Réttur - 01.02.1942, Qupperneq 10
legs þjóðfélags, og engum sósíalista dettur 1 hug að
bera brigður á það, að maður, sem lifir á arðráni,
geti á allan hátt verið hinn sómasamlegasti borgari
og geti meira að segja lifað í mjög fullkomnu sam-
ræmi við grundvallarlögmál borgaralegs þjóðfélags,
þar sem það hefur komizt hæst í siögæöi. Og án
arðráns er það að heita má algerlega útilokað í borg-
aralegu þjóðfélagi að komast í tölu hinna sómasam-
legu borgara. Þannig er eðli þessara orða, sem saka-
dómari metur á 200 krónur og telur til landráða, ef
notuð eru í sömu grein og minnzt er á brezkan
mann.
Valdimar hleypir sínu máli til hæstaréttar, og rétt-
vísin hleypir mínum 200 króna landráðum sömu
leið. Þá hefst 2. þáttur gamanleiksins.
III.
Málafærsla fyrir hæstarétti er munnleg, svo að
engar skriflegar heimildir liggja fyrir um sqkn máls-
ins og vörn. Þar voru þó skipaöir sækjendur jafn-
framt því að verjandi var hinn sami og áður, Pétur
Magnússon hæstaréttarlögmaður. Sækjandi í mínu
máli var Guðm^ndur nokkur I. Guðmundsson, sam-
starfsmaður Stefáns hins nafnkunna Jóhanns og er
Guðmundur þessi I. mér mest kunnur að því, hvern-
ig Stefán Jóhann hefur beitt honum fyrir sig, þegar
hann hefur unnið sín mestu hermdarverk á samtök-
um verkalýösins. Þegar út voru gefin bráðabirgöalög
um verkamannabústaði, þar sem byggingarfélög
verkamanna voru svift þeim frumstæðustu félags-
réttindum að fá sjálf að kjósa sína eigin stjórn, þá
var þessi Guömundur I. látinn ganga fram fyrir
skjöldu. Þetta voru fyrstu bráðabirgðalög á íslandi,
sem gengu beint í berhögg við stjórnarskrá ríkisins
og hafa engin önnur gert það á greinilegri og ótví-
ræðari hátt. Þegar Sjúkrasamlag Reykjavíkur var
10