Réttur


Réttur - 01.01.1948, Blaðsíða 11

Réttur - 01.01.1948, Blaðsíða 11
SIGURÐUR RÓBERTSSON: SNJÓR í dag hefur deginum tekizt að yfirvinna myrkrið. Þegar bezt lét var birta hans aðeins litlaus, ógegnsær fölvi eins og maður sér svo oft í andlilum berklasjúklinga. Ég varð því feginn þegar myrkrið kom, þetta sjálfsagða og eðlilega myrk- ur, sem maður hefur lært að venjast af því það er hluti af sjálfu náttúrulögmálinu og getur ekki verið öðruvísi. En þessa litlausu skímu um miðjan dag er ekki hægt að þola. Hún er ekki dagur og hún er ekki nótt. Hún getur komið manni til þess að detta í hug náttúrulögmálið sé kannske ekki svo öruggt og við höfum talið okkur trú um. Ég hef setið við skrifborðið undir glugganum og reynt að telja mér trú um að það væri hreinasti óþarfi að kveikja. Mig var farið að svíða í augun af að rýna í stafina á pappírnum, var farinn að sjá allt aðra stafi en þar áttu að vera, og þessar sjónhverfingar gerðu mig taugaveiklaðan. Hugsanir mínar voru komnar á tæting og ég réð ekki við þær lengur. Ég gafst upp, lokaði augunum og uppgötvaði að það dimmdi ekki þótt ég sæti með lokuð augun, en það birti ekki heldur. Það var sama gráa, ógegnsæja skíman. Ég stóð upp, dró niður rennitjaldið fyrir glugganum og kveikti ljósið, en litla fimmtán kerta peran neðan í loftinu var svo sem enginn sólargeisli. Við birtuna frá henni einni var ekki hægt að lesa í bók við borðið. Eg kveikti á skriborðslampanum, fimmtán kerta ljósmagn í viðbót. Það varð næstum því bjart. Ég slökkti þó strax aftur á skrifborðslampanum. Ég var hættur að skrifa og hafði ekki þörf fyrir þrjátíu kerta ljós- magn. Samkvæmt skriflegum og vottföstum samningi við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.