Réttur - 01.02.1942, Síða 5
til móts við mig, heilsar mér með handabandi og
býðm* mér til sæitis í mjög góðum stól við boröið
andspænis hans eigin öndvegi. Þá réttir hann mér
skjal nokkurt frá forsætisráðherra, þar sem saka-
dómara er fyrirskipaö að efna til rannsóknar út af
grein, sem ég hafði skrifað' í Nýtt dagblað og bar
nafnið: „Hinir stærri sér”. Þar var honum fyrir-
skipað að höfða gegn mér sakamál að rannsókn
lokinni fyrir brot gegn ákveðinni grein hegningalag-
anna. Þá var mér réttur svolítill blaðsnepill, sem
mér varð starsýnt á og þótti mjög merkilegur. Það
var vottorð um það frá mjög háum aðilum, að
mistri Hellyer væri á þessari stundu staddur hér
á landi. Formið var einna líkast lífsvottorði barna,
sem prestur gefur og látið er fylgja rukkun um
bamsmeðlög. Var mér á allan hátt hulin þýðing
þessa vottorðs, en öðlaöist síðar skilning þessa
merkilega fyrirbæris, svo sem síðar kemur í ljós.
Ve'ifar sakadómari nú framan í mig Nýju dagbiaði,
þar sem áðurnefnd grein stóð áþrykkt, og spyr mig,
hvort ég sé ritstjóri þessa blaös. Já kvað ég við því,
en spurði jafnframt, hvort ég væri hér fyrir rétti.
Honum hafði nú reyndar láðst að geta þess áður,
en viðurkenndi þó að svo væri. Ekki áminnti hann
mig heldur um sannsögli, hefur sennilega vitað, að
gagnvart mér var það óþarfi. Hinsvegar er þaö enn
ekki komið í venju hér að mönnum sé fyrirskipað að
ljúga fyrir 'rétti. Þá spyr hann mig, hvort ég hafi
skrifað áminnsta grein, og kvað ég já við. Og að lok-
inni skýrslutöku um æfiferil minn, spurð* hann mig,
hverjar varnir ég hefði fram aö færa. Ég spurði
auðvitað, hvað þaö væri, sem mér væri gefið að sök.
„Þessi grein”, segir haim og bendir á blaöiö. „Hvað
í gi'eininni?” spurði ég. „Þér vitiö líkasttil, hvaö
þér hafið skrifað", sagði hann.
Jái það er nú svo. Það er meira en ég get tekið að
5