Réttur - 01.02.1942, Blaðsíða 58
mundi vilja sjá svona strák“. Annetta sagði henni
nafni'ð á veitingahúsinu og bætti við: ,.Þú mundir
kannske ekki vera hrædd við að færa drengnum
hrein föt?“
Lovísa fór á fund veitingamannsins og sýndi hon-
um bréfmiða frá Annettu., Hann fór með hana irm
í billíardherbergið, sem var venjulega læst á morgn-
ana. Drengurinn sat þar og horfði út í húsagarðinn.
Hann var á líku reki og elzti sonur hennar og eins
klæddur og hann. Hann hafði grá augu. Ekkert var
i fari hans, sem benti á erlendan uppruna. Frú
Meunier sagði honum, að hún væri meö hrein föt
handa honum. Hann þakkaði henni ekki fyrir, en
allt í einu horfði hann rannsakandi í augu hennar.
Lovisa hafði alltaf verið móðir eins og mæður
ganga og gerast: hún hafði talið það sjálfsagt, að
hún yrði að gera skyldu sína, að hún yrði að leita
langt yfir skammt og vinna verksmiðjuvinnu heima
hjá sér í viöbót'viö heimlisstörfin. En nú margfald-
aðist vinnuþrek hennar frammi fyrir augnaráöi
drengsins. Hún færöist í ásmegin. Hún sagði: „I
kvöld kl. sjö á Cafe Biard hjá bæjarmarkaöinum“.
Hún flýtti sér heimleiöis. Það tók langan tíma a'ö
búa til boðlegan mat í eldhúsinu. Bóndi hennar var
þegar kominn heim. Hann hafði verið í eitt ár í
Maginotvirkinu. Fyrir þrem vikum var honum sleppt
úr herþjónustu, í eina viku hafði hann stundað iðn
sína. Hann vann hálfa daga, en eyddi tómstundum
sínum á knæpu. Hann kom síðan heim, bálvondur
við sjálfan sig fyrir að hafa eytt mestu af aurunum
sínum á knæpunni.
En nú var konu hans svo mikiö niöri fyrir, aö
hún tók ekki eftir andliti hans og fór að segja hon-
um söguna meðan hún spældi eggin. Þegar hún var
komin að þeim stað í sögunni, er flóttadrengurinn
> 58