Tíminn - 20.05.1995, Qupperneq 6

Tíminn - 20.05.1995, Qupperneq 6
6 WtWlWM Laugardagur 20. maí 1995 Ekki spillti þaö nú fyrir aö hitta sjálfa handboltaforustuna, kallana sem alltaferu í sjónvarpinu: prestinn Pálma Matthíasson í landsliösnefndinni og Ólaf Schram, formann HSÍ. TímamyndirEÓ Óhcett er aö segja aö Húsdýragaröurinn sé furöulegur mótsstaöur. Þegar Drangsnesbörnin bar aö garöi íþessu reykvíska „fjósi" voru þar stödd börn, sem voru í tónlistarnámi og höföu líka fengiö aö fara í Húsdýra- garöinn. Þau höföu tekiö fiölurnar meö sér og spiluöu fyrir bola. Krakkarnir styðja strákana í gegnum súrt og sætt Frá Einari Ólafssyni, fréttaritara Tím- ans á Ströndum: Þaö hefur gengið á ýmsu hjá landsliðinu í handknattleik og sitt sýnist hverjum um frammistöðu „strákanna okk- ar". Þrátt fyrir heldur slakan árangur eru handboltakapp- arnir hetjur ungmenna um land allt, og þegar Ieikurinn stóð sem hæst komst í fréttirn- ar að krakkarnir úr grunnskól- anum á Drangsnesi á Strönd- um hafi ferðast um 700 kíló- metra leið til þess að sjá hetj- urnar sínar leika gegn Sviss. Farið var að morgni dags og komið um kl. 02 aðfaranótt sunnudags aftur heim. Ferðin heppnaðist vel og fyrir utan handbolta náðu yngstu nem- endurnir að fara í Húsdýra- og fjölskyldugarðinn áður en haldið var í „Höllina". Ham- borgarastaður var sóttur heim eftir leikinn og punkturinn settur yfir i-ib með því að sjá „heitustu" grínmyndina í bænum, eins og einn nemend- anna orðaði þaö. Nú er ferðasjóðurinn tómur, en nemendur hafa ekki áhyggjur af því. Aðspurð sögðu krakkarnir að ferðin hafi verið frábær og nú gætu þau hress og endurnærð (eftir erfiðan vetur) einbeitt sér að prófunum sem eru að byrja. Þess má geta ab minjagripir frá HM eru algeng sjón á Drangs- nesi um þessar mundir. ■ Þaö er alltaf dálítiö œvintýri aö komast á hamborgarastaö í Reykjavík! Áfram ísland! Krakkarnir voru í miklu stuöi á leiöinni á leikinn í Reykjavík. Vorar hægt á Norburlandi Það vorar hægt um norðanvert landið eins og þessar myndir, sem teknar voru í Svarfaðardal í síðustu viku, sýna. Sumarhúsin eru í landi Syöra- Hvarfs og standa sunnan í hæð þar sem skafið hefur yfir þau í vetur. Þótt vegir séu víða komnir upp úr snjónum, má enn sjá háa ruðninga á ýmsum stöðum og var ein meðfylgjandi mynda tekin á veginum milli Syðra- og Ytra-Hvarfs í Svarfaöardal. Bændur í Eyjafirði og Þingeyjar- sýslum verða aö bíða með vorverk enn um sinn, þar sem snjór liggur um mikinn hluta túna og þau tún, sem orðin eru auð, eru enn mjög blaut. Áburðarflutningar heim á sveitabæi eru tæpast hafnir og sauð- burður fer allur fram í húsi. Nokkrir bændur hafa hleypt hrossum út, en þau eru engu að síður á gjöf. Sam- kvæmt upplýsingum blaösins eru þó taldar nægilegar birgðir af heyi á Norbausturlandi og möguleikar fyr- ir bændur að mibla hver öðrum heyi þar sem þörf krefur, þótt bú- peningur verði á gjöf fram í byrjun næsta mánaöar. Texti og myndir: ÞI, Akureyri

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.