Réttur - 01.02.1942, Blaðsíða 56
burður miðaldasögunnar, og þaö má segja, að Vest-
urlönd beri þess merki enn þann dag í dag.
Aths. Grein þessi er 1. erindi af þremur, er ég
flutti í útvarpinu vorið 1941. Þau voru skrifuö um
það leyti, er Þjóðverjar höfðu lagt undir sig Balkan-
löndin og sótt alla leið suöur á Krít. Erindin bera
því nokkurn blæ af viöburöum líöandi stundar.
Sv. Kr.
Acna Seghers:
Húsaskjól
Þaö var septembermorgun áriö 1940. A Piace de la
Concorde í París blakti heljarstór Þórsfáni í vindin-
um. Svo stór fáni fannst hvergi annarsstaðar í her-
numdum löndum Þjóðverja. Á gangstéttunum fyrir
framan búðirnar stóöu mannþyrpingar svo langt sem
augað eygði. Kona aö nafni Lovísa Meunier, gift
vélstjóra og þriggja bárna móöir, var nýbúin aö
frétta, aö egg væru til sölu í búö úti í 14. borgar-
hverfi. Hún var ekki sein á sér, gekk inn í mann-
þyrpinguna, beiö þar í klukkutíma og fékk fimm
egg, eitt á mann á heimlinu. Þá mundi hún eftir
því, að hún Annetta Villiard, skólasystir hennar, var
vinnukona í veitingahúsi í sömu götu. Hún skrapp
til hennar og hitti hana mjög æsta. enda þótt hún
væri hversdagslega rólynd og dagfarsgóð manneskja.
Annetta var aö þvo glugga og baöker. Lovísa hjálp-
aði henni og hlustaði á hana, er vinkona hennar
sagöi henni, að þýzka leynilögreglan heföi handtek-
56