Réttur - 01.02.1942, Page 34
Hvað hefur þá breytzt frá því í fyrra?
Stjómarflokkamir óttuðust kosningar í fyrravor
og þeir hafa enn meiri ástæð'u til að óttast þær
nú. En það hefur margt breytzt í heiminum á einu
ári. Horfurnar eru nú þannig, aö valdhafarnir eru
sannfæröir um aö hlutur þeirra verður því verri',
því lengur sem kosningum er slegið á frest. Stjórn-
arblööin hafa ekki farið dult meö það, aö Alþingi
væri í raun og veru óstarfhæft, vegna hins stöð’uga
ótta viö yfirvofandi kosningar. — Ef afturhaldsflokk-
arnir halda meiri hlutanum, hafa þeir frið í 4 ár til
hverskonar óhæfuverka aö kosningum loknum. Það
kann aö vera, aö valdhafarnir líti svo á. að þessi 4
ár verði dýrmætur tími til undirbúnings undir úr-
slitatök milli stéttanna um völdin x landinu. Ef
til vill gera þeir ráð fyrir að svo kunni aö fara, aö
ekki veröi kosið til Alþingis framar; aö vera megi
að þeir dagar séu nú taldir, aö þingræðið dugi til
þessVö tryggja völd auð'mannastéttarinnar á íslandi.
Alþýöuflokkurinn flytur frumvarp um breyting á
stjórnarskránni, sem fjallar um endurbætur á kjör-
dæmaskipuninni og kosningum til Alþingis. Samkv.
frumvarpinu skal hver kaupstaöur á landinu vera
eitt kjördæmi, 8 þingmenn kosnir hlutbundinhi
kosningu í Reykjavxk og hlutfallskosning í tvímenn-
ingskjöi’dæmum. Þingmenn geta orðiö 54. Þegar
þetta er rita,Ö er máliö til meöferöar í nefnd, sem
Sósíalistaflokkurinn hefur fulltrúa i. ásamt hinum
flokkunum. Er það í fyrsta skipti , sem Sósíalista-
flokkurinn fær fulltrúa í þingnefnd.
Frumvarp þetta hefur aö visu mikla galla, en er
þó mikil endurbót frá því sem nú er. Allir flokkar
að undanskildum Framsóknarflokknum, hafa lýst
fylgi sínu við tilgang þess. Ætti málinu því að vera
tryggður öruggur meiri hluti á þingi. Samt er erf-
34