Réttur - 01.01.1948, Blaðsíða 21
RÉTTUR
21
ar fávitalegustu Egilsstaðasamþykktir. Gerðar voru álykt-
anir um að mótmæla ofsóknum gegn stúdentum, sem aldrei
höfðu átt sér stað. Hafnað var að leita sér sannra upplýsinga,
og engu skeytt, þótt sannað væri, að atburðir þeir, sem
mótmælt var, væru hugarburður einn, upplognar fréttir,
sem áróðursmennirnir sjálfir hefðu orðið að bera til baka.
Opinberir æsingafundir voru haldnir. Ræður ráðherranna
í eldhúsdagsumræðunum snerust mest um Tékka, og var
málflutningur allur með slíkum endemum að fór frarn úr
öllum fyrri metum. Nafngreindir sósíalistar voru sakaðir
um njósnir, skemmdarverk og landráð, forsætisráðherrar vin-
samlegra þjóða voru bornir þeim sökum að hafa hótað and-
stæðingum sínum á þingi að drepa þá alla, ef þeir greiddu
ekki atkvæði, eins og þeim var skipað. Lesnar voru upp
hreinlega falsaðar tilvitnanir eftir Lenin og Stalin, fullyrt
var, að Einar Olgeirsson liefði hótað að gereyða íslenzku
þjóðinni með atómsprengju og allt eftir þessu.
Galdur þessi misheppnaðist með öllu og fóru æsinga-
mennirnir mjög halloka í öllum viðskiptum við sósíalista.
Hins vegar afhjúpuðu þeir sig og fyrirætlanir sínar, gáfu
verðmætar upplýsingar um það, sem þeir hafa í hyggju.
Hver var tilgangurinn með látum þessum? Að öðrum
þræði var þetta þáttur í alþjóðlegri æsingaherferð Banda-
ríkjanna. En þau höfðu líka innlendan tilgang, eins og
glöggt kom fram í upplýsingum þeim, sem gefnar voru í
sjálfri hríðinni.
ísland á að taka Marshalllán, eins og síðar mun að vikið.
í sambandi við það er sérstök áætlun á ferðinni um að
þrengja enn meir kosti íslenzkrar alþýðu, og var það eitt
aðalatriðið í boðskap allva ráðherranna í umræðunum um
fjárlögin. Forsætisráðherrann, St. J. St., lagði ríka áherzlu
á, að við yrðum að tengjast Vestur-Evrópu föstum böndum,
og var auðskilið, að ætlunin er, að ísland verði þátttakandi
í hernaðarbandalagi því, sem Bandaríkin eru að stofna til
með þjóðum Vestur-Evrópu. Þar með væri ísland endan-