Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 26. júní 1993 Tíminn 9 Banda Malavíleiðtogi: mOrgum ráðamanna þriðja heims hefur brugðið illa við mannréttindasóknina frá Vesturlöndum. heiminum eftir sfnum hentugleikum á ný. í mannréttindabaráttu Norður- heims felist f raun viðleitni til að þvinga gildismati hans upp á Suður- heim. Með því sé misboðið menningu Suðurheims, sem hafi aðrar áherslur f mannréttindamálum en Norður- heimsmenn. Athyglisvert er að f þessum málum er um að ræða breiða samstöðu Suður- heimsrfkja. Þýskt blað kallar þá sam- stöðu „fáránlegt" bandalag kommún- ista, „guðræðissinna sem einskis svff- ast“ og „Iénskapítalista" Suðaustur- Asfu og Rómönsku Ameríku. Þau ríki, sem einna helst hafa undanfarið haft orð fyrir Suðrinu gagnvart Norðrinu í þessum efnum, eru Kína, Kúba, íran, Pakistan, Malasfa, Indónesfa, Singa- púr, Mexfkó og Kólombía. Talsmenn þessara rfkja o.fl. hampa ósjaldan f þessu sambandi velþekktri einföldun- arklisju um hið „ríka“ Norður og hið Játæka" Suður. Lögmálið öllu ofar Ráðamenn ýmsir í Suðurheimi o.fl. í þeim löndum halda því f þessu sam- bandi fram m.a. að gildismat Norðurs- ins um mannréttindi sé ósamrýman- legt menningu og trúarbrögðum stórra hluta Suðursins. Röksemdir af þvf tagi koma einkum frá múslímum annarsvegar og hinsvegar frá Austur- og Suðaustur- Asíumönnum. Islam er lögmálsbundnast allra trúar- bragða heims, af þeim sem mikla út- breiðslu hafa. í krafti lögmáls síns (sharia) hefur fslam sterkari tök á sfnu fólki yfirleitt en okkar tíma lítiltrúaðir Vesturlandamenn eiga auðvelt með að gera sér grein fyrir. I íslam er grunn- trúartriði að lögmálið sé óbreytanlegt og gildi ekki síður á okkar tíð en það gerði á sjöundu öld. Hliðstæð viðhorf eru að vfsu fyrir hendi f öðrum trúar- brögðum, en í íslam eru stífnin og of- stækið á bak við þesskonar viðhorf meiri en annarsstaðar þekkist nú á tfmum. í bókstafsfslam svokölluðu er þessi stífni ofstækiskenndust, en spuming er hvort um þetta sé gmnd- vallarágreiningur innan íslams. Greini fslamslögmál og vestrænar/al- þjóðlegar samþykktir um mannrétt- indi á, er það ekkert vafamál að íslam- slögmál skal ráða, samkvæmt fslömsk- um rétttrúnaði. Annað er ekki einung- is ámælisvert í augum margra og kannski flestra múslíma, heldur og gróft guðlast Út frá þessari lögmáls- bindingu á íslamsheimur erfitt með að taka gild td. sfðustu tíma vestræn við- horf um jafnrétti karla og kvenna og bann við því að þjófar séu handhöggn- ir. Þar em nú ofarlega hugmyndir á þá leið, að gildandi alþjóðlegar samþykkt- ir um mannréttindi séu of einhliða vestrænar til að geta talist gildar um heim allan. „Hugmyndin um sömu mannréttindareglur fyrir allan heim- inn er ímyndun," segir Sirous Nasseri, sendiherra frans hjá S.Þ. f Genf. Mannréttindayfirlýsing S.Þ. frá 1948, sem ætlast hefur verið til að sé eins- konar heimsleiðarstjama um mann- réttindamál, er ekkert annað en „til- skipun frá Vestrinu", er haft eftir sama manni. Er einstaklings- dýrkun að sökkva Vesturlöndum? Vitaskuld má gera ráð fyrir að ís- lamskir valdhafar, gramir og órólegir Bosníukonur sem nauðgað hefur ver- ið: spurning hvort konur sumstaðar á Vesturlöndum, þar sem haft er fyrir satt að friður og mannréttindi ríki, séu miklu öruggari fyrir slíku. út af vaxandi afskiptasemi mannrétt- indasinnaðra Vesturlandamanna og þar af leiðandi vaxandi kjarki mann- réttindasinna og stjómarandstæðinga heima fyrir, reyni að nota sér trúar- brögð og menningu sem skálkaskjól. Hið sama er með f myndinni hvað Austur- og Suðaustur-Asíu varðar, þegar ráðamenn þar bregðast nei- kvætt við mannréttindasókn síðustu ára. En ýmislegt bendir til að þar sé innan um og saman við nokkuð svo einlægur kvíði fyrir því að áhrif frá Vesturlöndum verði Austurlöndum fjær sem slíkum ekki til einhliða bless- unar. Átrúnaður Austur- og Suðaustur-Asíu er harla ólíkur fslam, heimspeki- kenndur og laus við lögmálstrú. Segja má — með fyrirvömm auðvitað — að Konfusíus sé þar hliðstæður Múham- eð í íslamsheimi og Kristi í Evrópu og Ameríku. Hollusta við eigin fjölskyldu, eigin þjóð, eigið ríki er grunnatriði í þeim sið. Á Vesturlöndum hafa málin hinsvegar þróast þannig að þar er ein- staklingurinn sem slíkur öllu ofar. í samræmi við það em hugmyndir Vest- ursins og nú alls Norðursins um mannréttindi. í Austurlöndum fjær er margra — og að talsverðum lfkindum flestra — skoðun að þessi afstaða Vesturs/Norð- urs leiði til ábyrgðarleysis sem hætta sé á að valdi upplausn samfélaga og hmni siðmenningar. Dýrkun Vestur- Ianda á einstaklingsfreísinu, er sagt þar eystra, leiðir til þess að hver og einn hugsar aðeins um sig og kastar fyrir borð allri umhyggju ekki einung- is fyrir eigin samfélagi og rfki, heldur og umhyggjunni fyrir sínum nánustu. í austri Konfúsfusarhyggju heyrist þvf haldið fram að umhyggja Vestursins fyrir einstaklingnum hafi þegar geng- ið svo langt að hún sé farin að snúast upp f andhverfu sína. Af þeim sökum hafi Vesturlöndum hnignað svo mjög, siðrænt og félagslega, að upplausn samfélaga þeirra kunni að vera skammt undan. í mannréttindayfirlýsingu S.Þ. stend- ur að allir hafi rétt á að vera ömggir um líf sitt, persónu og frelsi. Vestur- lönd em þegar í raun búin að svipta drjúgan hluta þegna sinna þessum sjálfsögðu mannréttindum, segja sumir konfúsfana Austurlanda fjær. Þeir benda í þvf sambandi á glæpa- pláguna sem sífellt magnast í borgum Vesturlanda og er orðin slík að íbúar sumra þéttbýlissvæða þar em varla að stómm mun ömggari fyrir ofbeldi en Bosníumenn. Hvers virði, er gjaman spurt í Austurlöndum fiær (og á Vest- urlöndum einnig), er persónufrelsið orðið þar sem fólk hættir sér ekki út fyrir dyr eftir að skyggir af ótta við að verða fyrir barðinu á ofbeldislýð sem fer með morðum, limlestingum og nauðgunum? Med sínu neíl í þættinum í dag verða ástar- og saknaðartónar í fyrirrúmi, eins og vera ber á sumardegi, en jafnframt höldum við okkur við sjávarsíðuna. Bæði lögin em erlend, það fyrra er eftir R.B. Hanby, en ljóðið er eftir Jón frá Ljárskógum, og heitir það „Káta Víkurmær" eða „Fomar ástir". Seinna lagið hins vegar er eins konar svar við óskum sem þættinum hafa borist um að birta erlent lag sem hljómsveitin Animals gerði frægt á sínum tíma, en er eftir Alan Price og heitir „House of the rising sun“. Þar sem það hefur verið stefna þáttarins að birta einungis íslenska texta, verður hér birtur textinn við „Kátir voru karlar", en þetta ljóð er einmitt oft sungið undir laginu við „House of the rising sun“. Gítar- gripin við hefðbundna lagið við „Kátir voru karlar“ ættu ekki að vefiast fyrir neinum, C-G-F, ef byrjað er á C-hljóm eða „G-C-D“, ef menn vilja byrja á G-hljóm. Góða söngskemmtun! „ KÁTA VÍKURMÆR C C7 F Ég vil stilla mína strengi, ég vil syngja lítið Ijóð C G um þann ljúfa draum, sem út í bláinn fló, C C7 F ég vil syngja mína söngva um hið fagra, unga fljóð, C G7 C sem að forðum ég unni meir en nóg! Dm G7 Ó, þú kærastan mín kær, C litla káta Víkurmær. C G G7 Þinna kosSa ég minnist enn í dag. C C7 F Þér til dýrðar vil ég stilla mína strengi þetta kvöldl C G7 C Þú ert stúlkan, sem átt mitt kvæðalag. Ó, ég man þá dýrðardaga og þau dásamlegu kvöld og þær draumanætur við þinn heita barm, og ég man þá björtu fegurð, þegar vorið hafði völd og þú vafðir mig hvítum, mjúkum arm. Hún er engu öðru lík, þessi æskurómantík þegar unga hjartað slær svo villt og fljótt, þá er guðdómlegt að vaka tvö og vera saman ein úti í vorljósri, heitri júnínóttl Hverju vori fylgir sumar, hverju sumri fylgir haust, og hið sama íögmál réði þinni ást. Þar var naumast hægt að segja, að hún entist endalaust! Nú er of seint um slíkan hlut að fást. Því að kærastan mín kær, þessi káta Víkurmær, er nú konuefni stórútgerðarmanns. Ég er ráðinn fyrir skolli drjúgan skilding annað kvöld, til að skemmta — í brúðkaupinu hans. KÁTIRVORU KARLAR Am C D F Kátir voru karlar Am C E E7 á kútter Haraldi, AmC D F til fiskiveiða fóru Am E Am frá A—kranesi, AmC D F og allir komu þeir aftur Am C EE7 og enginn þeirra dó. Am C D F Af ánægju út að eyrum Am E Am hver einasta kerling hló. c

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.