítt
duft flaut ofan á drykknum. Maður-
inn hennar hvatti hana samt til að
drekka, sagði þetta vera froðu, og eft-
ir að drykknum lauk fann hún fyrir
sviða f maga og kastaði nokkrum
sinnum upp eftir að heim var komið.
Þá sagði Nancy lækninum einnig að
maðurinn hennar hefði daglega
fylgst með að hún tæki pillur sem
hann sagði vera vítamín, en hún
hafði aldrei séð umbúðir lyfjanna og
leið ekki vel eftir inntökuna.
Fleira hafði Nancy ekki getað sagt en
lögreglunni þótti upplýsingamar at-
hyglisverðar. Haft var samband við
bamapíu þeirra hjóna sem eðli máls-
ins samkvæmt hafði verið mikið á
heimili Lyon hjónanna áður en
Nancy hætti störfiim. Þegar lögregl-
an spurði bamapíuna hvort hún hefði
orðið vör við eitthvað grunsamlegL
kom hún ekki að tómum kofunum.
Bamfóstran staðfesti sögu Nancyar
og sagðist hafii séð torkennileg lyfia-
box og hvítt efni sem hún gat samt
ekki skilgreint í fómm Richards, eig-
inmanns Nancyar.
Krufningin
Úrskurður krufningar sannaði svo
ekki varð um villst að Nancy Lyon
hafði ekki látist af eðlilegum orsök-
um. Það hafði verið eitrað fyrir henni.
Dánarorsök var svæsin arsenikeitrun
sem gat ekki verið af hennar eigin
völdum. Hún var með rúmlega
hunndraðfalt arsenikmagn í blóðinu,
miðað við eðlileg mörk þegar hún
lést. Prófanir sýndu að banvænt
magn var að finna í nýrum og lifúr
auk þess sem neglur og hár bám þess
merki að hún hefði innbyrt stóra
skammta af arseniki. Þá kom í ljós að
það var tvöfalt meira arsenik í blóði
hennar við innlögn en eftir dauða
hennar. Það sannaði að mjög stómm
skammti hafði með einhverjum hætti
verið hleypt út í blóð hennar
skömmu áður en hún lagðist inn.
Rannsóknir á hári og nöglum sýndu
að hún hafði um alllanga hríð, fyrir
stóra skammtinn, fengið smá-
skammta af arseniki.
Þar sem nú vom auknar líkur á að
Nancy hefði verið myrt, hófst formleg
rannsókn og maðurinn hennar lá
undir sterkustum gran. Það varð ekki
til að minnka gmnsemdir lögreglu-
manna að í ljós kom að samband Ly-
on hjónanna hafði farið versnandi á
síðustu misserum. Þau höfðu skilið
að borði og sæng um tíma, árið áður,
en tóku aftur upp samvistir. Ýmislegt
benti til að Richard hefði átt hjákonu
og sennilega vissi kona hans af því.
En mikilvægast við rannsókn málsins
var að afrit af reikningum fundust í
lyfiarannsóknarstofu í grenndinni og
vom þau stíluð á Richard Lyon. Á síð-
ustu átta mánuðum hafði hann keypt
arsenik og átta önnur eitureftii í fljót-
andi formi.
Engar sannanir
Richard hélt áfram að búa hjá dætr-
um sínum í sömu íbúð og áður. Mán-
uði eftir dauða Nancyar sagði hann
vinum sínum að hann væri að fara til
Mexíkó og kom bömunum fyrir hjá
ættingjum á meðan. Hann sagðist
vera að fara í veiðiferð með vinnufé-
laga sínum. Lögreglan komst hins
vegar að því að ferðafélagi hans var
ung kona, Ester Walker. Rannsóknar-
menn lögreglunnar höfðu komist að
því að Ester þessi var hjákona Ri-
chards.
Er Richard sneri til baka fannst Mi-
les Ortega lögreglufulltrúa í fyrsta
skipti tímabært að yfirheyra Richard.
Ýmis gögn höfðu hlaðist upp og nú
var hægt að færa rök fyrir tilgangi
morðsins, þar sem eiginmaðurinn
hafði verið henni ótrúr.
Richard Lyon var ískaldur og yfir-
vegaður og svaraði spumingum lög-
reglunnar án þess að sýna nokkur
svipbrigði. Er hann var spurður hvort
hann hefði keypt einhver lyf, neitaði
hann. Ortega gekk á lagið og sagðist
hafa heimildir fyrir öðm en Richard
glotti og sagði einungis: „Sannaðu
það. Og þótt ég hefði einhver lyf
keypt, þá bendir það ekki til þess að
ég hafi drepið einhvem, eða hvað?“
Ortega vissi að þetta var rétt, lög-
regluna vantaði vitni eða framburð
einhvers sem tengdist málinu náið,
til að hægt væri að sakfella hinn sjálf-
umglaða Richard.
Morðmál sem þessi er oft erfiðara að
upplýsa en þau sem bein morðvopn
koma til sögu, s.s. hnífar eða byssur
og auk þess er ekki alltaf ljóst hvenær
um sjálfsmorð er að ræða. í þessu
máli þótti hins vegar sannað að ein-
hver hefði banað hinni látnu því ar-
senikeitmn veldur hægum og mjög
kvalafullum dauðdaga og fæstum
dettur f hug að binda endi á líf sitt
með þeim hætti.
Moldviöri
Það kom Ortega og mönnum hans í
opna skjöldu þegar Richard hélt
blaðamannafund eftir heimsókn lög-
reglunnar og útskýrði fyrir fiölmiðl-
um að hann væri gmnaður um morð
og rægður af lögreglunni án þess að
honum hefði birst nein ákæra. Enda
sagði Richard að ekki væri hægt að
ákæra hann um neitt þar sem sann-
anir væm engar. Hann sagðist vera
saklaus af dauða konu sinnar, hann
hefði aldrei eitrað fyrir henni og
hann væri miður sín ef réttarkerfi
Bandaríkjanna hygðist byggja á get-
gátum.
Mánuður leið og enn var ekki búið
að ákæra Richard. Þá lét lögmaður
hans aðra sprengju falla er hann lýsti
því yfir að dauðsfall Nancyar væri
þriðja dularfulla dauðsfallið á spítal-
anum á einu ári. Með þessu snerist
almenningur í ríkari mæli en áður á
sveif með „hinum syrgjandi og niður-
lægða eiginmanni" eins og birtist í
tímariti og m.a.s. dagblöð tóku við
sér og slógu upp fyrirsögnum á borð
við: „Eiginmaðurinn sennilega sýkn
saka“.
Iblsmenn sjúkrahússins umrædda
lentu í nokkmm erfiðleikum út af
þessu máli en fljótlega þótti sýnt að
ásakanimar væm byggðar á sandi.
Tilgangur Richards og lögmanns
hans var fyrst og fremst að þyrla upp
moldviðri sem hlyti að verða hinum
gmnaða til hagsbóta, þar sem tíminn
vann með honum.
Kaldhæöni
örlaganna
Það var kaldhæðni örlaganna að
konan sem kom lögreglunni til hjálp-
ar var sama konan og óbeint hafði
orðið til þess að Nancy var myrt. Sím-
inn hringdi hjá Ortega kvöld eitt þeg-
ar þrír mánuðir höfðu liðið frá morð-
inu og honum fannst sem málið væri
komið í hnút. Kærasta Richards, Est-
er Walker, sagðist vilja koma til hans
og gefa skýrslu. Framburður hennar
var allt sem Ortega þurfti.
Hún hafði kynnst Richard er þau
unnu saman að útivistarsvæði fyrir
Dallas, einu og hálfu ári áður. Með
þeim tókust strax náin kynni og
seinna varð þeim ljóst að þau væm
ástfangin. Þau höfðu hist reglulega á
laun en Richard hafði átt í erfiðleik-
um með að gera upp á milli hennar
og bamanna sinna. Hann var löngu
afhuga Nancy en vildi ekki skilja við
bömin sín, og þar sem allar líkur
vom á að Nancy yrði dæmdur for-
ráðaréttur yfir stúlkunum tveimur ef
til skilnaðar kæmi, fór hann að und-
irbúa dauða hennar. Ester var skelf-
ingu lostin yfir ráðabragginu en Ri-
chard lagði ríka áherslu á að um
kvalalausan dauða yrði að ræða og
framtíð þeirra yrði björL
Fullkomiö morö?
Blinduð af tilfinningum og trú á
komandi tíma, hafði hún þagað yfir
þessari vitneskju sinni mánuðum
saman en nú gat hún það ekki lengur.
Siðferðiskennd hennar var sterkari
en svo. Þá var hún farin að óttast Ri-
chard í síðustu tíð þar sem hann virt-
ist vera haldinn einhvers konar mik-
ilmennskubrjálæði í kjölfarið á „hinu
fullkomna morði," eins og hann orð-
aði það. Hann hafði sagt henni að
réttarkeríi Bandaríkjanna væri gata-
sigti, ekkert mál væri að taka lögin í
sínar hendur, hann hefði einmitt
sannað það með útsjónasemi sinni.
Ester var heitið friðhelgi þótt við-
brögð hennar í tíma hefðu e.Lv.
bjargað lífi Nancyar en vitnisburður
hennar leiddi til ótvíræðrar handtöku
Richards þar sem hann var ákærður
um fyrstu gráðu morð.
Sönnunargögn hlóðust upp og fyrir
rétti gat ekkert bjargað Richard.
Hann viðurkenndi hins vegar aldrei
sekt sfna. Það ríkti kalt stríð á milli
hans og Ester þegar hún var leidd í
vitnastúku. Sakbomingurinn hafði
ekki af henni augun og um tíma virt-
ist sem honum tækist að yfirbuga
hana andlega en Ester stóðst prófið
og endurtók það fyrir rétti sem hún
hafði skýrt Órtega lögreglufúlltrúa
frá. Eftir fremur stutt réttarhöld var
Richard fúndinn sekur um morð af
yfirlögðu ráði og mun hann réttilega
eyða ævikvöldinu innan fengelsis-
múranna.