Réttur - 01.01.1948, Blaðsíða 18
18
RÉTTUR
í Hafnarfirði hefur samið um rúml. 21 kr. kauphækkun
fyrir 8 st. vakt í beinamjölsverksmiðjunni á staðnum.
Verkalýðsfélögin í Hveragerði, Flatey, Kjósarsýslu,
Hvammstanga, Borgarnesi, Þórshöfn, Stykkishólmi, Flat-
eyri, Súgandafirði, Selfossi, Hrútafirði og í Hólmavík, hafa
hækkað grunnkaup meðlima sinna im 15—45 aura á klukku-
stund.
Sumar af þessum kauphækkunum hafa náðst án verkfalla,
aðrar hafa kostað verkföll, en engin iöng. Þannig mun
sókninni haldið áfram, með þeim aðferðum, sem samtök-
unum þykir henta á hverjum tíma.
Stöðvun framkvaemda
Ríkisstjórnin hefur dyggilega haldið áfram stefnu sinni
um stöðvun framkvæmda og skipulagningu atvinnuleysis.
Þetta verk truflaðist þó mjög af hinum miklu síldveiðum í
Hvalfirði í vetur. En rlkisstjórnin lét samt ekki sitt eflir
liggja. Þessi mikla björg í bú þjóðarinnar var ekki nýtt
nema að nokkru leyti fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar og
fyrirskipað, að hætta veiðum áður en nokkur nauðsyn bar
til.
Byggingar eru nú að heita má stöðvaðar og æ fleiri
iðnfyrirtæki verða ýmist að draga mjög saman seglin eða
hætta alveg starfsemi sinni vegna efnisskorts. Það er tvennt,
sem ríkisstjórnin ber fyrir sig: Gjaldeyrisskortur og láns-
fjárkreppa. Nú tr talið víst að íslenzkir einstaklingar og fé-
lög eigi inni allt að 50 milljónir dollara eða á fjórða hundrað
milljónir króna í Bandaríkjunum, og hefur ríkisstjórnin
ekki borið þá staðhæfingu til baka. Það er jafnhá upphæð
og varið var til hinna miklu nýsköpunar á árunum 1944—
1946. Er þetta aukreitisgróði heildsalastéttarinnar af við-
skiptunum við Ameríku. Ekki er vitað um gjaldeyrisinn-
stæður einstakra íslendinga í öðrum löndum, en víst er að
þar eru líka stórar fjárhæðir duldar. En jafnvel þó við reikn-
um ekki með þessum upphæðum er gjaldeyrisbarlómurinn