Réttur


Réttur - 01.02.1942, Side 49

Réttur - 01.02.1942, Side 49
í stríðum straumum. Það var einnig á þessum slóð- um, að byggð voru hin fyrstu haffæru skip í sögu mannkynsins. Egyftar munu á þessu sviði sem 1 svo mörgum öðrum íþróttum hafa verið brautryöjend- ur. Þeir sóttu t. d. kopar á skipum sínum til Cypros En það eru einnig aðrar líkur, sem styrkja það, aö Egyftar hafi rekið töluverðar siglingar á austan- verðu Miðjaröarhafi. Á eynni Krít, sem Þjóöverjar hafa nýlega hertekiö, hafa fundizt leifar hinnar glæsilegustu menningar, sem um getur frá þessum tímum. Krít er ein hin fegursta eyja Miöjarðarhafs- ins. Lega hennar frammi fyrir eyjaklasa gríska hafs- ins hefur gert hana að áfangastað þeirra menning- arstrauma, sem runnið hafa frá austlægum löndum iMiðjarðarhafsins til Evrópu. Eyjan hefur verið byggð Hxá ómxmatíð, steinaldarleifar eru þar frá 8000 f. Kr. En menningarummerki Krítar, sem vakið hafa mesta furðu nútímamanna, eru ekki upprunnin á Krít, hið egyfzka ættarmót verður ekki af þeim skaf- ið. Bronsiöld Kritar er sprottin af egyfzkri rót, en það hafa verið frumlegir menn sem tóku við þess- ari menningu og mótuðu hana á sína vísu. Kon- ungshallimar í Faistos og Knossos sameina bæði yndisþokka og stórfengleik. Á Krít hafa ríkt auðug- ir og voldugir höfðingjar, og þaö er ljóst af öllu, að eyjan hefur veriö miðdepill í miklu eyríki á hafinu, grísku eyjamar hafa lotið veldi hennar og áhrifa hennar gætir á meginlandi Grikklands. En annars er furðu lítið kumiugt um pólitískt skipulag hins krítverska eyríkis. Menn vita heldur ekki, hvaöa þjóð hefur byggt það, en það eitt er víst, aö hún hefur ekki verið af indóevrópskum uppruna. Um 2000 f. Kr. stendur það með mestum blóma. En um 600 árum síðar er veldi eyjarinnar brotið á bak aftur, hinar miklu hallir hnmdar í rústir, og hin forna dýrð er gleymsku hulin, unns farið er að 49

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.