Réttur - 01.02.1942, Blaðsíða 57
ið einn hótelgestinn, sem hefði verið skráður Elsass-
búi í' gestabækurnar, en síðar hefði það vitnast, að
hann hefði fiúið úr þýzkum fangabúðum fyrir nokkr-
um árum. Annetta hamaðist á gluggarúðunum með-
an hún lét dæluna ganga. Gesturinn hefði verið flutt-
ur í Santefangelsið. Það mundi verða farið með hann
til Þýzkalands og sennilega mundu þeir skjóta hann
þar. En hvað um það, stríð er stríð, eða er ekki
svo? En annað tók hana samt sárar: sonur gests-
ins. Þjóðverjinn átti barn, tólf ára gamlan dreng,
sem svaf í sama herbergi og hann. Snáðinn gekk í
skóla og talaði frönsku eins og innfæddur maður.
Það var eitthvað dularfullt við ætternið, eins og títt
var um útlendinga.
Drengui’inn frétti um handtöku föður síns þeg-
ar hann kom heim úr skólanum. Hann mælti ekki
orð og felldi ekki tár. En þegar leynilögreglumaður-
inn skipaði honum að tína saman pjönkur sínar
•og búast til brottferðar heim til Þýzkalands á fund
ættingja sinna, öskraði drengurinn, aö hann mundi
frekar kasta sér fyrir bifreið en snúa aftur til ætt-
menna sinna. Lögi’eglumaðurinn hreytti út úr sér,
áð hér væri ekki spurning um áð fai’a heim eða heim
ekki — amxaðhvort færi hann til ættingja sinna
eða í betrunarskóla.
Drengurinn treysti Annettu. Þetta kvöld leitaöi
hann fulitingis hennar. Snemma um morguninn fór
hún með hann í lítið veitingahús, en eigandi þess
var vinur hennar. Og nú sat drengurinn þar og
beið. Hún hafði haldiö, aö ekki yrði mikill vandi
aö skjóta yfir hann skjólshúsi. En alisstaðar gekk
hún bónleið til búða. Fólk var svo hrætt. Kona
veitingamannsins var hrædd viö þýzku leynilögregl-
una og kunni illa návist drenghnokkans.
Lovísa hlustaði þegjandi á sögu Annettu. Þegar
henni hafði verið sagt allt af létta, sagði hún: „Eg
51