Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.06.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 26. júní 1993 A f tvískiptum heimi 11T Austurs og Vest- ^ll urs hefur tekið við „ný heimsskipan" (eins og George Bush orðaði það) þar sem heimur- inn er einn undir for- ustu iðnvæddustu ríkj- anna, einkum Vestur- landa og Bandaríkj- anna sérstaklega. Rangt, segja sumir þegar þessi skoðun á samtímanum er borin fram. Heimurinn er tví- skiptur ekki síður en áður, en í stað blakka kenndra við Austur og Vestur er nú komin tog- streita Norðurs og Suð- urs. (Einfaldanir að verulegu leyti, en nokk- uð til í hvorutveggja.) Þessar mismunandi skoðanir á því hvernig heimurinn sé í dag hef- ur eitthvað borið á góma undanfarið í sambandi við mann- réttindaráðstefnuna á vegum Sameinuðu þjóðanna í Vín. Með einu pennastriki... Mannréttindamál voru liður f látlaus- um áróðurshemaði kalda stríðsins, þar eð f þeim efnum var einkar auðvelt fyrir Vestrið að finna höggstað á Sov- étblökkinni. Því heyrist jafnvel haldið fram að ófarir í þeim þætti áminnsts „strfðs" hafi orðið Austrinu að falli, frekar en efnahags-, umhverfis- og kerfisvandamál og/eða að það hafi of- reynt sig á vígbúnaðarkapphlaupinu, eins og oft hefúr verið sagt. Þegar Leonfd Bresjnev, aðalvaldhafi Sovétrfkjanna um langt skeið, undir- ritaði samþykktir Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) í Helsinki f ágúst 1975, var hann að undirrita dauðadóm Sovétríkjanna, segja talsmenn nýnefndrar skoðunar. „í RÖSE- niðurstöðunum fólst hug- myndafræðileg tímasprengja," er haft eftir einum þeirra, rússneskum blaða- manni að nafni Vítalfj Sýrokomskfj sem talsvert kvað að á perestrojkuár- unum. í Helsinki-samkomulaginu stóð að þáverandi landamæri f Evrópu skyldu teljast Jriðhelg*', þ.e. óbreytanleg um aldur og ævi. Bresjnev og þeir félagar töldu mikið atriði að fó fyrir því sam- þykki RÖSE-ríkja (nær allra ríkja Evr- ópu og Norður- Ameríku), þar eð með því héldu þeir sig tryggja þáverandi völd og áhrif Sovétríkjanna í Evrópu til frambúðar. Vesturlönd fengu á móti komið inn í lokaniðurstöður ráðstefn- unnar loforðum allra aðildarríkja hennar um að hafa mannréttindi í heiðri. Sovéska forustan lét það gott heita, hefur trúlega reitt sig á að hún f krafti rótgróins alræðis- og lögreglu- valds gæti haft þá grein að engu, eða því sem næsL Sovéskum valdhöfum tókst að vísu mikið til að bæla niður hópa andófs- manna, sem beittu sér fyrir því að mannréttindaákvæði Helsinkisátt- mála væru virt En, segja Sýrokomskíj o.fl., samkvæmt beinni tilskipun stjómmálaráðs miðstjómar Komm- únistaflokks Sovétríkjanna var Hels- inki- sáttmálinn prentaður og honum dreift í milljónaupplögum — í helstu blöðum landsins. Þar með hafi fang- elsun fómennra andófshópa orðið lftið meira en vindhögg; það sem andófs- mennimir vildu sagt hafa almenningi komst honum fyrir sjónir í forustu- hollum blöðum eins og Ísvestfja og Líteratúmaja gazeta. Þannig undirbjó Bresjnev alveg grandalaus jarðveginn fyrir það sem upp spratt á stjómarár- um Gorbatsjovs. Ný heimsskipan í mannréttindamálum? Nú er gjaman haft fyrir satt að „fyrr- iimimiiii IIIIIIIIIIIIIIIIIHIIKI :u:;: ii:;u i ?‘4 •.. i. ISSrWiSfaBr* • ■, '3gggSR<’>-. Srið'ÍM *!«" liM'MIHItftttfiirtfliluit'i 11 'U <*******lUiHHMN*<**■* ... ............* é Gröf Khomeinis í Teheran: trúarbrögö og menning notuö sem skálkaskjól. Vaxandi ágreiningur Norðurs og Suðurs: Tekist á um mann- réttindi Klaus Kinkel, utanrlkisráöherra Þýskalands, og Li Peng, forsætisráöherra Kfna: grundvallarmunur er á afstööu Vesturlanda og Austurlanda fjær til einstaklings og samfélags. verandi Austur"" hafi mnnið saman við Vestrið og hvað afstöðuna í mannrétt- indamálum varðar má það til sanns vegar færa. En f staðinn er svo komið að andstaða við afstöðu Vesturs/Norð- urs f þeim málum er orðin það, sem hvað helst sameinar Suðrið gagnvart Norðrinu. í samræmi við það að Vesturlönd, sérstaklega Bandaríkin, lfta gjaman á sig sem sigurvegara kalda stríðsins, þar sem afstaðan til mannréttinda var eitt af þvf sem tekist var á um, hefur síðustu árin einkum í Bandaríkjunum gætt þess viðhorfs að nú eigi ekkert að þurfa að vera því til fyrirstöðu að heimurinn í heild sinni tileinki sér vestræn viðhorf um mannréttindi sem fleira. Einnig eigi, í samræmi við það að nú sé heimurinn einn, að vera hægt að tryggja með virkri samstöðu allra ríkja heims að mannréttindi séu virt í öllum löndum jafnt. Yfirleitt er gert ráð fyrir að þetta heimseftirlit í nafni mannúðar og mannréttinda verði að meira eða minna leyti á vegum S.Þ. Þetta nýja viðhorf átti sinn þátt í því að Kúrdum f írak var bjargað frá út- rýmingu af hálfu valdhafa þess rfkis 1991 og að bandarískur her var sendur til Sómalfu til að stöðva útrýmingar- hemað landsmanna hverra gegn öðr- um. Að einhverju leyti er það f þeim anda sem Vesturlönd setja nú gjaman sem skilyrði fyrir góðum viðskipta- kjömm og þróunarhjálp að mannrétt- indi séu virt og lýðræði upp tekið. Þetta er gagnstætt þeirri meginreglu frá kalda strfði að iáta brot valdhafa á mannréttindum borgara eigin ríkja af- skiptalaus. Kalda stríðið var undir- staða þeirrar reglu. Sovétríkin tóku svari þriðjaheimsrfkja brotlegra f mannréttindamálum til að hafa þau sín megin gegn Vestrinu og Vestrið sá í gegnum fingur sér í þeim efnum við harðstjóra ef þeir töldust dyggir „and- kommúnistar". íhlutunarstefnan nýja á sinn þátt í lýðræðisþróun nokkurri í þriðja heim- inum undanfarið; kosningamar í Mal- aví em sfðasta dæmið um það. Kommúnistar, guð- ræðissinnar, lénskap- ítalistar Um mannréttindamál í þriðja heimin- um er margra hald að ástandið í þeim sé eigi að síður álíka herfilegt og það hefur lengi verið. í síðustu ársskýrslu Amnesty Intemational segir frá pynd- ingum og misþy rmingum af hálfu yfir- valda í 110 ríkjum. 45 ríki, segir Am- nesty, láta taka fólk af lífi eftir geð- þótta. Á þremur fyrstu mánuðum árs- ins var S.Þ. tilkynnt um yfir 125.000 brot gegn mannréttindum, eða þrefalt fleiri en á öllu s.l. ári. Starfsmenn S.Þ., sem með þau mál hafa að gera, telja sennilegt að margfalt fleiri slík brot hafi verið framin á þeim tíma. Af brot- um þessum nefna starfsmennimir pyndingar, fjöldaaftökur, handtökur án dóms og laga, skoðanakúgun og nauðganir. Samtök, sem beita sér fyrir að mannréttindi séu virt, eru samt fremur bjartsýn um þessar mundir; segjast sjá þess merki að valdhafar séu famir að taka meira mark á ásökunum um brot gegn mannréttindum en var á tfð kalda stríðs. Hvað sem því líður er ljóst að margir ráðamenn Suðurheims líta með ugg og gremju á hugmyndina um „nýja heimsskipan", ekki sfst í mannrétt- indamálum. Þeir og fleiri Suður- heimsmenn segja að í þessu felist end- umýjuð „heimsvaldastefna“ Vestur- landa, sem eftir að hafa sigrað og ,4nn- limað“ Austrið telji sér fært að stjóma

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.