Réttur


Réttur - 01.02.1942, Blaðsíða 4

Réttur - 01.02.1942, Blaðsíða 4
vericS það notalegt að heyra gamansögu af þeim vettvangi, þar sem vitanlegt er, að enginn hefur í raun og veru verið kvalinn, eða að minnsta kosti ekki neitt aö ráði, en leiðir þó fram réttarfariö í sinni berstripuðustu mynd. Og nú vill svo vel til, að við eigum eina þessháttar gamansögu. Ég ætla að rifja hana upp fyrír ykkur. Það er réttvísin sjálf, sem er höfundur hennar. Það er pínulítið gaman- stykki, sem felur þó í sér djúp sannindi um hin al- varlegustu efni. Það er prýðilega byggt upp og snið- uglega saman sett og myndi eflaust njóta sín ágæt- lega í útvarpi. Allir helztu að'ilar réttvísinnar eru leiddir þar fram á sjónarsviðið: sakadómari, dóm- endur hæstaréttar, nokkur eintök af lögfræðingum, sumir fíflalegir, aðrir prýðilegir málafærzlumenn, til þess að leiða skrípaskap hinna enn skýrar í ljós. En til þess að leikurinn geti notið sín, þá þarf auövitaö lika sakbominga. Mér og Valdimar Jóhannssyni veitt- ist sú ánægja að verða fyrir valinu. Ennfremur fæst nú ekki fullkomin mynd af réttarfari hér á landi, nema fulltrúi erlendra setuliða komi fram. í þennan gamanleik var kjörinn mistri nokkur Hellyer, sem skjallega er sannað að staddur var hér á landi um þær mundir. Og nú hefst leikurinn. II. Ég sit í rólegheitum klukkan að ganga tólf um hádegiö og er að skrifa grein í blaðið, þegar síma- hringing kveður við, sakadómari kynnir sig hinu- megin i vírnum og spyr mig ákaflega ástúðlega, hvort ég^geti snöggvast skroppið niður á skrifstofu til sín, hann þurfi að tala við mig. Ég er að eðlis- fari greiðvikinn maður og það þótt ókunnir eigi hlut að máli og labba mér niöur að Tjörn áður en ég borða miðdegisverðinn minn. Um leið og ég kem inn rí» sakadómari brosandi úr sæti sínu, gengur 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.