Tíminn - 27.07.1994, Síða 15

Tíminn - 27.07.1994, Síða 15
Miövikudagur 27. júlí 1994 15 Marta Einarsdóttir. Leigubílar Á landsbyggöinni vantar leigu- bíla sem geta keyrt fólki í hjóla- stólum, að sögn Jóhanns Péturs Sveinssonar, formanns Lands- sambands Sjálfsbjargar. Slíka bíla er hægt að fá í Reykjavík. Langferðabifreiðar Gunnar Sveinsson hjá BSÍ segir að enginn sérleyfishafi aki rútu með lyftu fyrir hjólastóla. Hann segir ab líklega sé þörf á slíkum rútum, en að eftirspurn hafi verið það lítil að ekki hafi verib fjárhagslegur grundvöllur fyrir að fara út í fjárfestingar af þessu tagi. Hann leggur áherslu á að fatlaðir séu velkomnir og reynt sé að þjóna þeim eftir fremsta megni eins og öðrum farþegum. Gunnar segir að bíl- stjórar séu fúsir að lyfta fólki inn í rútuna. Jóhann Pétur Sveinsson segir ab áætlanabifreibar þyrftu að hafa lyftu fyrir hjólastóla. Hann segir að slíkar lyftur kosti í kringum eina milljón og þá sé hægt að keyra hjólastólinn inn og festa hann. „Það er ekki allt- af nóg að bílstjórar séu tilbúnir til að bera fólk inn í rútuna. Menn eru misþungir og það getur þurft tvo til að bera þá inn. Svo treysta fatlaðir ekki hvaða ókunnugri manneskju sem er, sem ekki kann réttu handtökin." Þar að auki komast rafmagnsstólar ekki inn í far- angursgeymslu. Fyrir þá þarf sérstaka tengivagna þar sem ekki er hægt að brjóta þá sam- an. Annaö vandamál fyrir fatl- aða, sem ferðast vilja með rútu, er aðgengi að salerni. Ferjur Flóabátarnir Baldur og Herj- ólfur eru báðir aðgengilegir fólki í hjólastólum. Sömu sögu er hinsvegar ekki að segja um Akraborgina. Hestar Anna Sigurveig Magnúsdóttir hefur sérhæft sig í hesta- mennsku fyrir fatlaða og starf- abi síðastliðið sumar á Reykja- lundi þar sem fatlaðir gátu fengið að fara á hestbak. Þessi þjónusta var mjög eftirsótt og á að halda henni áfram í sumar. Anna segist ekki hafa heyrt um neina hestaleigu meb sérstaka þjónustu fyrir fatlaða. Samt seg- ir hún að mjög lítinn búnað þurfi til að fólk í hjólastólum geti farið á hestbak. Gott sé að hafa pall sem hjólastóllinn sé keyrður upp á. Hesturinn sé síðan teymdur þannig að hægt sé að komast á bak beint af pallinum. Einnig eru framleidd- ir hnakkar á íslandi með tveim- ur handföngum fyrir þá sem eru máttlitlir í fótunum, en hún segir þá ekki nauðsynlega ef hesturinn er rólegur og mab- ur gengur með hvorri hlið hans. Sundlaugar Þótt undarlegt megi virðast, eiga hreyfihamlaðir oft erfitt með að komast í sund. Oft eru tröppur eða þröskuldar á milli anddyris og búningsklefa og búningsklefa og sundlaugar. Yf- irleitt eru ekki sturtustólar á þessum stöðum, en það eru hjólastólar sem hægt er að fara í úr búningsklefa í sturtu og þaðan út i laug. Jóhann Pétur Sveinsson sagði að sumstaðar kæmust slíkir stólar ekki um húsnæbið af fyrrgreindum ástæðum, en í öðrum tilfellum væri líklega frekar um hugsun- arleysi ab ræða en kostnaðar- sjónarmib, þar sem slíkan stól væri hægt ab fá fyrir 80-100 þúsund krónur. Jóhann segir að einnig sé oft erfitt að komast ofan í sundlaugarnar. Sigurrós M. Sigurjónsdóttir, formaður Sjálfsbjargar í Reykja- vík, er meb spelkur og gengur við stafi. Hún segist iðulega lenda í vandræðum á sundstöð- um. Hún bendir á að fatlaðir geti ekki tekið með sér aðstoð- armann af hinu kyninu í sund, þar sem þeir geti ekki fylgt þeim inn í búningsklefana. Hinsvegar séu karlmenn í meirihluta fatlaðra, en konur í meirihluta þeirra sem vinna vib að aðstoða þá. Verslanir Víðir Þorsteinsson, formaður SEM-hópsins, segir það geta reynst fötluðum mjög erfitt ab kaupa inn. „Bílastæði merkt okkur eru ekki alltaf fyrir hendi. Það vill einnig brenna við að ófatlaðir leggi í þau sem til staðar eru og hef ég oft þurft frá að hverfa vegna þessa. Þetta hefur þó breyst mikið til batn- aðar á síöustu árum. Það er einnig algengt ab tröppur, þröskuldar eða annab geri það að verkum að verslanir séu óab- gengilegar." Betur má ef duga skal Það má segja að vítahringur hafi skapast í ferðamálum hreyfihamlabra. Þegar þjón- ustuaðilar eru inntir eftir því hvers vegna þeir geri ekki úr- bætur þannig að fatlaðir eigi auðveldara meb aö nýta sér þjónustu þeirra, er viðkvæðið einatt að þeir vilji gjarnan þjóna fötluðum eins og öðrum. Hinsvegar hafi ekki verið tekið tillit til þessa hóps við hönnun bygginga og atvinnutækja og eftirspurnin sé ekki næg til að hægt sé að fjármagna breyting- ar. Fatlaðir segjast hins vegar vita að þessi þjónusta sé ekki fyrir hendi og því sé þýðingar- laust aö fara af stað. Einn áhugamaður um þessi mál komst þannig að orði: „Þú færir ekki í ferðalag ef þú værir 99% örugg um að þú yrðir rænd á leiðinni, og þab sama má segja um fatlaða. Þeir fara ekki í ferðalag ef þeir eru nánast vissir um að Ienda einhvers staðar í vandræðum." Fatlaðir virðast þó sammála um aö aðgengismál hafi batnað mikið á undanförnum árum. Þeir segja að jafnframt því að farið sé eftir reglugerðum um aðgengi fyrir fatlaða sé brýnast aö þeir, sem reka einhvers kon- ar ferðaþjónustu, íhugi hvað þeir hafa að bjóða þessum hópi og komi þeim upplýsingum til skila. ■ Ingólfur H. Ingólfsson: „Var búinn að fá nóg af þessu ástandi í feröamálum fatlaöra" Ifyrra var stofnað fyrirtæki sem nefnist Ferðafélagar hf. og sérhæfir sig í ferðaþjón- ustu fyrir fatlaða innanlands sem utan. Þetta er ekki ferðaskrifstofa, heldur milligönguaðili milli fatl- aðra og þjónustuabila í ferðaiön- aði. í Bretlandi geta fatlabir t.d. hringt í samskonar fyrirtæki og fengið upplýsingar og látið skipuleggja fyrir sig ferðir um all- an heim. Fagleg þjónusta fyrír fatlaöa Markmið félagsins er að tryggja fötlubum faglega þjónustu og ör- yggi á feröalögum innanlands og utan og að jafna þann mun sem er á aðstöðu fatlabra og ófatlabra á ferbalögum. Ingólfur H. Ing- ólfsson stjórnarformabur hefur langa reynslu af því að starfa meö fötluðum og segir ástæbuna fyrir stofnun fyrirtækisins þá aö hann hafi veriö búinn að fá nóg af því ástandi sem ríkir í feröa- málum fatlabra. „í þessum mál- um er ekkert sem heitir fag- mannleg skipulagning. Þetta er allt áhugamennska, þannig ab fatlaðir eru algerlega háðir mis- kunn velviljaöra og ekki er hægt aö draga neinn til ábyrgðar ef eitthvað fer úrskeiðis." Hann segir að starfsvettvangur félagsins sé í fyrsta lagi sá að gera ferbatilbob og sjá um ferðir. í öbru lagi er ætlunin að fylgjast meb gagnaöflun um aðgengi fatl- Ingólfur H. Ingólfsson. aðra erlendis og reyna að safna upplýsingum á sama hátt hér- lendis. í þriðja lagi er markmibið að stuöla ab því að farartæki sem henta fötluðum verbi keypt til landsins, en þar segir hann að hið opinbera þurfi ab koma inn í og í fjóröa lagi aö vinna ab því ab fatlabir fái aðstoðarmenn á ferðalögum. Víða erlendis fá fatl- aðir greiddan ferðakostnað að- stoðarmanns frá hinu opinbera, en ekki hérlendis nema þegar vistmenn á stofnunum fara í ferðir ásamt starfsfólki. Liöur í því síbastnefnda er blandaður ferðaklúbbur fyrir alla sem hafa áhuga á ferðalögum, en þar gætu hreyfihamlaðir fengiö ferðafélaga sem væru tilbúnir til að aðstoða þá á ferðalögum. Ingólfur segir að hagsmunir fatlaðra og Ferðafélaga hf. fari saman. „Við lítum á fatlaöa eins og hvern annan hóp sem við get- um veitt þjónustu. Félagasamtök eins og Sjálfsbjörg hafa ekki mannafla til að reka mál einstak- linga, en þab getum viö gert. Ab- gengi fatlabra og bætt þjónusta eru einnig okkar hagur." Fatlaðir 30% manna Ingólfur segir aö Evrópusam- bandið (ES) skilgreini fatlaða sem alla þá sem þurfa á aöstoð að halda, þannig ab þegar aldraðir séu taldir með séu þetta 30% manna. „ES er ab safna upplýs- ingum um aðgengi fatlaðra í að- ildarríkjum sínum og þetta þyrft- um við líka ab gera hér. Þetta er hópur sem hefur verið sveltur í ferðaþjónustu og grípur tækifær- ið til að ferðast um leið og færi gefst. Þörfin fyrir þessa þjónustu er því fyrir hendi." Að sögn Ing- ólfs hafa hópferðir Ferðafélaga hf. hingað til mibast við útlönd, einfaldlega vegna þess að upplýs- ingar þaðan eru miklu abgengi- legri. „Vib ætlum einnig aö bjóða ferðir í Húsafell af því að við þekkjum til þar, en ef einhver að- ili hefði samband og byði ævin- týraferðir, t.d. hestaferbir, værum viö tilbúnir. Við höfum fólkib, en vantar þjónustuna." Ingólfur segir ab erlendir ferða- menn séu vaxtarbroddurinn í ís- lenskri feröaþjónustu. „Við stefn- um að því að hafa milligöngu um ferðir fatlaðra erlendis frá, en það er ekki mögulegt meðan að- staða fyrir fatlaöa og upplýsinga- streymi eru ekki betri en raun ber vitni um. En nú hafa íslendingar tækifæri til að bæta úr sínum málum og verba fyrstir til að aug- lýsa ísland ekki aðeins sem frá- bært ferðamannaland, heldur frábært ferðamannaland fyrir fatlaða. Ég sé einnig mjög stóran markað fyrir t.d. Flugleiðir á leið- inni milli Evrópu og Ameríku, ef þeir sérhæfðu sig í flutningi fatl- aðra." h J. - Almennar veitingar T>ótcl í QEYSJR °s. -------------gistmg. Sími98-68915 ° ° Ný og glæsileg sundlaug og heitir pottar — VERIÐ VELKOMIN — Hlíðarlaug Biskupstungum Veitingahúsið Réttin Úthlíðar-golfvöllur, 9 hola, par 35 Orlofshús allt árið Afþreying við allra hæfi Pantanasími 98-68770

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.