Réttur - 01.01.1948, Qupperneq 3
RÉTTUR
3
nútímastyrjöld stofnar frelsi hvaða þjóðar sem vera skal í
fnllkominn voða.
Stofnun lýðveldis vors hlaut því að vera miðuð við frið á
jörðu. Tilvera vor sem sjálfstæðrar þjóðar verður því að
byggjast á baráttunni fyrir friðsamlegum heimi. Þar liggur
vor einasta vörn. En í slíkri baráttu eru það ekki drápstæki
úr stáli og blýi, sem máli skipta, heldur siðferðilegt þrek og
andlegir yfirburðir.
17. júní 1944 mátti oss Ijóst vera, að ætti lýðveldi vort að
standast þær eldraunir, sem hlutu að bíða þess, urðum vér
að hervæðast þegar í stað — hver einn og einasti þessara
130 þúsunda. En ekki byssustingjum né handsprengjum,
heldur manndómi og þekkingu. Á andlegri menningu var
sjálfstæði vort reist, með andlegum vopnunt verðum vér að
verja það. Hver einasti íslendingur verður að vera sívakandi
skæruliði í sameiginlegri menningarbaráttu allrar alþýðu
heimsins, ef hið unga ríki vort á ekki að fyrirfarast.
Fjöregg frelsisins, jafnt smáþjóðarinnar sem smælingjans,
lifir í jreirri hugsjón að láta aldrei kúgast af rangsleitninni,
lúta aldrei siðferðilegu ofbeldi. Þjóð í viðjum, sem berst
heilshugar fyrir frelsi sínu, er raunverulega frjálsari en hin,
sem hlotið hefur formlega viðurkenningu umheimsins fyrir
sjálfstæði sínu, en lætur undan síga í hverri andlegri raun.
Að dómi óbrjálaðrar samvizku hefur því miður tekizt svo
hraparlega til, að á síðustu sjö árum höfum vér íslendingar
skaðbrennt oss þrisvar í skiptum vorum við umheiminn —
og raunar alltaf á sama eldinum.
Vorið 1941 kröfðust engilsaxnesku stórveldin þess, að vér
bæðum Bandaríkin um hervernd, og skyldi lið Breta jafn-
framt hverfa héðan á brott.. Hér var ekki um tilmæli ein að
ræða, jivl að það var opinbert leyndarmál, að krafan átti sér
reiðubúið vopnavald að bakhjarli. Vér hlýddum. Þá brast oss
manndóminn í fyrsta sinn.
Vorið 1945 var styrjöldinni við nazismann í Norðurálfu
lokið, og herverndarsamningurinn við Bandaríkin þar með