Réttur


Réttur - 01.01.1948, Blaðsíða 8

Réttur - 01.01.1948, Blaðsíða 8
8 RÉTTUR höfuð ekki erlend ásælni, heldur hitt, að vér höfum svikið sjálfa oss. Vér höfum látið nokkra siðspillta stríðsgróðafull- trúa, sem vér af misskilningi umberum í þjóðfélagslegum valdastöðum, gera oss að smáþjóð í andlegum skilningi. Þar með höfum vér svipt oss þeirri einu hlíf, sem mátti oss til varnar verða í eldi heimsmálanna. En vér svikum ekki aðeins sjálfa oss með flugvallarsamn- ingnum. Vér svikum einnig allar þær smáþjóðir, sem vér hefðum átt að kappkosta að verða til fordæmis. Og vér svik- um þegar í stað skyldu vora sem verðandi aðili Sameinuðu þjóðanna. Það var hreint brot á anda og ákvæðum þeirrar ungu og viðkvæmu stofnunar að veita tilteknu stórveldi nokkur þau sérréttindi, sem öðrum þjóðum hlaut að verða þyrnir í augum. Örlögin báru oss að höndum einstakt tæki- færi til að sýna umheiminum, hvað vér meintum með lýð- veldisstofnun vorri og síðan þátttöku í alþjóðasamtökum. / dag hefði oss verið í lófa lagið að standa sem siðferðilegt stórveldi meðal þjóðanna. En i þess stað stöndum vér nú sem auðvirðilegir svikarar bceði við sjálfa oss og aðra. 17. júní 1944 lauk forseti Alþingis, Gísli Sveinsson, há- tíðaræðu sinni á þessa lund: „í dag heitstrengir hin íslenzka þjóð að varðveita frelsi og heiður ættjarðarinnar með árvekni og dyggð, og á þessum stað votta fulltrúar hennar hinu unga lýðveldi fullkomna hollustu. Til þess hjálpi oss Guð Drottinn.“ Var það Guð Drottinn, sem hjálpaði þeim hinum sama Gísla Sveinssyni til að segja já við afsali íslenzkra landsrétt- inda 5. október 1946? Daginn eftir lét hinn nýkjörni forseti íslands, Sveinn Björnsson, svo um mælt í hátíðaræðu sinni við Stjórnarráðs- húsið: „Núverandi forsætisráðherra komst m. a. svo að orði fyrir rúmum 3 misserum síðan: „Með lýðveldismyndun stígum vér engan veginn lokasporið í sjálfstæðismálinu. Lokasþorið eigum vér aldrei. að stiga. Sjálfstæðisbaráttan er í fullum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.