Réttur - 01.02.1942, Blaðsíða 47
þessir drottinvaldar „heimshomanna fjögra“, eins
og þeir kölluðu sig? Þeir eru orðnii, duft og aska
eða múmur á British Museum. Hvar eru hin-
ar stoltu gnoðir Grikkja, Föníkumanna og Róm-
verja? Þær hafa fyrir löngu brotnað í spón. Hvar
er hið hátimbraöa Rómaveldi, sem eignaðist allan
heiminn, en beið tjón á sálu sinni? Fokið út í veð-
ur og vind og lifir nú sem vængbrotin vonarblekk-
ing 1 sjúkum heila ítalsks einvalda. Nei, á þessum
klassisku slóðum hins sögulega fallvaltleika fær stór-
mennska hins sterka sigurvegara ekki gengið í aug-
un til langframa. Svo mörg eru þau gildu goö, af
jaröneskum og himneskum uppruna, sem fallið hafa
af stöllum sínum. — En nú mun vera mál að hefja
söguna um hina merkilegu þjóðbraut menningar
vorrar.
2.
Fyrir örófi alda ráfaði tvífætt dýr, sem síðar kall-
aði sig Homo sapiens, á ströndum og í fljótsdölum
Suðurlanda og leitaði sér fæðu á veiðum eða tíndi
það æti, sem á vegi þess varð. Þetta var einnig iðja
þeirra kynbræðra þess, sem höfðust viö í öðrum
hlutum heimsins. Vopn þeirra voru úr óslípuðum
steini og þeir kunnu hvorki til akuryrkju né búfjár-
ræktar. En í austurhluta Miðjaröarhafs, þar sem
Nílarfljótiö hefur rutt sér braut til hafsins, duttu
menn ofan á að sá korni í hina frjósömu leðju, er
fljótið skildi eftir í dalnum þegar hlaupið var farið
úr því á ári hverju. Það var upphaf akuryrkju hér
á jörð. Ekki miklu síöar slípuðu þeir fyrstu stein-
öxina, og þegar því þrekvirki var lokiö tóku þeir
að smíða sér verkfæri úr málmi og urðu hinir hög-
ustu menn á stein og bein og málma. Þaö var upp-
haf iðnaðar í heiminum. Menningin, sem óx þarna
upp átti líf sitt að launa fljótinu, og skynsamleg
47