Réttur


Réttur - 01.01.1948, Side 8

Réttur - 01.01.1948, Side 8
8 RÉTTUR höfuð ekki erlend ásælni, heldur hitt, að vér höfum svikið sjálfa oss. Vér höfum látið nokkra siðspillta stríðsgróðafull- trúa, sem vér af misskilningi umberum í þjóðfélagslegum valdastöðum, gera oss að smáþjóð í andlegum skilningi. Þar með höfum vér svipt oss þeirri einu hlíf, sem mátti oss til varnar verða í eldi heimsmálanna. En vér svikum ekki aðeins sjálfa oss með flugvallarsamn- ingnum. Vér svikum einnig allar þær smáþjóðir, sem vér hefðum átt að kappkosta að verða til fordæmis. Og vér svik- um þegar í stað skyldu vora sem verðandi aðili Sameinuðu þjóðanna. Það var hreint brot á anda og ákvæðum þeirrar ungu og viðkvæmu stofnunar að veita tilteknu stórveldi nokkur þau sérréttindi, sem öðrum þjóðum hlaut að verða þyrnir í augum. Örlögin báru oss að höndum einstakt tæki- færi til að sýna umheiminum, hvað vér meintum með lýð- veldisstofnun vorri og síðan þátttöku í alþjóðasamtökum. / dag hefði oss verið í lófa lagið að standa sem siðferðilegt stórveldi meðal þjóðanna. En i þess stað stöndum vér nú sem auðvirðilegir svikarar bceði við sjálfa oss og aðra. 17. júní 1944 lauk forseti Alþingis, Gísli Sveinsson, há- tíðaræðu sinni á þessa lund: „í dag heitstrengir hin íslenzka þjóð að varðveita frelsi og heiður ættjarðarinnar með árvekni og dyggð, og á þessum stað votta fulltrúar hennar hinu unga lýðveldi fullkomna hollustu. Til þess hjálpi oss Guð Drottinn.“ Var það Guð Drottinn, sem hjálpaði þeim hinum sama Gísla Sveinssyni til að segja já við afsali íslenzkra landsrétt- inda 5. október 1946? Daginn eftir lét hinn nýkjörni forseti íslands, Sveinn Björnsson, svo um mælt í hátíðaræðu sinni við Stjórnarráðs- húsið: „Núverandi forsætisráðherra komst m. a. svo að orði fyrir rúmum 3 misserum síðan: „Með lýðveldismyndun stígum vér engan veginn lokasporið í sjálfstæðismálinu. Lokasþorið eigum vér aldrei. að stiga. Sjálfstæðisbaráttan er í fullum

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.